Banvæn skothríð vegna uppgjörs glæpagengja Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2022 23:37 Þrír karlmenn og þrjár konur létust í skothríðinni. AP/Rich Pedroncelli Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum telur að skothríð sem leiddi til þess að sex dóu og tólf særðust um helgina, hafi verið uppgjör milli glæpagengja. Búið er að bera kennsl á fimm menn sem komu að skothríðinni en talið er að þeir hafi verið fleiri. Tveir hafa verið handteknir en þeir eru bræður og særðust báðir þegar rúmlega hundrað skotum var hleypt af fyrir utan skemmtistað aðfaranótt sunnudagsins. Þeir hafa þó einungis verið ákærðir fyrir að bera vopn ólöglega, enn sem komið er. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar í Sacramento að myndbönd sem fólk hafi sent lögreglunni hafi hjálpað mjög við að bera kennsl á hina grunuðu. Hér má sjá slagsmál sem talin eru hafa leitt til skothríðarinnar. Police say 6 people have died and 10 injured following Sacramento Mass Shooting. #sacramentoshooting #news #streetmediahype pic.twitter.com/uhbkbjfG7S— Street Media Hype (@StreetMediaHype) April 3, 2022 Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Bræðurnir sem hafa verið handteknir heita Smiley Martin (27) og Dandrae Martin (26). Báðir hafa verið ákærðir fyrir að vera með stolin vopn og er lögreglan að reyna að komast að því hvar þeir fengu þau. Smiley á sér sakaferil sem nær aftur til 2013 en honum var sleppt úr fangelsi á skilorði í febrúar. Þá hafði hann afplánað um helming tíu ár dóms fyrir heimilisofbeldi. Í frétt AP segir að Smiley hafi beðið um reynslulausn 2017 en þeirri beiðni hafi verið hafnað á eim grundvelli að hann sýndi „litla virðingu fyrir mannslífi og lögum“ og væri hættulegur samfélaginu. Dandrae Martin hefur einnig setið í fangelsi en var sleppt árið 2020. Hann hafði verið dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og líkamsárás. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4. apríl 2022 22:37 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Tveir hafa verið handteknir en þeir eru bræður og særðust báðir þegar rúmlega hundrað skotum var hleypt af fyrir utan skemmtistað aðfaranótt sunnudagsins. Þeir hafa þó einungis verið ákærðir fyrir að bera vopn ólöglega, enn sem komið er. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar í Sacramento að myndbönd sem fólk hafi sent lögreglunni hafi hjálpað mjög við að bera kennsl á hina grunuðu. Hér má sjá slagsmál sem talin eru hafa leitt til skothríðarinnar. Police say 6 people have died and 10 injured following Sacramento Mass Shooting. #sacramentoshooting #news #streetmediahype pic.twitter.com/uhbkbjfG7S— Street Media Hype (@StreetMediaHype) April 3, 2022 Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Bræðurnir sem hafa verið handteknir heita Smiley Martin (27) og Dandrae Martin (26). Báðir hafa verið ákærðir fyrir að vera með stolin vopn og er lögreglan að reyna að komast að því hvar þeir fengu þau. Smiley á sér sakaferil sem nær aftur til 2013 en honum var sleppt úr fangelsi á skilorði í febrúar. Þá hafði hann afplánað um helming tíu ár dóms fyrir heimilisofbeldi. Í frétt AP segir að Smiley hafi beðið um reynslulausn 2017 en þeirri beiðni hafi verið hafnað á eim grundvelli að hann sýndi „litla virðingu fyrir mannslífi og lögum“ og væri hættulegur samfélaginu. Dandrae Martin hefur einnig setið í fangelsi en var sleppt árið 2020. Hann hafði verið dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og líkamsárás.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4. apríl 2022 22:37 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4. apríl 2022 22:37