Hundrað kílómetrar af skjölum útistandandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. apríl 2022 20:08 Í dag má finna 46 hillukílómetra af skjölum á safninu. vísir/egill Þjóðskjalasafnið sér fram á mikla tæknivæðingu á næstu árum og segir öld pappírsins lokið. Fyrst verður þó að innheimta fjölda skjala sem hafa ekki skilað sér til safnsins og gæti safnkosturinn tvöfaldast við það. Safnið fagnaði 140 ára afmæli sínu í gær og hélt að því tilefni sýningu á ýmsum gersemum sínum í dag. Á meðal þeirra er tillaga sjálfs Kjarvals að íslenska þjóðfánanum og einhverja frægasta fundargerð Íslandssögunnar með orðum Jóns Sigurðssonar og félaga hans: Vér mótmælum allir! Fundargerðarbók Þjóðfundarins 1851 er varðveitt í Þjóðskjalasafninu.vísir/egill Safnið státar þó af mun fleiri skjölum af öllum toga. Í stærsta geymslurými safnsins, sem er ansi stórt eins og við komumst að þegar við heimsóttum það í dag eru 3,5 hillukílómetri af skjölum. Þetta er þó aðeins lítill hluti af safnkostinum. Á safninu öllu eru nefnilega 46 hillukílómetrar af pappírsskjölum. Ef öskjunum sem skjölin eru geymd í yrði þannig raðað upp hlið við hlið myndu þær ná frá Reykjavík og alla leið til Hveragerðis. Og raunar tveimur kílómetrum lengra. Hundrað kílómetrar útistandandi Og ljóst er að safnið á eftir að stækka ansi mikið í náinni framtíð. „Það er mikið sem er útistandandi enn þá hjá afhendingarskyldum aðilum,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. Hafa þeir ekki verið alveg nógu duglegir að skila inn gögnum til ykkar? „Það má alltaf gera betur. En við þurfum líka að hafa húsnæði til að taka við því.“ Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. vísir/egill Og sá tíu þúsund fermetra húsakostur sem safnið státar af í dag dugir ekki undir allt það magn sem á eftir að skila sér. „Það má eiginlega segja að það séu kannski hundrað hillukílómetrar af gögnum,“ segir Hrefna. Þannig að safnkosturinn mun tvöfaldast eða hvað? „Njah, við ætlum að stefna að því að fá eins mikið af samtímanum og við getum á rafrænu formi þannig við stefnum að því að hann muni ekki alveg ná að tvöfaldast. En svona kannski nálægt því.“ Og geymsla skjala á rafrænu formi tekur mun minna pláss en geymsla á pappír. Framtíðin liggur auðvitað í tækninni og því ljóst að söfnunarárátta okkar verði ekki eins plássfrek og hún hefur verið hingað til. Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Safnið fagnaði 140 ára afmæli sínu í gær og hélt að því tilefni sýningu á ýmsum gersemum sínum í dag. Á meðal þeirra er tillaga sjálfs Kjarvals að íslenska þjóðfánanum og einhverja frægasta fundargerð Íslandssögunnar með orðum Jóns Sigurðssonar og félaga hans: Vér mótmælum allir! Fundargerðarbók Þjóðfundarins 1851 er varðveitt í Þjóðskjalasafninu.vísir/egill Safnið státar þó af mun fleiri skjölum af öllum toga. Í stærsta geymslurými safnsins, sem er ansi stórt eins og við komumst að þegar við heimsóttum það í dag eru 3,5 hillukílómetri af skjölum. Þetta er þó aðeins lítill hluti af safnkostinum. Á safninu öllu eru nefnilega 46 hillukílómetrar af pappírsskjölum. Ef öskjunum sem skjölin eru geymd í yrði þannig raðað upp hlið við hlið myndu þær ná frá Reykjavík og alla leið til Hveragerðis. Og raunar tveimur kílómetrum lengra. Hundrað kílómetrar útistandandi Og ljóst er að safnið á eftir að stækka ansi mikið í náinni framtíð. „Það er mikið sem er útistandandi enn þá hjá afhendingarskyldum aðilum,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. Hafa þeir ekki verið alveg nógu duglegir að skila inn gögnum til ykkar? „Það má alltaf gera betur. En við þurfum líka að hafa húsnæði til að taka við því.“ Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. vísir/egill Og sá tíu þúsund fermetra húsakostur sem safnið státar af í dag dugir ekki undir allt það magn sem á eftir að skila sér. „Það má eiginlega segja að það séu kannski hundrað hillukílómetrar af gögnum,“ segir Hrefna. Þannig að safnkosturinn mun tvöfaldast eða hvað? „Njah, við ætlum að stefna að því að fá eins mikið af samtímanum og við getum á rafrænu formi þannig við stefnum að því að hann muni ekki alveg ná að tvöfaldast. En svona kannski nálægt því.“ Og geymsla skjala á rafrænu formi tekur mun minna pláss en geymsla á pappír. Framtíðin liggur auðvitað í tækninni og því ljóst að söfnunarárátta okkar verði ekki eins plássfrek og hún hefur verið hingað til.
Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira