Missir heimaþjónustu á þriðjudag og hræðist að enda aftur á bráðamóttöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 14:01 Hilmar Örn Kolbeins veit ekki hvort hann fái áfram heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Samningurinn rennur út á þriðjudag og hann hefur engin svör fengið frá borginni um hvort samningurinn verði framlengdur. Vísir/Egill Fjölfatlaður 45 ára karlmaður hræðist að lenda varanlega inni á bráðamóttöku um miðja viku þar sem þjónustusamningur borgarinnar við hann er við það að renna út. Hann segist hafa sent borginni ítrekaðar fyrirspurnir en fái ekki svör um hvort samningurinn verði framlengdur svo hann geti verið áfram heima. Hilmar Örn Kolbeins hefur í tæpt ár átt í stappi við Reykjavíkurborg vegna þjónustuleysis. Hann var fastur á elliheimili um tíma því borgin neitaði honum um heimaþjónustu en áður en hann komst inn á elliheimilið hafði hann verið fastur á Landspítalanum hálft ár. Hann hafði verið lagður inn á spítalann í febrúar í fyrra vegna legusára og þegar meðferðinni lauk í maí fékk hann ekki að fara heim vegna þess að borgin neitaði honum um heimahjúkrun. Núna í desember gerði velferðarsvið Reykjavíkurborgar við hann þriggja mánaða samning um heimahjúkrun. Sá samningur rennur út á þriðjudag, 29. mars, og Hilmar veit ekkert hvað tekur við. „Það átti að endurmeta þennan samning núna í mars, hvort heimaþjónustan héldi áfram eða ekki. Við höfum ekkert heyrt frá borginni um slíka ákvörðun þrátt fyrir ítrekaðar tölvupóstsendingar og símhringingar þá hefur það engan árangur borið,“ segir Hilmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að borgin hafi hvorki svarað sér né lögmanni hans og staðan núa sé sú að fyrirtækið sem sinni fyrir hann heimaþjónustunni muni ganga út á þriðjudag. „Ef það er að fara að gerast eftir helgi er minni velferð og öryggi ógnað,“ segir Hilmar. Hann segir þessa óvissu hafa víðtæk áhrif á sitt líf. Ekki bara með það hvort hann geti verið áfram heima eða hvort hann fái þjónustu heldur sé hann að stíga sín fyrstu skref í nýrri vinnu, sem hann geti ekki sinnt þurfi hann að leggjast aftur inn á spítala til að fá heilbrigðisþjónustu. „Ég er byrjaður að byggja upp líf mitt aftur eftir að hafa verið á vergangi í heilt ár. Þetta mun auðvitað breyta öllum þeim áformum sem ég hef,“ segir Hilmar. „Þegar ég var á spítalanum var þar neyðarástand út af Covid og það er þannig ennþá. Þá fékk enginn að heimsækja mig þangað og það var enginn að koma á hjúkrunarheimilið þannig að smátt og smátt var ég að einangrast frá fjölskyldu minni og vinum mínum. Ég var bara einn úti í horni,“ segir Hilmar og bætir við að hann hræðist að þetta gerist aftur. Málefni fatlaðs fólks Landspítalinn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira
Hilmar Örn Kolbeins hefur í tæpt ár átt í stappi við Reykjavíkurborg vegna þjónustuleysis. Hann var fastur á elliheimili um tíma því borgin neitaði honum um heimaþjónustu en áður en hann komst inn á elliheimilið hafði hann verið fastur á Landspítalanum hálft ár. Hann hafði verið lagður inn á spítalann í febrúar í fyrra vegna legusára og þegar meðferðinni lauk í maí fékk hann ekki að fara heim vegna þess að borgin neitaði honum um heimahjúkrun. Núna í desember gerði velferðarsvið Reykjavíkurborgar við hann þriggja mánaða samning um heimahjúkrun. Sá samningur rennur út á þriðjudag, 29. mars, og Hilmar veit ekkert hvað tekur við. „Það átti að endurmeta þennan samning núna í mars, hvort heimaþjónustan héldi áfram eða ekki. Við höfum ekkert heyrt frá borginni um slíka ákvörðun þrátt fyrir ítrekaðar tölvupóstsendingar og símhringingar þá hefur það engan árangur borið,“ segir Hilmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að borgin hafi hvorki svarað sér né lögmanni hans og staðan núa sé sú að fyrirtækið sem sinni fyrir hann heimaþjónustunni muni ganga út á þriðjudag. „Ef það er að fara að gerast eftir helgi er minni velferð og öryggi ógnað,“ segir Hilmar. Hann segir þessa óvissu hafa víðtæk áhrif á sitt líf. Ekki bara með það hvort hann geti verið áfram heima eða hvort hann fái þjónustu heldur sé hann að stíga sín fyrstu skref í nýrri vinnu, sem hann geti ekki sinnt þurfi hann að leggjast aftur inn á spítala til að fá heilbrigðisþjónustu. „Ég er byrjaður að byggja upp líf mitt aftur eftir að hafa verið á vergangi í heilt ár. Þetta mun auðvitað breyta öllum þeim áformum sem ég hef,“ segir Hilmar. „Þegar ég var á spítalanum var þar neyðarástand út af Covid og það er þannig ennþá. Þá fékk enginn að heimsækja mig þangað og það var enginn að koma á hjúkrunarheimilið þannig að smátt og smátt var ég að einangrast frá fjölskyldu minni og vinum mínum. Ég var bara einn úti í horni,“ segir Hilmar og bætir við að hann hræðist að þetta gerist aftur.
Málefni fatlaðs fólks Landspítalinn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira