Níu andlát tengd lækninum nú á borði lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2022 15:57 Gustað hefur um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undanfarin misseri. Dæmi eru um að íbúar í Reykjanesbæ leiti frekar til höfuðborgarinnar eftir læknisþjónustu. Vísir/Vilhelm Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig og lýtur nú að andláti níu sjúklinga á stofnuninni á árunum 2018 til 2020. Því til viðbótar eru mál fimm annarra sjúklinga til skoðunar en þeir höfðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness vegna rannsóknargagna sem læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, óskaði eftir því að fá aðgang að. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að lögreglu bæri að veita Skúla aðgang að hluta þeirra gagna sem hann óskaði en þó ekki öllum. Lögreglan á Suðurnesjum segir að rannsókn vegna átta sjúklinga af fjórtán sé á frumstigi. Grunur leiki á að Skúli Tómas sé ábyrgur fyrir rangri greiningu og meðferð sömu sjúklinga. Þannig hafi hann gerst sekur um manndráp auk fleiri hegningar- og sérrefsilagabrota. Af hálfu lögreglu er sérstaklega bent á málefni eins sjúklinganna fjórtán og álits óháðra sérfræðinga, sem Embætti landlæknis aflaði, að sjúkdómsgreining, meðferð og umönnun sjúklingsins hafi verið alvarlega ábótavant. Skúli Tómas hafi gefið röng fyrirmæli um lífslokameðferð og fylgt eða látið fylgja þeim eftir með staðfestri notkun morfíns og fleiri lyfja sem stuðlað hafi að ótímabæru andláti sjúklingsins síðla árs 2019. Skúli Tómas hefur frá því í ágúst 2021 haft réttarstöðu sakbornings en þá var tekin skýrsla af honum hjá lögreglu. Daginn eftir óskaði verjandi hans eftir afrit af fyrirliggjandi gögnum og fékk hluta þeirra send. Öðrum yrði haldið eftir vegna rannsóknarhagsmuna. Þá kom fram að dómkvaddir matsmenn ættu að hefja störf í janúar á þessu ári en þeir eiga að svara spurningum vegna meðferðar, greiningar og umönnunar þeirra sjúklinga sem lögreglurannsóknin lýtur að. Almar Möller, verjandi Skúla, hefur barist áfram fyrir því að umbjóðandi hans fái málsgögn. Eftir að hafa verið neitað um hluta gagnanna lét hann reyna á rétt sinn fyrir dómi. Héraðsdómur og svo Landsréttur úrskurðuðu að hann skildi fá gögn afhent að frátöldum þeim sem væru ekki til á skjalaformi því þau teldust ekki til skjala í skilningu laga um meðferð sakamála. Skúli Tómas var í desember færður til í starfi hjá Landspítalanum. Hann hafði þá verið í endurmenntun og þjálfun á Landspítalanum eftir að embætti landlæknis gaf honum takmarkað lækningaleyfi eftir að hann missti það vegna atburðanna á HSS. Fram kom í yfirlýsingu Landspítalans í desember að hann yrði ekki í sjúklingasamskiptum á meðan skýrari mynd fengist af þeirri atburðarás sem væri til rannsóknar hjá lögreglu. Landspítalinn áréttað að með þessu væri ekki verið að leggja mat á sekt eða sakleysi í málinu. Forstjóra og stjórnendum spítalans bæri að standa vörð um það traust sem til spítalans sé borið og verði sjúklingar því ætið að njóta vafans. Dætur sem misstu móður sína, sem var sjúklingur á HSS, ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra. Lögreglumál Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Vill skoða betur vaktafyrirkomulag og frítökurétt hjá HSS Heilbrigðisráðherra segir úrbætur í heilbrigðisþjónustu Suðurnesja komnar í farveg. Hann vill skoða betur hvort vaktafyrirkomulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) skapi furðumikinn frítökurétt lækna, sem geri það að verkum að þeir starfi mikið á öðrum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. 15. mars 2022 07:01 Fékk tólf tonna lyftara á fótinn á sér og sendur heim í teygjusokk Bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar telur að einkarekin heilsugæsla gæti leyst ýmis vandamál svæðisins. Íbúar á Suðurnesjum hafa kvartað sáran undan þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem virðist illa mönnuð og ná illa utan um álagið. 11. mars 2022 20:30 Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn. 8. mars 2022 15:42 Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. 17. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness vegna rannsóknargagna sem læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, óskaði eftir því að fá aðgang að. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að lögreglu bæri að veita Skúla aðgang að hluta þeirra gagna sem hann óskaði en þó ekki öllum. Lögreglan á Suðurnesjum segir að rannsókn vegna átta sjúklinga af fjórtán sé á frumstigi. Grunur leiki á að Skúli Tómas sé ábyrgur fyrir rangri greiningu og meðferð sömu sjúklinga. Þannig hafi hann gerst sekur um manndráp auk fleiri hegningar- og sérrefsilagabrota. Af hálfu lögreglu er sérstaklega bent á málefni eins sjúklinganna fjórtán og álits óháðra sérfræðinga, sem Embætti landlæknis aflaði, að sjúkdómsgreining, meðferð og umönnun sjúklingsins hafi verið alvarlega ábótavant. Skúli Tómas hafi gefið röng fyrirmæli um lífslokameðferð og fylgt eða látið fylgja þeim eftir með staðfestri notkun morfíns og fleiri lyfja sem stuðlað hafi að ótímabæru andláti sjúklingsins síðla árs 2019. Skúli Tómas hefur frá því í ágúst 2021 haft réttarstöðu sakbornings en þá var tekin skýrsla af honum hjá lögreglu. Daginn eftir óskaði verjandi hans eftir afrit af fyrirliggjandi gögnum og fékk hluta þeirra send. Öðrum yrði haldið eftir vegna rannsóknarhagsmuna. Þá kom fram að dómkvaddir matsmenn ættu að hefja störf í janúar á þessu ári en þeir eiga að svara spurningum vegna meðferðar, greiningar og umönnunar þeirra sjúklinga sem lögreglurannsóknin lýtur að. Almar Möller, verjandi Skúla, hefur barist áfram fyrir því að umbjóðandi hans fái málsgögn. Eftir að hafa verið neitað um hluta gagnanna lét hann reyna á rétt sinn fyrir dómi. Héraðsdómur og svo Landsréttur úrskurðuðu að hann skildi fá gögn afhent að frátöldum þeim sem væru ekki til á skjalaformi því þau teldust ekki til skjala í skilningu laga um meðferð sakamála. Skúli Tómas var í desember færður til í starfi hjá Landspítalanum. Hann hafði þá verið í endurmenntun og þjálfun á Landspítalanum eftir að embætti landlæknis gaf honum takmarkað lækningaleyfi eftir að hann missti það vegna atburðanna á HSS. Fram kom í yfirlýsingu Landspítalans í desember að hann yrði ekki í sjúklingasamskiptum á meðan skýrari mynd fengist af þeirri atburðarás sem væri til rannsóknar hjá lögreglu. Landspítalinn áréttað að með þessu væri ekki verið að leggja mat á sekt eða sakleysi í málinu. Forstjóra og stjórnendum spítalans bæri að standa vörð um það traust sem til spítalans sé borið og verði sjúklingar því ætið að njóta vafans. Dætur sem misstu móður sína, sem var sjúklingur á HSS, ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra.
Lögreglumál Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Vill skoða betur vaktafyrirkomulag og frítökurétt hjá HSS Heilbrigðisráðherra segir úrbætur í heilbrigðisþjónustu Suðurnesja komnar í farveg. Hann vill skoða betur hvort vaktafyrirkomulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) skapi furðumikinn frítökurétt lækna, sem geri það að verkum að þeir starfi mikið á öðrum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. 15. mars 2022 07:01 Fékk tólf tonna lyftara á fótinn á sér og sendur heim í teygjusokk Bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar telur að einkarekin heilsugæsla gæti leyst ýmis vandamál svæðisins. Íbúar á Suðurnesjum hafa kvartað sáran undan þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem virðist illa mönnuð og ná illa utan um álagið. 11. mars 2022 20:30 Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn. 8. mars 2022 15:42 Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. 17. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Vill skoða betur vaktafyrirkomulag og frítökurétt hjá HSS Heilbrigðisráðherra segir úrbætur í heilbrigðisþjónustu Suðurnesja komnar í farveg. Hann vill skoða betur hvort vaktafyrirkomulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) skapi furðumikinn frítökurétt lækna, sem geri það að verkum að þeir starfi mikið á öðrum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. 15. mars 2022 07:01
Fékk tólf tonna lyftara á fótinn á sér og sendur heim í teygjusokk Bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar telur að einkarekin heilsugæsla gæti leyst ýmis vandamál svæðisins. Íbúar á Suðurnesjum hafa kvartað sáran undan þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem virðist illa mönnuð og ná illa utan um álagið. 11. mars 2022 20:30
Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn. 8. mars 2022 15:42
Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. 17. febrúar 2022 19:50