Höfðingleg gjöf frá Reykvíkingum til eigenda Einimels 18 - 26 Teitur Atlason skrifar 21. mars 2022 10:22 Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá ákvað Skipulags- og samgönguráð þann 2. febrúar að gefa eftir væna sneið af túni bak við Vesturbæjarlaug til eigenda 5 einbýlishúsa við Einimel í Reykjavík. Stækkunin nemur 3.1 metrum á kostnað lóðar í eigu Reykvíkinga. Óhætt er að segja að þetta mál hafi mælst illa fyrir enda ekki á hverjum degi sem íbúðareigendum við eina „fínustu” götu í Reykjavík sé gefnir nokkur hundruð fermetrar af einni dýrustu lóð Reykjavíkur. Furðurlegt sleifarlag borgaryfirvalda Þetta mál á sér nokkra forsögu en um árabil hefur stór lóðaskiki úr almannarými bakvið Vesturbæjarlaug verið nýttur af íbúum Einimels 22 - 26. Þessi skiki hefur oft komist í fréttirnar á síðustu árum enda alveg ljóst að íbúarnir á Einimel hafa ekkert tilkall til skikans. Furðulegt sleifarlag í gegnum áratugina hafa valdið því að þetta mál hefur einhvernveginn dagað uppi þar til nú. Raunin er að hús númer 22, 24 og 26 nota langtum stærri lóðir en koma fram á þinglýstum pappírum og lögformlegum lóðamælingum borgarskipulags. Þetta er hægt að sannreyna með því að skoða borgarvefsjá en þar fer ekki milli mála hver á hvað. Þetta má einnig sjá á teikningum téðra húsa og þinglýsingum þeirra. Reykvíkingar eiga þessa lóð sem eigendur húsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa kastað eign sinni á og nota sem skiptimynt í samningum við Reykjavíkurborg. Eigendur Einimels 18 og 20 hafa leikið sama leik en um það er fjallað síðar í greininni. Áætlað verðmæti þessarar höfðinglegu gjafar til handa íbúum þessara húsa nemur á bilinu 15 - 20 milljónum fyrir þessa 388 fermetra. Salómónsdómur og stjórnviska formannsins Mál þetta er með eindæmum og ljóst að formaður Skipulags- og samgönguráðs reyndi eftir megni að kynna þessa veglegu gjöf sem „lausn á töluverðumdeilum” og „miklumdeilum” sem hann sjálfur leysti með stjórnvisku sinni. Þessi Salómonsdómur formanns Skipulags- og samgönguráðs má sjá í fundargerð þar sem ákvörðunin um þessa veglegu gjöf er rökstudd. Sjá mynd: Þessi fundargerð er merkilegt plagg og kemur meira við sögu í þessu máli. Umdeilanlegt tilkall Um leið og fréttir bárust af hinni höfðinglegu gjöf til íbúa Einimels 18 - 26 heyrðust háværar raddir um að það hefðu aldrei verið neinar deilur um þessa lóð og alltaf verið á kristaltæru að Reykvíkingar ættu þessa lóð og íbúar Einimels 18 - 26 hefðu ekkert tilkall til þessa skika þótt þeir hefðu girt af hluta úr borgarlandinu sér til ánægju og upplyftingar. Formaður Samgöngu- og skipulagsráðs var fljótur til svars og benti á að „staðan” væri sú sama og árið 1971 og gerði því skóna að hin mikla deila sem hann vísaði til, væri meira en 50 ára gömul og setti á Facebook vegginn sinn loftmynd frá sama ári þar sem sjá mátti móta fyrir flennistórri lóð sem íbúar á Einimel girtu af fyrir margt löngu. Þetta reyndist röng ályktun hjá formanni Samgöngu- og skipulagsráði. Þessi lóð var þarna löngu áður en húsin við Einimel 22, 24 og 26 voru reist. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá að Víðimýrartúnið var til staðar þegar Einimelur 26 var byggður. Þáverandi gatnamálastjóri tók túnið í „fóstur” og er það upphafið af þessari sögu. Þessi lóð tilheyrði gömlum sveitabæ sem hét Víðimýri sem stóð við Kaplaskjólsveg. Þegar hús númer 26 var reist árið 1990 tók þáverandi íbúi sig til og færði lóðina sína út fyrir þinglýst lóðamörk. Sá var öllum hnútum kunnugur hjá borginni enda starfandi gatnamálastjóri. Mannshöfuð er nokkuð þungt Næsti eigandi af Einimel 26 var Bessí Jóhannesdóttir fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í viðtali við Fréttablaðið í október 2018 sagði Bessi að „þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru“. og ennfremur: „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur“. Sigfús Daðason skáld sagði í ljóði: Mannshöfuð er nokkuð þungt en samt skulum við standa uppréttir og sumarið bætir fyrir flestar syndir okkar. Þetta eru orð að sönnu. Ég skil ekki að ég skil ekki hvernig hægt er að fá það út að vafi leiki á um eignarhald á þessari lóð sem formaður Samgöngu- og skipulagsráðs samþykkir sem skiptimynt í samningum við Reykjavíkurborg. Enginn heldur öðru fram. Ekki nokkur maður, lifandi eða dauður. Afstaða eigenda á skjön við afstöðu ráðsins Nú er ágætt að halda til haga að þessi skiki sem tilheyrði Víðimýrarbænum, stækkar lóðirnar við Einimel 22, 24 og 26 um 388 fermetra. Þetta er flennistórt tún sem minnkar notkunarmöguleika Reykvíkinga umtalsvert enda er túnið bakvið Vesturbæjarlaugina vinsæll samkomustaður þrátt fyrir að nánast ekkert hafi verið gert til að gera hann almennilegan. Hvað varðar lóðirnar við Einimel 18, 20 og 22 er málið enn skýrara. Einimelur 22 er beggja megin borðsins ef svo má að orði komast. Einimelur 22 liggur bæði að gamla Víðimýrartúninu og þeirri fölskvalausu ósvinnu sem hér verður fjallað um. Árið 2009 tóku íbúar í Einimel 18, 20 og 22 sig til og stækkuðu lóðirnar sínar um 3.1 metra inn á tún Vesturbæjarlaugar. Þetta tún tilheyrir Reykvíkingum og það er algerlega óumdeilt. Í umræðum á vesturbæjarsíðunni á Facebook um þessa freklegu landtöku tóku þátt gerendurnir í þessari fléttu. Íbúi á Einimel 18 segir: Annar sem byggði Einimel 22 var bísna skorinortur en hann sagði: Af þessum má sjá að íbúar við Einimel 18, 20 og 22 gerðu sér grein fyrir því að Reykjavíkurborg átti lóðina sem þeir voru að sölsa undir sig. Það er algerlega óumdeilt. Yfirlitsmyndir Hér fyrir neðan má sjá mynd af svæðinu sem íbúar Einimels sölsuðu undir sig. Bláa svæðið eignuðu þáverandi íbúar í húsum númer 22, 24 og 26 sér árið 1990 en rauða svæðið eignuðu íbúar í húsum númer 18, 20 og 22 sér árið 2009. Hérna fyrir neðan má sjá svæðið sem stækkaði lóð Einimels 18, 20 og 22. Skjólveggurinn hægra megin á myndinni markar raunveruleg lóðamörk. Stækkunin er 3.1 metrar sem er sama stækkun og tillaga Skipulags- og samgönguráðs gerir ráð fyrir. Það er nokkuð undarleg tilviljun. Reykjavíkurborg sendi íbúum á Einimel póst um að rífa niður girðinguna árið 2017 en var svarað af lögfræðingum íbúanna. Þar var málið reifað til og frá og þar kemur m.a fram að íbúar á Einimel 22 telja þessa girðingu og lóðina undir henni ekki koma sér við enda reistu þau ekki girðinguna heldur fyrri íbúar. Sjá hér. Samt sem áður er eins og Skipulags- og samgönguráð geri ráð fyrir því að téðir íbúar hafi málstað sem hægt sé að nota sem réttlætingu á því að stækka lóðina þeirra um 3.1 metra. Hvað gerðist eiginlega? Ljóst er að eitthvað hefur gerst frá því að Reykjavíkurborg sendi íbúum Einimels 22, 24 og 26 póst þann 21. júní 2021 og þar til ákvörðun er tekin um að stækka lóðirnar við Einimel 18, 20, 22, 24 og 26 í febrúar 2022. Það er sennilega leyndardómur eins og svo margt annað í lífinu. Það kemur ekki fram í fundargerð Skipulags- og samgönguráðs frá sama tíma. Fundargerðin sem fylgdi ákvörðuninni um stækkun lóðanna innifelur engin rök önnur en þau að „miklar” og „töluverðar“ deilur hafi staðið um þetta svæði. En það er „tóm tjara” eins og sagt er. Það eru engar deilur. Það hafa aldrei verið neinar deilur. Einu rökin sem nefnd eru í lögfræðibréfum íbúanna eru að „falleg tré” eru innan girðingarinnar og að sorglegt væri ef “spjöll á gróðri” hlýst af því ef lóðirnar sem íbúarnir á Einimel sölsuðu undir sig væru færðar til síns réttmæta eigenda (sem er Reykjavíkurborg). Þessu er til að svara að fallegu trén sem minnst er á, standa á landi Reykjavíkur. Eignarhald á umræddum trjám er óumdeilt. Við Reykvíkingar eigum þessi tré. Það er fráleitt að nota þessi fallegu tré sem skiptimynt fyrir samninga við eigendur þessara tráa. Reykvíkingar eiga þessi tré. Ekki íbúar við Einimel. Hættulegt fordæmi Það er athyglisvert að í tillögu Skipulags- og umhverfisráðs gerir ráð fyrir að allar lóðirnar sem snúa að túninu við Vesturbæjarlaug stækki um 3.1 metra. En það er nákvæmlega sama lengd og íbúar Einimels 18, 20 og 22 sölsuðu undir sig árið 2009. Það er eins og sú fjarlægð sé skyndilega orðið að andlagi umræddra breytinga á lóðamörkum. Þetta sætir undrum en tilviljanir eru undursamlegar. Ólafur Kárson ljósvíkingur segir í Ljósi heimsins eftir Halldór Laxness: Kristilegu kærleiksblómin spretta kríng um hitt og þetta. Þarna hittir skáldið naglann á höfuðið. Ljóst er að einhverra hluta vegna fá íbúar téðra húsa upp í hendurnar rök sem eru nógu sterk til að skapa þeim samningsstöðu. Þessi rök þurfa að koma fram. Þetta er stór ákvörðun og hún hefur fordæmisgildi. Ekki er ólíklegt að aðrir íbúar við Einimel sem eiga lóðir að túninu við Vesturbæjarlaug (Einimelur 2, 4, 6, 8, 10, 12 og 14), hafi sterkt mál í höndunum því eitt skal yfir alla ganga, eins og allir vita. Þess utan er hellingur af áþekkum blettum í borginni sem íbúar hafa “tekið í fóstur” og eignað sér á einhvern hátt. Ekki er ólíklegt að samningsstaða borgarinnar veikist til muna nái þessi tillaga Skipulags- og umhverfisráðs fram að ganga. Sendið inn athugasemdir! Ef maður færir þetta mál í huganum frá fínustu götu Vesturbæjar yfir í næstu götu (Kaplaskjóslvegur) og ímyndar sér hvort fjölbýlishúsin þar fengu sömu meðferð frá Skipulags- og umhverfisráði og íbúarnir í einbýlishúsunum við Einimel? Sjáið þið fyrir ykkur að lóðaskiki sem tekin var í „fóstur” af fjölbýlishúsi í 30 ár skapi þeim samningsstöðu gagnvart Reykjavíkurborg sem skili þeim 15 - 20 milljón króna verðmætum? Þessi vonda ákvörðun Skipulags- og umhverfisráðs er núna í umsagnarferli. Ég hvet alla til sem vettlingi geta valdið að senda inn athugasemdir þar sem þessari ákvörðun er mótmælt. Ég bendi áhugasömum á að það eru tæknilegar hindranir athugasemdaforminu því gera má ráð fyrir því að enginn nema „aðilar málsins” geti átt gildar athugasemdir. Mikilvægt er að taka fram hvað gerir mann að „aðila málsins”. Notandi sundlaugartúnsins myndi ég ætla að dugði sem rök. Á næstu dögum verður hrint í framkvæmd undirskriftasöfnun gegn þessari ákvörðun. Ég hvet Reykvíkinga alla til að skrifa undir og þegar þar að kemur. Þetta er nú meiri lýðræðisveislan Árið 1990 sölsa íbúar við Einimel 22, 24 og 26 undir sig Víðimýrartúnið og tæpum 20 árum síðar sölsa íbúar við Einimel 18, 20 og 22 undir sig 3.1 metra ræmu af borgarlandi í sama tilgangi. Þessi hegðun hefur á einhvern undarlegan hátt skapað eigendum þessara einbýlishúsa, samningsstöðu sem skilaði sér í niðurstöðu Skipulags- og umhverfisráðs í febrúar 2022. Þessu hljótum við að mótmæla. Ekki bara niðurstöðunni sem slíkri, heldur að ekki eigi að taka mark á frekjugangi og aldrei eigi að gefast upp fyrirfram eins og þessi ákvörðun ber með sér. Þetta mál er líka sérstaklega vont því ákvarðanir Skipulags- og umhverfisráðs eiga ekki að setja borgarana í þessa stöðu sem ég og fleiri erum í. Ég vildi gjarnan gera eitthvað annað en að skrifa þessa grein. Skoðanasystkini mín í hverfinu vildum gjarnan gera eitthvað annað en að grúska í gömlum teikningum og þinglýsingar pappírum. Nú má kalla þetta „lýðræðisveislu” eins og ein stjórnmálakona sagði við mig með gleðiglampa í augunum, (henni fannst stórkostlegt að íbúarnir „standi saman” og „noti lýðræðslegan rétt sinn til mótmæla”) en þetta er engin veisla. Þetta er allt saman svolítið leiðinlegt. Svolítið sorglegt en því miður alveg nauðsynlegt. PS Hægt er að senda inn mótmæli gegn þessari tillögu á netfangið skipulag@reykjavik.is. Höfundur er Vesturbæingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sundlaugar Skipulag Borgarstjórn Deilur um Sundlaugartún Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá ákvað Skipulags- og samgönguráð þann 2. febrúar að gefa eftir væna sneið af túni bak við Vesturbæjarlaug til eigenda 5 einbýlishúsa við Einimel í Reykjavík. Stækkunin nemur 3.1 metrum á kostnað lóðar í eigu Reykvíkinga. Óhætt er að segja að þetta mál hafi mælst illa fyrir enda ekki á hverjum degi sem íbúðareigendum við eina „fínustu” götu í Reykjavík sé gefnir nokkur hundruð fermetrar af einni dýrustu lóð Reykjavíkur. Furðurlegt sleifarlag borgaryfirvalda Þetta mál á sér nokkra forsögu en um árabil hefur stór lóðaskiki úr almannarými bakvið Vesturbæjarlaug verið nýttur af íbúum Einimels 22 - 26. Þessi skiki hefur oft komist í fréttirnar á síðustu árum enda alveg ljóst að íbúarnir á Einimel hafa ekkert tilkall til skikans. Furðulegt sleifarlag í gegnum áratugina hafa valdið því að þetta mál hefur einhvernveginn dagað uppi þar til nú. Raunin er að hús númer 22, 24 og 26 nota langtum stærri lóðir en koma fram á þinglýstum pappírum og lögformlegum lóðamælingum borgarskipulags. Þetta er hægt að sannreyna með því að skoða borgarvefsjá en þar fer ekki milli mála hver á hvað. Þetta má einnig sjá á teikningum téðra húsa og þinglýsingum þeirra. Reykvíkingar eiga þessa lóð sem eigendur húsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa kastað eign sinni á og nota sem skiptimynt í samningum við Reykjavíkurborg. Eigendur Einimels 18 og 20 hafa leikið sama leik en um það er fjallað síðar í greininni. Áætlað verðmæti þessarar höfðinglegu gjafar til handa íbúum þessara húsa nemur á bilinu 15 - 20 milljónum fyrir þessa 388 fermetra. Salómónsdómur og stjórnviska formannsins Mál þetta er með eindæmum og ljóst að formaður Skipulags- og samgönguráðs reyndi eftir megni að kynna þessa veglegu gjöf sem „lausn á töluverðumdeilum” og „miklumdeilum” sem hann sjálfur leysti með stjórnvisku sinni. Þessi Salómonsdómur formanns Skipulags- og samgönguráðs má sjá í fundargerð þar sem ákvörðunin um þessa veglegu gjöf er rökstudd. Sjá mynd: Þessi fundargerð er merkilegt plagg og kemur meira við sögu í þessu máli. Umdeilanlegt tilkall Um leið og fréttir bárust af hinni höfðinglegu gjöf til íbúa Einimels 18 - 26 heyrðust háværar raddir um að það hefðu aldrei verið neinar deilur um þessa lóð og alltaf verið á kristaltæru að Reykvíkingar ættu þessa lóð og íbúar Einimels 18 - 26 hefðu ekkert tilkall til þessa skika þótt þeir hefðu girt af hluta úr borgarlandinu sér til ánægju og upplyftingar. Formaður Samgöngu- og skipulagsráðs var fljótur til svars og benti á að „staðan” væri sú sama og árið 1971 og gerði því skóna að hin mikla deila sem hann vísaði til, væri meira en 50 ára gömul og setti á Facebook vegginn sinn loftmynd frá sama ári þar sem sjá mátti móta fyrir flennistórri lóð sem íbúar á Einimel girtu af fyrir margt löngu. Þetta reyndist röng ályktun hjá formanni Samgöngu- og skipulagsráði. Þessi lóð var þarna löngu áður en húsin við Einimel 22, 24 og 26 voru reist. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá að Víðimýrartúnið var til staðar þegar Einimelur 26 var byggður. Þáverandi gatnamálastjóri tók túnið í „fóstur” og er það upphafið af þessari sögu. Þessi lóð tilheyrði gömlum sveitabæ sem hét Víðimýri sem stóð við Kaplaskjólsveg. Þegar hús númer 26 var reist árið 1990 tók þáverandi íbúi sig til og færði lóðina sína út fyrir þinglýst lóðamörk. Sá var öllum hnútum kunnugur hjá borginni enda starfandi gatnamálastjóri. Mannshöfuð er nokkuð þungt Næsti eigandi af Einimel 26 var Bessí Jóhannesdóttir fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í viðtali við Fréttablaðið í október 2018 sagði Bessi að „þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru“. og ennfremur: „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur“. Sigfús Daðason skáld sagði í ljóði: Mannshöfuð er nokkuð þungt en samt skulum við standa uppréttir og sumarið bætir fyrir flestar syndir okkar. Þetta eru orð að sönnu. Ég skil ekki að ég skil ekki hvernig hægt er að fá það út að vafi leiki á um eignarhald á þessari lóð sem formaður Samgöngu- og skipulagsráðs samþykkir sem skiptimynt í samningum við Reykjavíkurborg. Enginn heldur öðru fram. Ekki nokkur maður, lifandi eða dauður. Afstaða eigenda á skjön við afstöðu ráðsins Nú er ágætt að halda til haga að þessi skiki sem tilheyrði Víðimýrarbænum, stækkar lóðirnar við Einimel 22, 24 og 26 um 388 fermetra. Þetta er flennistórt tún sem minnkar notkunarmöguleika Reykvíkinga umtalsvert enda er túnið bakvið Vesturbæjarlaugina vinsæll samkomustaður þrátt fyrir að nánast ekkert hafi verið gert til að gera hann almennilegan. Hvað varðar lóðirnar við Einimel 18, 20 og 22 er málið enn skýrara. Einimelur 22 er beggja megin borðsins ef svo má að orði komast. Einimelur 22 liggur bæði að gamla Víðimýrartúninu og þeirri fölskvalausu ósvinnu sem hér verður fjallað um. Árið 2009 tóku íbúar í Einimel 18, 20 og 22 sig til og stækkuðu lóðirnar sínar um 3.1 metra inn á tún Vesturbæjarlaugar. Þetta tún tilheyrir Reykvíkingum og það er algerlega óumdeilt. Í umræðum á vesturbæjarsíðunni á Facebook um þessa freklegu landtöku tóku þátt gerendurnir í þessari fléttu. Íbúi á Einimel 18 segir: Annar sem byggði Einimel 22 var bísna skorinortur en hann sagði: Af þessum má sjá að íbúar við Einimel 18, 20 og 22 gerðu sér grein fyrir því að Reykjavíkurborg átti lóðina sem þeir voru að sölsa undir sig. Það er algerlega óumdeilt. Yfirlitsmyndir Hér fyrir neðan má sjá mynd af svæðinu sem íbúar Einimels sölsuðu undir sig. Bláa svæðið eignuðu þáverandi íbúar í húsum númer 22, 24 og 26 sér árið 1990 en rauða svæðið eignuðu íbúar í húsum númer 18, 20 og 22 sér árið 2009. Hérna fyrir neðan má sjá svæðið sem stækkaði lóð Einimels 18, 20 og 22. Skjólveggurinn hægra megin á myndinni markar raunveruleg lóðamörk. Stækkunin er 3.1 metrar sem er sama stækkun og tillaga Skipulags- og samgönguráðs gerir ráð fyrir. Það er nokkuð undarleg tilviljun. Reykjavíkurborg sendi íbúum á Einimel póst um að rífa niður girðinguna árið 2017 en var svarað af lögfræðingum íbúanna. Þar var málið reifað til og frá og þar kemur m.a fram að íbúar á Einimel 22 telja þessa girðingu og lóðina undir henni ekki koma sér við enda reistu þau ekki girðinguna heldur fyrri íbúar. Sjá hér. Samt sem áður er eins og Skipulags- og samgönguráð geri ráð fyrir því að téðir íbúar hafi málstað sem hægt sé að nota sem réttlætingu á því að stækka lóðina þeirra um 3.1 metra. Hvað gerðist eiginlega? Ljóst er að eitthvað hefur gerst frá því að Reykjavíkurborg sendi íbúum Einimels 22, 24 og 26 póst þann 21. júní 2021 og þar til ákvörðun er tekin um að stækka lóðirnar við Einimel 18, 20, 22, 24 og 26 í febrúar 2022. Það er sennilega leyndardómur eins og svo margt annað í lífinu. Það kemur ekki fram í fundargerð Skipulags- og samgönguráðs frá sama tíma. Fundargerðin sem fylgdi ákvörðuninni um stækkun lóðanna innifelur engin rök önnur en þau að „miklar” og „töluverðar“ deilur hafi staðið um þetta svæði. En það er „tóm tjara” eins og sagt er. Það eru engar deilur. Það hafa aldrei verið neinar deilur. Einu rökin sem nefnd eru í lögfræðibréfum íbúanna eru að „falleg tré” eru innan girðingarinnar og að sorglegt væri ef “spjöll á gróðri” hlýst af því ef lóðirnar sem íbúarnir á Einimel sölsuðu undir sig væru færðar til síns réttmæta eigenda (sem er Reykjavíkurborg). Þessu er til að svara að fallegu trén sem minnst er á, standa á landi Reykjavíkur. Eignarhald á umræddum trjám er óumdeilt. Við Reykvíkingar eigum þessi tré. Það er fráleitt að nota þessi fallegu tré sem skiptimynt fyrir samninga við eigendur þessara tráa. Reykvíkingar eiga þessi tré. Ekki íbúar við Einimel. Hættulegt fordæmi Það er athyglisvert að í tillögu Skipulags- og umhverfisráðs gerir ráð fyrir að allar lóðirnar sem snúa að túninu við Vesturbæjarlaug stækki um 3.1 metra. En það er nákvæmlega sama lengd og íbúar Einimels 18, 20 og 22 sölsuðu undir sig árið 2009. Það er eins og sú fjarlægð sé skyndilega orðið að andlagi umræddra breytinga á lóðamörkum. Þetta sætir undrum en tilviljanir eru undursamlegar. Ólafur Kárson ljósvíkingur segir í Ljósi heimsins eftir Halldór Laxness: Kristilegu kærleiksblómin spretta kríng um hitt og þetta. Þarna hittir skáldið naglann á höfuðið. Ljóst er að einhverra hluta vegna fá íbúar téðra húsa upp í hendurnar rök sem eru nógu sterk til að skapa þeim samningsstöðu. Þessi rök þurfa að koma fram. Þetta er stór ákvörðun og hún hefur fordæmisgildi. Ekki er ólíklegt að aðrir íbúar við Einimel sem eiga lóðir að túninu við Vesturbæjarlaug (Einimelur 2, 4, 6, 8, 10, 12 og 14), hafi sterkt mál í höndunum því eitt skal yfir alla ganga, eins og allir vita. Þess utan er hellingur af áþekkum blettum í borginni sem íbúar hafa “tekið í fóstur” og eignað sér á einhvern hátt. Ekki er ólíklegt að samningsstaða borgarinnar veikist til muna nái þessi tillaga Skipulags- og umhverfisráðs fram að ganga. Sendið inn athugasemdir! Ef maður færir þetta mál í huganum frá fínustu götu Vesturbæjar yfir í næstu götu (Kaplaskjóslvegur) og ímyndar sér hvort fjölbýlishúsin þar fengu sömu meðferð frá Skipulags- og umhverfisráði og íbúarnir í einbýlishúsunum við Einimel? Sjáið þið fyrir ykkur að lóðaskiki sem tekin var í „fóstur” af fjölbýlishúsi í 30 ár skapi þeim samningsstöðu gagnvart Reykjavíkurborg sem skili þeim 15 - 20 milljón króna verðmætum? Þessi vonda ákvörðun Skipulags- og umhverfisráðs er núna í umsagnarferli. Ég hvet alla til sem vettlingi geta valdið að senda inn athugasemdir þar sem þessari ákvörðun er mótmælt. Ég bendi áhugasömum á að það eru tæknilegar hindranir athugasemdaforminu því gera má ráð fyrir því að enginn nema „aðilar málsins” geti átt gildar athugasemdir. Mikilvægt er að taka fram hvað gerir mann að „aðila málsins”. Notandi sundlaugartúnsins myndi ég ætla að dugði sem rök. Á næstu dögum verður hrint í framkvæmd undirskriftasöfnun gegn þessari ákvörðun. Ég hvet Reykvíkinga alla til að skrifa undir og þegar þar að kemur. Þetta er nú meiri lýðræðisveislan Árið 1990 sölsa íbúar við Einimel 22, 24 og 26 undir sig Víðimýrartúnið og tæpum 20 árum síðar sölsa íbúar við Einimel 18, 20 og 22 undir sig 3.1 metra ræmu af borgarlandi í sama tilgangi. Þessi hegðun hefur á einhvern undarlegan hátt skapað eigendum þessara einbýlishúsa, samningsstöðu sem skilaði sér í niðurstöðu Skipulags- og umhverfisráðs í febrúar 2022. Þessu hljótum við að mótmæla. Ekki bara niðurstöðunni sem slíkri, heldur að ekki eigi að taka mark á frekjugangi og aldrei eigi að gefast upp fyrirfram eins og þessi ákvörðun ber með sér. Þetta mál er líka sérstaklega vont því ákvarðanir Skipulags- og umhverfisráðs eiga ekki að setja borgarana í þessa stöðu sem ég og fleiri erum í. Ég vildi gjarnan gera eitthvað annað en að skrifa þessa grein. Skoðanasystkini mín í hverfinu vildum gjarnan gera eitthvað annað en að grúska í gömlum teikningum og þinglýsingar pappírum. Nú má kalla þetta „lýðræðisveislu” eins og ein stjórnmálakona sagði við mig með gleðiglampa í augunum, (henni fannst stórkostlegt að íbúarnir „standi saman” og „noti lýðræðslegan rétt sinn til mótmæla”) en þetta er engin veisla. Þetta er allt saman svolítið leiðinlegt. Svolítið sorglegt en því miður alveg nauðsynlegt. PS Hægt er að senda inn mótmæli gegn þessari tillögu á netfangið skipulag@reykjavik.is. Höfundur er Vesturbæingur.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun