Tíu atriði sem við getum gert svo miklu betur í borginni Þorkell Sigurlaugsson skrifar 17. mars 2022 20:01 Nú er komið að lokum spennandi kosningabaráttu Sjálfstæðisfólks fyrir prófkjörið sem haldið verður í Reykjavík föstudag og laugardag. Ég býð mig fram í 2. sæti. Ég kem með nýja reynslu inn í borgarstjórn eftir áratuga störf við stjórnun stærri og smærri fyrirtækja, sprotafyrirtækja og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á flokksstarfinu og er formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Áherslur mínar byggja m.a. á eftirfarandi stefnumiðum Breyta verður áherslum í skipulagsmálum og stjórnun borgarinnar. Draga verður úr forræðishyggju og taka aukið tillit til sjónarmiða þeirra sem búa og starfa í borginni. Stöðva verður flótta fyrirtækja og fólks frá borginni. Setja þarf nýtt byggingarland strax í uppbyggingu samhliða hófstilltri þéttingu byggðar.Mikilvæg fyrirtæki og íbúar hafa verið að flýja borgina undanfarin ár vegna skorts á hagkvæmum og ódýrum íbúðum og byggingarlandi. Bæta verður aðstöðu og þjónustu við fyrirtæki í öllum greinum atvinnurekstrar. Öflug fyrirtæki eru undirstaða atvinnulífs, tekjuöflunar og velferðar hjá borgarbúum. Slakar almenningssamgöngur, ónóg bílastæði og þröng aðkoma hafa reynst mörgum fyrirtækjum kostnaðarsamar. Sýnu verri eru þó afleiðingar sífellt meiri umferðartafa. Skóla- og íþróttamál verði í hávegum höfð. Skólar verða að þjóna einstaka hverfum og börnum, án myglu, og án þess að löng bið verði eftir íþróttaaðstöðu eða leikskólaplássi. Bæta verður þjónustu við eldri borgara. Sinna verður málefnum eldri borgara af meiri framsýni en hingað til, samhliða fjölgun eldra fólks. Byggja þarf upp betri aðstöðu til forvarna og endurhæfingar sem hentar þessum aldurshópum. Sérstaklega þarf að horfa til húsnæðismála. Þá er stórt réttlætismál að dregið verði úr álögum á lífeyrisþega. Burt með biðraðir í velferðarmálum. Velferðarmál skipta höfuðborgarbúa miklu máli og á því sviði þarf að hafa samstarf við stjórnvöld. Verðum að losna við biðraðirnar sem einkenna þessa þjónustu á fjölmörgum sviðum. Lækka verður álögur á þá sem búa við kröppust kjör. Þá verður að endurskoða velferðarkerfið heildstætt og losa um fátæktargildrur innan þess t.d. varðandi fasteignagjöld o.fl. Það á ekki hvað síst við um þann vaxandi fjölda eldri borgara sem býr við fátækt m.a. vegna slakra lífeyrisréttinda, engra launatekna eða fjármagnstekna. Snúa verður vörn í sókn í húsnæðismálum. Uppbygging húsnæðis hefur verið vanrækt og sérstaklega ódýrt húsnæði fyrir yngra fólk og tekjulága. Úr því verður bætt á kjörtímabilinu. Leigumarkaður þarf einnig að vera virkur og öruggari fyrir leigutaka. Endurskoða verður samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins milli ríkis og sveitarfélaga. Endurskoðun er nauðsynleg á nokkrum mikilvægum þáttum og einnig tryggja að framkvæmdir, tíma-, og fjárhagsáætlanir samnings ríkis og sveitarfélaga standist. Flýta verður framkvæmdum fyrir greiðari bifreiðasamgöngur, hjól og gangandi og ekki er hægt að bíða í 15-20 ár eftir fullkláraðri svokallaðri „Borgarlínu“. Allir samgöngumátar eru nauðsynlegir. Þeir eru í óviðunandi ástandi og verða eftir nokkur ár í enn alvarlegra ástandi, nema til komi einfaldari, ódýrari og fljótlegri lausn á góðum samgöngum fyrir alla. Taka verður fjármál borgarinnar föstum tökum. Síðast en ekki síst þarf að bæta fjármálarekstur borgarinnar og snúa við þeirri skuldasöfnun sem hefur viðgengist allt of lengi í boði vinstri meirihluta borgarstjórnar Skortur á allri byggðaþróun og framtíðarsýn fyrir Reykjavík Verulega hefur skort á langtímasýn á þróun borgarinnar til næstu áratuga langt fram eftir þessari öld. Sem dæmi má nefna að Reykjavík hefur dregist aftur úr hvað varðar þróun byggðar, ekki hvað síst vegna seinkunar Sundabrautar yfir í Geldinganes, Álfsnes og Kjalarnes þar sem í heildina litið má byggja tugþúsundir íbúða. Einnig eru möguleikar til frekari byggðar í þéttbýli á landi Keldna, Keldnaholti og í Úlfarsársdal. Frestun Sundabrautar er eitt stærsta hneykslið og þar gerði borgin ekkert til að ýta á eftir verkefninu og þvældist frekar fyrir. Breyttir og betri tímar bíða Reykvíkinga eftir næstu kosningar. Það er kominn tími á nýtt verklag og framtíðarsýn fyrir höfuðborgina á sem flestum sviðum; við viljum koma Reykjavík aftur í fremstu röð. Ég býð mig fram í 2. sætið til að taka þátt í þeirri baráttu. Við getum gert svo miklu betur í borginni! Höfundur er í framboði í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 18-19. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er komið að lokum spennandi kosningabaráttu Sjálfstæðisfólks fyrir prófkjörið sem haldið verður í Reykjavík föstudag og laugardag. Ég býð mig fram í 2. sæti. Ég kem með nýja reynslu inn í borgarstjórn eftir áratuga störf við stjórnun stærri og smærri fyrirtækja, sprotafyrirtækja og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á flokksstarfinu og er formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Áherslur mínar byggja m.a. á eftirfarandi stefnumiðum Breyta verður áherslum í skipulagsmálum og stjórnun borgarinnar. Draga verður úr forræðishyggju og taka aukið tillit til sjónarmiða þeirra sem búa og starfa í borginni. Stöðva verður flótta fyrirtækja og fólks frá borginni. Setja þarf nýtt byggingarland strax í uppbyggingu samhliða hófstilltri þéttingu byggðar.Mikilvæg fyrirtæki og íbúar hafa verið að flýja borgina undanfarin ár vegna skorts á hagkvæmum og ódýrum íbúðum og byggingarlandi. Bæta verður aðstöðu og þjónustu við fyrirtæki í öllum greinum atvinnurekstrar. Öflug fyrirtæki eru undirstaða atvinnulífs, tekjuöflunar og velferðar hjá borgarbúum. Slakar almenningssamgöngur, ónóg bílastæði og þröng aðkoma hafa reynst mörgum fyrirtækjum kostnaðarsamar. Sýnu verri eru þó afleiðingar sífellt meiri umferðartafa. Skóla- og íþróttamál verði í hávegum höfð. Skólar verða að þjóna einstaka hverfum og börnum, án myglu, og án þess að löng bið verði eftir íþróttaaðstöðu eða leikskólaplássi. Bæta verður þjónustu við eldri borgara. Sinna verður málefnum eldri borgara af meiri framsýni en hingað til, samhliða fjölgun eldra fólks. Byggja þarf upp betri aðstöðu til forvarna og endurhæfingar sem hentar þessum aldurshópum. Sérstaklega þarf að horfa til húsnæðismála. Þá er stórt réttlætismál að dregið verði úr álögum á lífeyrisþega. Burt með biðraðir í velferðarmálum. Velferðarmál skipta höfuðborgarbúa miklu máli og á því sviði þarf að hafa samstarf við stjórnvöld. Verðum að losna við biðraðirnar sem einkenna þessa þjónustu á fjölmörgum sviðum. Lækka verður álögur á þá sem búa við kröppust kjör. Þá verður að endurskoða velferðarkerfið heildstætt og losa um fátæktargildrur innan þess t.d. varðandi fasteignagjöld o.fl. Það á ekki hvað síst við um þann vaxandi fjölda eldri borgara sem býr við fátækt m.a. vegna slakra lífeyrisréttinda, engra launatekna eða fjármagnstekna. Snúa verður vörn í sókn í húsnæðismálum. Uppbygging húsnæðis hefur verið vanrækt og sérstaklega ódýrt húsnæði fyrir yngra fólk og tekjulága. Úr því verður bætt á kjörtímabilinu. Leigumarkaður þarf einnig að vera virkur og öruggari fyrir leigutaka. Endurskoða verður samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins milli ríkis og sveitarfélaga. Endurskoðun er nauðsynleg á nokkrum mikilvægum þáttum og einnig tryggja að framkvæmdir, tíma-, og fjárhagsáætlanir samnings ríkis og sveitarfélaga standist. Flýta verður framkvæmdum fyrir greiðari bifreiðasamgöngur, hjól og gangandi og ekki er hægt að bíða í 15-20 ár eftir fullkláraðri svokallaðri „Borgarlínu“. Allir samgöngumátar eru nauðsynlegir. Þeir eru í óviðunandi ástandi og verða eftir nokkur ár í enn alvarlegra ástandi, nema til komi einfaldari, ódýrari og fljótlegri lausn á góðum samgöngum fyrir alla. Taka verður fjármál borgarinnar föstum tökum. Síðast en ekki síst þarf að bæta fjármálarekstur borgarinnar og snúa við þeirri skuldasöfnun sem hefur viðgengist allt of lengi í boði vinstri meirihluta borgarstjórnar Skortur á allri byggðaþróun og framtíðarsýn fyrir Reykjavík Verulega hefur skort á langtímasýn á þróun borgarinnar til næstu áratuga langt fram eftir þessari öld. Sem dæmi má nefna að Reykjavík hefur dregist aftur úr hvað varðar þróun byggðar, ekki hvað síst vegna seinkunar Sundabrautar yfir í Geldinganes, Álfsnes og Kjalarnes þar sem í heildina litið má byggja tugþúsundir íbúða. Einnig eru möguleikar til frekari byggðar í þéttbýli á landi Keldna, Keldnaholti og í Úlfarsársdal. Frestun Sundabrautar er eitt stærsta hneykslið og þar gerði borgin ekkert til að ýta á eftir verkefninu og þvældist frekar fyrir. Breyttir og betri tímar bíða Reykvíkinga eftir næstu kosningar. Það er kominn tími á nýtt verklag og framtíðarsýn fyrir höfuðborgina á sem flestum sviðum; við viljum koma Reykjavík aftur í fremstu röð. Ég býð mig fram í 2. sætið til að taka þátt í þeirri baráttu. Við getum gert svo miklu betur í borginni! Höfundur er í framboði í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 18-19. mars.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun