Bandaríkjamenn telja Kínverja nú þegar hafa ákveðið að koma Pútín til aðstoðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2022 06:31 Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden, stýrði fundinum fyrir Bandaríkin. Kínverjar segja ekkert hæft í ásökunum Bandaríkjamanna um að þeir ætli að aðstoða Rússa. AP/Manuel Balce Ceneta Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar séu nú þegar búnir að ákveða að koma Rússum til bjargar efnahags- og fjárhagslega og séu að íhuga að sjá þeim fyrir vopnum, meðal annars vopnuðum drónum. Frá þessu er greint í erlendum miðlum en fulltrúar ríkjanna tveggja áttu maraþon-fund í Róm í gær. Fundurinn, sem var skipulagður fyrir innrás Rússa í Úkraínu, stóð í sjö tíma og á honum ítrekuðu Bandaríkjamenn þá afstöðu sína að aðstoð við Rússa yrði ekki vel tekið og svarað með afdráttarlausum hætti. Yang Jiechi, fulltrúi stjórnvalda í Kína.AP/Frederic J. Brown Heimildarmenn ítreka að ekki hafi verið um samningafund að ræða, heldur hafi hann snúist um að skýra afstöðu ríkjanna og halda boðleiðum opnum. Bandaríkin geri nú ráð fyrir að fulltrúar Kína snúi heim og beri stjórnvöldum þau skilaboð sem lögð voru upp á fundinum. Guardian hefur eftir heimildarmanni að það hafi komið skýrt fram á fundinum að Kínverjar hefðu þegar ákveðið að veita Rússum efnahags- og fjárhagslega aðstoð. Spurningin sé hins vegar hvort þau gangi lengra og sjái þeim fyrir vopnum. Bandarískir ráðamenn eru sagðir eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir nánara samstarfs Rússa og Kínverja, þar sem Xi Jinping, forseti Kína, sé mjög áfram um að eiga vin í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogarnir tveir hafi fundið sameiginlegan óvin í Bandaríkjamönnum og séu báðir staðráðnir í því að koma Bandaríkjunum úr þeirri yfirburðastöðu sem þau hafa í heiminum. Ef Kínverjar láta sannarlega af því verða að sjá Rússum fyrir vopnum verður það þvert á spár margra sérfræðinga, sem segja Kína betur borgið með því að halda sig á hliðarlínunni og sýna góða ráðsmennsku. Það sé Kínverjum ekki í hag að taka afstöðu með Pútín á þeirri vegferð sem hann er kominn í og verða kenndir við þann hrylling sem nú á sér stað í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Frá þessu er greint í erlendum miðlum en fulltrúar ríkjanna tveggja áttu maraþon-fund í Róm í gær. Fundurinn, sem var skipulagður fyrir innrás Rússa í Úkraínu, stóð í sjö tíma og á honum ítrekuðu Bandaríkjamenn þá afstöðu sína að aðstoð við Rússa yrði ekki vel tekið og svarað með afdráttarlausum hætti. Yang Jiechi, fulltrúi stjórnvalda í Kína.AP/Frederic J. Brown Heimildarmenn ítreka að ekki hafi verið um samningafund að ræða, heldur hafi hann snúist um að skýra afstöðu ríkjanna og halda boðleiðum opnum. Bandaríkin geri nú ráð fyrir að fulltrúar Kína snúi heim og beri stjórnvöldum þau skilaboð sem lögð voru upp á fundinum. Guardian hefur eftir heimildarmanni að það hafi komið skýrt fram á fundinum að Kínverjar hefðu þegar ákveðið að veita Rússum efnahags- og fjárhagslega aðstoð. Spurningin sé hins vegar hvort þau gangi lengra og sjái þeim fyrir vopnum. Bandarískir ráðamenn eru sagðir eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir nánara samstarfs Rússa og Kínverja, þar sem Xi Jinping, forseti Kína, sé mjög áfram um að eiga vin í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogarnir tveir hafi fundið sameiginlegan óvin í Bandaríkjamönnum og séu báðir staðráðnir í því að koma Bandaríkjunum úr þeirri yfirburðastöðu sem þau hafa í heiminum. Ef Kínverjar láta sannarlega af því verða að sjá Rússum fyrir vopnum verður það þvert á spár margra sérfræðinga, sem segja Kína betur borgið með því að halda sig á hliðarlínunni og sýna góða ráðsmennsku. Það sé Kínverjum ekki í hag að taka afstöðu með Pútín á þeirri vegferð sem hann er kominn í og verða kenndir við þann hrylling sem nú á sér stað í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent