„Allir þurfa á smá ást að halda núna“ Elísabet Hanna skrifar 17. mars 2022 06:00 Sjáðu nýja stiklu úr stefnumóta- og raunveruleikaþáttunum Fyrsta blikið sem hefjast á dagskrá Stöðvar 2 föstudaginn25. mars. Íris Dögg Einarsdóttir „Tímasetningin er fullkomin, við þurfum eitthvað hlýtt í hjartað og það er fátt fallegra en fólk í leit að ástinni," segir Ása Ninna Pétursdóttir um nýja seríu Fyrsta bliksins en önnur sería stefnumótaþáttanna byrjar í sýningu á Stöð 2 í næstu viku. Fyrsta sería sló í gegn Þættirnir hófu fyrst göngu sína á skjám landsmanna í lok ágúst í fyrra og fóru viðtökurnar fram úr öllum væntingum. „Við vorum smá stressuð fyrir viðbrögðunum því fólk vissi ekkert hverju það átti von á. Margir eflaust tilbúnir að flokka þáttinn fyrirfram sem svona kjánaþátt, sem hann er alls ekki. Þetta er alvöru mannlífsþáttur sem kallar fram allskonar tilfinningar.“ Lærdóminn við gerð fyrstu seríu segir Ása Ninna mikinn en yfir það heila hafi þau verið sátt með útkomuna. Hún viðurkennir að hún hugsi enn stundum til þátttakendanna í fyrstu seríu. „Já, ég geri það, þetta er bara þannig ferli. Þú tengist fólki, auðvitað mis mikið, en það er svo auðvelt að byrja að þykja vænt um fólk í svona aðstæðum.“ View this post on Instagram A post shared by a (@asaninna) Viðkvæmt en fallegt að fjalla um leitina að ástinni Að opna sig um sín hjartans mál á skjánum segir Ása Ninna stórt skref. Fólk geti fundið fyrir efa við það að opinbera sig, stressi eða jafnvel vonbrigðum með pörunina eða sjálft stefnumótið. Það er mikilvægt fyrir okkur að þátttakendur finni að við berum virðingu fyrir þeim og líðan þeirra. Draumur okkar er auðvitað að allir séu sáttir og njóti en við reynum að útskýra fyrir fólki að allt getur gerst. Þó svo að áhorfendur vonist kannski til þess að allir nái saman segir Ása fegurðina við þættina vera að þeir sýni raunveruleikann en ekki bara það sem gengur vel. „Þú leikstýrir ekkert raunveruleikanum og í leit að ástinni upplifum við allskonar, þetta er ekki alltaf bara rósir og rómantík,“ segir Ása Ninna sem er orðin mjög spennt fyrir að sýna fólki seríu tvö. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fyrstu stiklu úr þáttunum sem byrja í sýningu á Stöð 2 föstudaginn 25. mars. Auðvelt að byrja að halda með pörunum Stórt og þétt teymi kemur að gerð þáttanna og segir Ása það hafa komið skemmtilega á óvart hversu mikið allir sukku sér í stefnumótin og tengdust fólkinu. Það er eitthvað svo magnað að upplifa þetta, sjá kannski hljóðmanninn, sminkuna og myndatökumanninn í áköfum samræðum eftir langan tökudag. Allir byrjaðir að halda svo mikið með fólkinu og pörunum, hver með sína upplifun og skoðun. Þetta er svo mikið alvöru! Allir tengja við leitina að ástinni Ása Ninna starfar einnig sem blaðamaður á Vísi og sér um svæðið Makamál sem tileinkað er ástinni og lífinu. Hugmyndina af stefnumótaþætti segir hún hafa verið lengi að gerjast en uppleggið verið að gefa áhorfendum innsýn inn í íslenskan stefnumótaheim á fallegan hátt. Þarna er ástríðan mín, að sjá fólk brjótast út úr skelinni og segja sögu sína. Opna sig um þetta sem er okkur flestum er mikilvægast, að fá að elska og vera elskuð. Lúðvík Páll Lúðvíksson er framleiðandi þáttanna og segir Ása Ninna það hafa tekið smá tíma að finna rétta aðilann með sér í þetta verkefni. „Ég fann strax að þetta var „rétt match.“ Þetta er fyrsta verkefni mitt í sjónvarpi og Lúlli með mikla og víðtæka reynslu. Við erum bæði drullu þrjósk en á sama tíma bæði mjög metnaðarfull. Ég sá strax að hann deildi með mér þessari ástríðu.“ Lúðvík Páll Lúðvíksson er framleiðandi þáttanna en hann hefur komið víða við í þáttargerð. Meðal þátta sem hann hefur framleitt eru til dæmis Ummerki, Ofsóknir og Spegilmyndin sem hafa allir verið í sýningu á Stöð 2 síðustu misseri. Þrátt fyrir að fólk sé parað saman í þættinum segir Ása Ninna það í raun óraunhæft markmið að ætlast til að úr verði samband hjá öllum. Auðvitað geti það þó gerst og það sé hluti af spennunni og töfrunum. Það sem er mikilvægt fyrir okkur er að fólk skilji að þátturinn snýst ekki um að stefnumótið sé fullkomið og allir byrji saman. Fólkið sjálft, þeirra saga og þeirra leit er það sem þetta snýst um í raun og veru, það er hjartað í þáttunum. Á erfitt með að sleppa tökunum Aðspurð segist Ása sjálf oft eiga erfitt með sleppa tökum eftir stefnumótin og hún elski að fá fréttir af þátttakendunum. „Ég fylgi öllu eftir, þarna á ég stundum erfitt með mig. Mig langaði til dæmis að senda öllum skilaboð strax eftir stefnumótin og viðurkenni að í nokkrum tilfellum réð ég ekki við mig. Sumum heyrði ég svo í daginn eftir, sem er líka kannski full fljótt, en það er erfitt að hemja sig í þessum aðstæðum.“ Margir Í fyrstu seríu kviknuðu allskonar blossar á milli fólks sem ekki alltaf var greint frá í þáttunum að sögn Ásu. Sumir hafa hist aftur utan þáttarins og aðeins byrjað að deita og jafnvel einstaklingar að hitta aðra sem þeir voru ekki upphaflega paraðir með. „Eitt par náði þó saman í lokaþættinum og var það ólýsanleg tilfinning að fá að fylgjast með því,“ segir Ása stolt. Hún segir einnig gaman og áhugavert að sjá hvað gildin geti verið mismunandi á milli kynslóða og hversu ólíkar væntingar og kröfur fólks eru. Íslenski stefnumótamarkaðurinn ómótaður Stefnumótamarkaðinn á Íslandi segir Ása töluvert ólíkan því sem tíðkast erlendis og áhugavert hversu margir hafi til dæmis aldrei farið á stefnumót. „Flestir voru því að stíga hressilega út fyrir þægindarammann sinn og lang flestir þrá að fara á fleiri stefnumót og hitta fólk augliti til auglitis í staðinn fyrir á netinu.“ Tónlistin stal óvænt sviðsljósinu Ljúfir tónar skapa oft ákveðna stemmningu og hughrif en mikill metnaður var lagður í tónlistarvalið frá byrjun. Ásu fannst gaman hversu sterk viðbrögð tónlistin fékk og vill gera fólkinu heima í stofu kleift að fanga stemmninguna og vera með í lagavalinu. „Í þessari seríu er planið að deila lagalistum á Spotify eftir hvern þátt en einnig höfum við verið að kalla eftir tillögum af lögum frá fólki á Instagram síðunni okkar“ Mikil efirvæntingin er fyrir seríu tvö af Fyrsta blikinu sem hefst í næstu viku og segist Ása Ninna mjög spennt að sýna fólki útkomuna. Þátturinn er að þessu sinni tekinn upp á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Óvænt gleði í kringum Fyrsta blikið í bígerð „Það sem er svo fallegt við þættina er að þeir tengja allar kynslóðir. Við vorum alltaf að heyra af svona Fyrsta bliks kvöldum í fyrra þar sem fjölskyldur eða vinir tóku sig saman, horfðu á þáttinn og gerðu sér kvöld úr því. “ Aðspurð hvort að það sé orðin einhvers konar Bachelor stemmning í kringum þættina, segir hún reyndar að fólk sem vilji lifa sig meira inn í þætti geti byrjað að hlakka til. Við erum að undirbúa svolítið skemmtilegt í kringum þættina sem kemur í ljós mjög fljótlega. Get ekki sagt alveg frá því strax en ég lofa mikilli gleði og stemmningu. Þegar Ása Ninna er spurð út í eftirminnilegustu atriði síðustu seríu segir hún mjög erfitt að velja á milli. „Það er eitthvað uppáhalds í öllum þáttunum en auðvitað var svolítið magnað að fá mömmu sína í þáttinn og horfa á hana á stefnumóti, ég neita því ekki,“ segir Ása og hlær. „Þetta var ekki beint rómantískasta deit í heimi svo ekki sé meira sagt en mamma er auðvitað bara best!“ Hvað geta áhorfendur búið sig undir í seríu tvö, er einhver breyting? „Það verður kannski smá breyting, meiri dýpt og meira... allskonar“ segir Ása án þess að vilja gefa of mikið upp. Fólk getur búið sig undir mikla gleði og þetta „feel good“ sem einkennir þáttinn. Þetta verður allur skalinn. Bros, kitl, hlátur og mögulega að fá smá gæsahúð. Held að allir þurfi á smá ást að halda núna. Önnur sería þáttanna fer í loftið á Stöð 2 og Stöð 2+ föstudaginn 25. mars. Íris Dögg Einarsdóttir Stefnumót þáttarins eru að þessu sinni tekin upp á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ og verða alls sextán pör leidd saman á blind stefnumót. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Leit hafin að þátttakendum í aðra seríu af Fyrsta blikinu „Ef þú hefur náð tuttugu ára aldri og ert í leit að ástinni og ævintýrum, þá erum við að leita að þér,“ segir í auglýsingu frá aðstandendum stefnumótaþáttanna Fyrsta blikið. 5. nóvember 2021 15:12 Lokaþáttur Fyrsta bliksins: Mun ástin kvikna í kvöld? Sjöundi og jafnframt lokaþáttur stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið verður vægast sagt forvitnilegur, fyrir margar sakir. 8. október 2021 08:50 Þetta eru einhleypu einstaklingarnir sem fara á stefnumót í Fyrsta blikinu í kvöld 27. ágúst 2021 18:10 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Fyrsta sería sló í gegn Þættirnir hófu fyrst göngu sína á skjám landsmanna í lok ágúst í fyrra og fóru viðtökurnar fram úr öllum væntingum. „Við vorum smá stressuð fyrir viðbrögðunum því fólk vissi ekkert hverju það átti von á. Margir eflaust tilbúnir að flokka þáttinn fyrirfram sem svona kjánaþátt, sem hann er alls ekki. Þetta er alvöru mannlífsþáttur sem kallar fram allskonar tilfinningar.“ Lærdóminn við gerð fyrstu seríu segir Ása Ninna mikinn en yfir það heila hafi þau verið sátt með útkomuna. Hún viðurkennir að hún hugsi enn stundum til þátttakendanna í fyrstu seríu. „Já, ég geri það, þetta er bara þannig ferli. Þú tengist fólki, auðvitað mis mikið, en það er svo auðvelt að byrja að þykja vænt um fólk í svona aðstæðum.“ View this post on Instagram A post shared by a (@asaninna) Viðkvæmt en fallegt að fjalla um leitina að ástinni Að opna sig um sín hjartans mál á skjánum segir Ása Ninna stórt skref. Fólk geti fundið fyrir efa við það að opinbera sig, stressi eða jafnvel vonbrigðum með pörunina eða sjálft stefnumótið. Það er mikilvægt fyrir okkur að þátttakendur finni að við berum virðingu fyrir þeim og líðan þeirra. Draumur okkar er auðvitað að allir séu sáttir og njóti en við reynum að útskýra fyrir fólki að allt getur gerst. Þó svo að áhorfendur vonist kannski til þess að allir nái saman segir Ása fegurðina við þættina vera að þeir sýni raunveruleikann en ekki bara það sem gengur vel. „Þú leikstýrir ekkert raunveruleikanum og í leit að ástinni upplifum við allskonar, þetta er ekki alltaf bara rósir og rómantík,“ segir Ása Ninna sem er orðin mjög spennt fyrir að sýna fólki seríu tvö. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fyrstu stiklu úr þáttunum sem byrja í sýningu á Stöð 2 föstudaginn 25. mars. Auðvelt að byrja að halda með pörunum Stórt og þétt teymi kemur að gerð þáttanna og segir Ása það hafa komið skemmtilega á óvart hversu mikið allir sukku sér í stefnumótin og tengdust fólkinu. Það er eitthvað svo magnað að upplifa þetta, sjá kannski hljóðmanninn, sminkuna og myndatökumanninn í áköfum samræðum eftir langan tökudag. Allir byrjaðir að halda svo mikið með fólkinu og pörunum, hver með sína upplifun og skoðun. Þetta er svo mikið alvöru! Allir tengja við leitina að ástinni Ása Ninna starfar einnig sem blaðamaður á Vísi og sér um svæðið Makamál sem tileinkað er ástinni og lífinu. Hugmyndina af stefnumótaþætti segir hún hafa verið lengi að gerjast en uppleggið verið að gefa áhorfendum innsýn inn í íslenskan stefnumótaheim á fallegan hátt. Þarna er ástríðan mín, að sjá fólk brjótast út úr skelinni og segja sögu sína. Opna sig um þetta sem er okkur flestum er mikilvægast, að fá að elska og vera elskuð. Lúðvík Páll Lúðvíksson er framleiðandi þáttanna og segir Ása Ninna það hafa tekið smá tíma að finna rétta aðilann með sér í þetta verkefni. „Ég fann strax að þetta var „rétt match.“ Þetta er fyrsta verkefni mitt í sjónvarpi og Lúlli með mikla og víðtæka reynslu. Við erum bæði drullu þrjósk en á sama tíma bæði mjög metnaðarfull. Ég sá strax að hann deildi með mér þessari ástríðu.“ Lúðvík Páll Lúðvíksson er framleiðandi þáttanna en hann hefur komið víða við í þáttargerð. Meðal þátta sem hann hefur framleitt eru til dæmis Ummerki, Ofsóknir og Spegilmyndin sem hafa allir verið í sýningu á Stöð 2 síðustu misseri. Þrátt fyrir að fólk sé parað saman í þættinum segir Ása Ninna það í raun óraunhæft markmið að ætlast til að úr verði samband hjá öllum. Auðvitað geti það þó gerst og það sé hluti af spennunni og töfrunum. Það sem er mikilvægt fyrir okkur er að fólk skilji að þátturinn snýst ekki um að stefnumótið sé fullkomið og allir byrji saman. Fólkið sjálft, þeirra saga og þeirra leit er það sem þetta snýst um í raun og veru, það er hjartað í þáttunum. Á erfitt með að sleppa tökunum Aðspurð segist Ása sjálf oft eiga erfitt með sleppa tökum eftir stefnumótin og hún elski að fá fréttir af þátttakendunum. „Ég fylgi öllu eftir, þarna á ég stundum erfitt með mig. Mig langaði til dæmis að senda öllum skilaboð strax eftir stefnumótin og viðurkenni að í nokkrum tilfellum réð ég ekki við mig. Sumum heyrði ég svo í daginn eftir, sem er líka kannski full fljótt, en það er erfitt að hemja sig í þessum aðstæðum.“ Margir Í fyrstu seríu kviknuðu allskonar blossar á milli fólks sem ekki alltaf var greint frá í þáttunum að sögn Ásu. Sumir hafa hist aftur utan þáttarins og aðeins byrjað að deita og jafnvel einstaklingar að hitta aðra sem þeir voru ekki upphaflega paraðir með. „Eitt par náði þó saman í lokaþættinum og var það ólýsanleg tilfinning að fá að fylgjast með því,“ segir Ása stolt. Hún segir einnig gaman og áhugavert að sjá hvað gildin geti verið mismunandi á milli kynslóða og hversu ólíkar væntingar og kröfur fólks eru. Íslenski stefnumótamarkaðurinn ómótaður Stefnumótamarkaðinn á Íslandi segir Ása töluvert ólíkan því sem tíðkast erlendis og áhugavert hversu margir hafi til dæmis aldrei farið á stefnumót. „Flestir voru því að stíga hressilega út fyrir þægindarammann sinn og lang flestir þrá að fara á fleiri stefnumót og hitta fólk augliti til auglitis í staðinn fyrir á netinu.“ Tónlistin stal óvænt sviðsljósinu Ljúfir tónar skapa oft ákveðna stemmningu og hughrif en mikill metnaður var lagður í tónlistarvalið frá byrjun. Ásu fannst gaman hversu sterk viðbrögð tónlistin fékk og vill gera fólkinu heima í stofu kleift að fanga stemmninguna og vera með í lagavalinu. „Í þessari seríu er planið að deila lagalistum á Spotify eftir hvern þátt en einnig höfum við verið að kalla eftir tillögum af lögum frá fólki á Instagram síðunni okkar“ Mikil efirvæntingin er fyrir seríu tvö af Fyrsta blikinu sem hefst í næstu viku og segist Ása Ninna mjög spennt að sýna fólki útkomuna. Þátturinn er að þessu sinni tekinn upp á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Óvænt gleði í kringum Fyrsta blikið í bígerð „Það sem er svo fallegt við þættina er að þeir tengja allar kynslóðir. Við vorum alltaf að heyra af svona Fyrsta bliks kvöldum í fyrra þar sem fjölskyldur eða vinir tóku sig saman, horfðu á þáttinn og gerðu sér kvöld úr því. “ Aðspurð hvort að það sé orðin einhvers konar Bachelor stemmning í kringum þættina, segir hún reyndar að fólk sem vilji lifa sig meira inn í þætti geti byrjað að hlakka til. Við erum að undirbúa svolítið skemmtilegt í kringum þættina sem kemur í ljós mjög fljótlega. Get ekki sagt alveg frá því strax en ég lofa mikilli gleði og stemmningu. Þegar Ása Ninna er spurð út í eftirminnilegustu atriði síðustu seríu segir hún mjög erfitt að velja á milli. „Það er eitthvað uppáhalds í öllum þáttunum en auðvitað var svolítið magnað að fá mömmu sína í þáttinn og horfa á hana á stefnumóti, ég neita því ekki,“ segir Ása og hlær. „Þetta var ekki beint rómantískasta deit í heimi svo ekki sé meira sagt en mamma er auðvitað bara best!“ Hvað geta áhorfendur búið sig undir í seríu tvö, er einhver breyting? „Það verður kannski smá breyting, meiri dýpt og meira... allskonar“ segir Ása án þess að vilja gefa of mikið upp. Fólk getur búið sig undir mikla gleði og þetta „feel good“ sem einkennir þáttinn. Þetta verður allur skalinn. Bros, kitl, hlátur og mögulega að fá smá gæsahúð. Held að allir þurfi á smá ást að halda núna. Önnur sería þáttanna fer í loftið á Stöð 2 og Stöð 2+ föstudaginn 25. mars. Íris Dögg Einarsdóttir Stefnumót þáttarins eru að þessu sinni tekin upp á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ og verða alls sextán pör leidd saman á blind stefnumót. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Leit hafin að þátttakendum í aðra seríu af Fyrsta blikinu „Ef þú hefur náð tuttugu ára aldri og ert í leit að ástinni og ævintýrum, þá erum við að leita að þér,“ segir í auglýsingu frá aðstandendum stefnumótaþáttanna Fyrsta blikið. 5. nóvember 2021 15:12 Lokaþáttur Fyrsta bliksins: Mun ástin kvikna í kvöld? Sjöundi og jafnframt lokaþáttur stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið verður vægast sagt forvitnilegur, fyrir margar sakir. 8. október 2021 08:50 Þetta eru einhleypu einstaklingarnir sem fara á stefnumót í Fyrsta blikinu í kvöld 27. ágúst 2021 18:10 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Leit hafin að þátttakendum í aðra seríu af Fyrsta blikinu „Ef þú hefur náð tuttugu ára aldri og ert í leit að ástinni og ævintýrum, þá erum við að leita að þér,“ segir í auglýsingu frá aðstandendum stefnumótaþáttanna Fyrsta blikið. 5. nóvember 2021 15:12
Lokaþáttur Fyrsta bliksins: Mun ástin kvikna í kvöld? Sjöundi og jafnframt lokaþáttur stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið verður vægast sagt forvitnilegur, fyrir margar sakir. 8. október 2021 08:50
Þetta eru einhleypu einstaklingarnir sem fara á stefnumót í Fyrsta blikinu í kvöld 27. ágúst 2021 18:10