Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2022 14:02 Frá vettvangi á Sogavegi rétt eftir miðnætti í nótt. Lögreglumenn standa fyrir framan bíl ökumannsins og ráða ráðum sínum. Ökumaðurinn hafði á þessum tímapunkti verið fluttur af vettvangi. Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. Fram kom í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun að karlmaður hefði ekið bíl á þrjár mannlausar bifreiðar á Sogavegi. Ökumaður hafi verið fluttur á slysadeild til innlagnar vegna gruns um háorkuáverka. „Altjón varð á tveimur bifreiðum en skemmdir á hinum tveimur voru talsverðar. Ökumaður er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna,“ segir í dagbók lögreglunnar. Ólíklegt má telja að þessi jeppi fari fljótlega aftur á götuna eftir að ekið var á hann af þvílíkum krafti í nótt.Íbúagrúppan 108 Reykjavík Umræða hefur skapast meðal íbúa við Sogaveg og sýnist sitt hverjum. Sumir segja þetta enn eitt dæmið um að umrædd hraðahindrun sé stórhættuleg og nefna fleiri dæmi þar sem bílar „fljúgi“ af hraðahindrunum. „Sýnir bara hvað hraðahindranir geta verið hættulegar. Bílarnir takast á loft,“ segir einn íbúinn. Aðrir botna ekkert í slíkum hugsanahætti og velta fyrir sér hvort hugmyndin sé virkilega sú að fjarlægja hraðahindrun í götu með 30 kílómetra hámarkshraða svo fólk undir áhrifum geti stundað þar ofsaakstur. Umdeilda hraðahindrunin við Sogaveg og tveir skemmdir bílar fyrir aftan.Vísir/Vilhelm Íbúi í hverfinu sem fréttastofa ræddi við varð vitni að atvikinu. Íbúinn segir bílinn hafa verið á mjög mikilli ferð og lætin verið einkar mikil þegar bíllinn skall á mannlausu bílunum. Fleiri dæmi eru um slys á Sogavegi eða að hurð hafi skollið nærri hælum. Þannig var ekið á ökumann vespu á Sogavegi í ágúst 2019. Nokkrum vikum fyrr fór jeppi fram úr fólksbíl sem stöðvað hafði ferð sína á meðan börn ætluðu yfir á gangbraut. Atvikið náðist á myndband. Raunar reynist sumarið 2019 hafa verið stórhættulegt á Sogavegi því í júní það ár var ekið á níu ára stúlku í götunni. Lögreglumál Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á vespu á Sogavegi Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar. 27. ágúst 2019 17:56 Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin. 23. júlí 2019 16:30 Færðu stúlku sem ekið var á nýjan hjálm Betur fór en áhorfðist þegar ekið var á stúlkuna á Sogavegi. 3. júní 2019 16:09 Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. 28. maí 2019 18:34 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fram kom í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun að karlmaður hefði ekið bíl á þrjár mannlausar bifreiðar á Sogavegi. Ökumaður hafi verið fluttur á slysadeild til innlagnar vegna gruns um háorkuáverka. „Altjón varð á tveimur bifreiðum en skemmdir á hinum tveimur voru talsverðar. Ökumaður er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna,“ segir í dagbók lögreglunnar. Ólíklegt má telja að þessi jeppi fari fljótlega aftur á götuna eftir að ekið var á hann af þvílíkum krafti í nótt.Íbúagrúppan 108 Reykjavík Umræða hefur skapast meðal íbúa við Sogaveg og sýnist sitt hverjum. Sumir segja þetta enn eitt dæmið um að umrædd hraðahindrun sé stórhættuleg og nefna fleiri dæmi þar sem bílar „fljúgi“ af hraðahindrunum. „Sýnir bara hvað hraðahindranir geta verið hættulegar. Bílarnir takast á loft,“ segir einn íbúinn. Aðrir botna ekkert í slíkum hugsanahætti og velta fyrir sér hvort hugmyndin sé virkilega sú að fjarlægja hraðahindrun í götu með 30 kílómetra hámarkshraða svo fólk undir áhrifum geti stundað þar ofsaakstur. Umdeilda hraðahindrunin við Sogaveg og tveir skemmdir bílar fyrir aftan.Vísir/Vilhelm Íbúi í hverfinu sem fréttastofa ræddi við varð vitni að atvikinu. Íbúinn segir bílinn hafa verið á mjög mikilli ferð og lætin verið einkar mikil þegar bíllinn skall á mannlausu bílunum. Fleiri dæmi eru um slys á Sogavegi eða að hurð hafi skollið nærri hælum. Þannig var ekið á ökumann vespu á Sogavegi í ágúst 2019. Nokkrum vikum fyrr fór jeppi fram úr fólksbíl sem stöðvað hafði ferð sína á meðan börn ætluðu yfir á gangbraut. Atvikið náðist á myndband. Raunar reynist sumarið 2019 hafa verið stórhættulegt á Sogavegi því í júní það ár var ekið á níu ára stúlku í götunni.
Lögreglumál Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á vespu á Sogavegi Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar. 27. ágúst 2019 17:56 Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin. 23. júlí 2019 16:30 Færðu stúlku sem ekið var á nýjan hjálm Betur fór en áhorfðist þegar ekið var á stúlkuna á Sogavegi. 3. júní 2019 16:09 Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. 28. maí 2019 18:34 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ekið á vespu á Sogavegi Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar. 27. ágúst 2019 17:56
Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin. 23. júlí 2019 16:30
Færðu stúlku sem ekið var á nýjan hjálm Betur fór en áhorfðist þegar ekið var á stúlkuna á Sogavegi. 3. júní 2019 16:09
Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. 28. maí 2019 18:34