Innlent

Lögregla með viðbúnað í Lágmúla

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Lögreglumenn fóru meðal annars inn í húsnæði Lækningar. 
Lögreglumenn fóru meðal annars inn í húsnæði Lækningar.  Vísir/Vilhelm

Lögregla er nú að störfum við Lágmúla 5 en hún var kölluð út þangað skömmu fyrir klukkan tíu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var að minnsta kosti einn handtekinn á vettvangi.

Aðalvarðstjóri vildi ekki gefa upp tilefni útkallsins þegar fréttastofa leitaði upplýsinga og sagði aðeins að um verkefni í vinnslu væri að ræða. Þá gat hann ekki staðfest að einhver hafi verið handtekinn. 

Nokkur fyrirtæki eru til húsa að Lágmúla 5, þar á meðal verslunin Lyfja, læknastofan Lækning og Skurðstofan ehf. 

Uppfært 17:00:

Ekki hefur náðst í lögreglu í dag vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 

Einn var handtekinn á staðnum. Vísir/Vilhelm

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×