Telur hugsanlegt að um 70% landsmanna hafi smitast Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. mars 2022 14:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir segir mikilvægt að fólk átti sig á að COVID-19 sé enn stórt heilbrigðisvandamál á Íslandi og að mikilvægt sé að tefja úbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áætlar að fjöldi þeirra sem hafi smitast af kórónuveirunni sé um tvöfalt meiri en hafi formlega greinst sýktur. Hugsanlegt sé að um 70% landsmanna hafi nú þegar smitast af COVID-19. Þess vegna sé ekki óvarlegt að ætla að hámarki faraldursins verði náð innan tveggja til þriggja vikna og að í framhaldi af því fari nýgreiningum að fækka. Þetta kemur fram í nýjum pistli sem Þórólfur skrifar og birtir á COVID.is. Þórólfur segir að veiran sé í mikilli útbreiðslu þessa dagana. Hann vill halda því til haga að þrátt fyrir að heildarfjöldi tekinna sýna í samfélaginu hafi fækkað þýði það ekki að daglegum smitum hafi fækkað. Þórólfur segir álagið í heilbrigðiskerfinu vera mikið. „Á Landspítala leggjast nú inn um 10 einstaklingar daglega með eða vegna COVID-19 en heldur færri útskrifast. Í dag liggja inn á spítalanum 55 manns með/vegna sjúkdómsins og þar af þrír á gjörgæsludeild, allir á öndunarvél.“ Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru nú sjö inniliggjandi með sjúkdóminn og þar af er einn á gjörgæsludeild í öndunarvél. „Þannig er COVID-19 ennþá að valda alvarlegum veikindum þó þau séu hlutfallslega fátíðari en í fyrri bylgjum faraldursins.“ Fólk þurfi að átta sig á að COVID-19 sé enn alvarlegt vandamál Hann segir mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að COVID-19 sé á þessum tímapunkti enn stórt heilbrigðisvandamál á Íslandi þrátt fyrir að opinberum sóttvarnaráðstöfunum í samfélaginu hafi verið aflétt. „Því eru allir hvattir til að viðhafa áfram einstaklingsbundnar sóttvarnir sem miða að því að tefja útbreiðslu COVID-19 og þar með koma í veg fyrir óviðráðanlegt álag á heilbrigðiskerfi okkar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38 3.367 greindust innanlands í gær 3.367 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim greindust 3.215 í hraðprófum og 152 í PCR-prófi. 1. mars 2022 12:10 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum pistli sem Þórólfur skrifar og birtir á COVID.is. Þórólfur segir að veiran sé í mikilli útbreiðslu þessa dagana. Hann vill halda því til haga að þrátt fyrir að heildarfjöldi tekinna sýna í samfélaginu hafi fækkað þýði það ekki að daglegum smitum hafi fækkað. Þórólfur segir álagið í heilbrigðiskerfinu vera mikið. „Á Landspítala leggjast nú inn um 10 einstaklingar daglega með eða vegna COVID-19 en heldur færri útskrifast. Í dag liggja inn á spítalanum 55 manns með/vegna sjúkdómsins og þar af þrír á gjörgæsludeild, allir á öndunarvél.“ Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru nú sjö inniliggjandi með sjúkdóminn og þar af er einn á gjörgæsludeild í öndunarvél. „Þannig er COVID-19 ennþá að valda alvarlegum veikindum þó þau séu hlutfallslega fátíðari en í fyrri bylgjum faraldursins.“ Fólk þurfi að átta sig á að COVID-19 sé enn alvarlegt vandamál Hann segir mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að COVID-19 sé á þessum tímapunkti enn stórt heilbrigðisvandamál á Íslandi þrátt fyrir að opinberum sóttvarnaráðstöfunum í samfélaginu hafi verið aflétt. „Því eru allir hvattir til að viðhafa áfram einstaklingsbundnar sóttvarnir sem miða að því að tefja útbreiðslu COVID-19 og þar með koma í veg fyrir óviðráðanlegt álag á heilbrigðiskerfi okkar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38 3.367 greindust innanlands í gær 3.367 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim greindust 3.215 í hraðprófum og 152 í PCR-prófi. 1. mars 2022 12:10 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38
3.367 greindust innanlands í gær 3.367 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim greindust 3.215 í hraðprófum og 152 í PCR-prófi. 1. mars 2022 12:10