Merkel fylgist áhyggjufull með þróuninni Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 09:56 Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz tók nýverið við embætti kanslara af Angelu Merkel. AP Angela Merkel, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og stendur að sögn þýskra miðla þétt við bakið á sporgöngumanni sínum í embætti, Olaf Scholz kanslara. „Árás Rússlands markar djúpstæðan brest í sögu Evrópu eftir endalok kalda stríðsins,“ sagði Merkel í samtali við DPA. „Það er ekkert sem réttlætir svona ótvírætt brot á þjóðarrétti og ég fordæmi það alfarið. Á þessari skelfilegu stund hugsa ég til og stend með úkraínsku þjóðinni og forseta hennar Vlodomír Selenskí.“ Merkel segir að hún muni styðja alla viðleitni Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins til að stöðva innrás Rússa. Hún sé að fylgjast með framvindunni - mjög áhyggjufull og full samúðar. Í embættistíð sinni átti Merkel jafnan tiltölulega gott samband við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og er hún sögð hafa lagt á það sérstaka áherslu að halda tengslunum í sem bestum farvegi. Kanslaraskiptin 2005. Gerhard Schröder og Angela Merkel.visir Af öðrum fyrrverandi könslurum er það að segja að Gerhard Schröder, sem var kanslari á undan Merkel frá 1998-2005, er stjórnarformaður rússneska ríkisfyrirtækisins Gazprom og er mikilvirkur leikandi í rússneska orkugeiranum. Gazprom flytur gas til Evrópu. Hann er gagnrýndur þessi dægrin fyrir hollustu sína við Rússa en eins og þekkt er snúast yfirstandandi átök ekki síst um umsvif Rússa í orkuviðskiptum við Evrópu. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Rússland Úkraína Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
„Árás Rússlands markar djúpstæðan brest í sögu Evrópu eftir endalok kalda stríðsins,“ sagði Merkel í samtali við DPA. „Það er ekkert sem réttlætir svona ótvírætt brot á þjóðarrétti og ég fordæmi það alfarið. Á þessari skelfilegu stund hugsa ég til og stend með úkraínsku þjóðinni og forseta hennar Vlodomír Selenskí.“ Merkel segir að hún muni styðja alla viðleitni Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins til að stöðva innrás Rússa. Hún sé að fylgjast með framvindunni - mjög áhyggjufull og full samúðar. Í embættistíð sinni átti Merkel jafnan tiltölulega gott samband við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og er hún sögð hafa lagt á það sérstaka áherslu að halda tengslunum í sem bestum farvegi. Kanslaraskiptin 2005. Gerhard Schröder og Angela Merkel.visir Af öðrum fyrrverandi könslurum er það að segja að Gerhard Schröder, sem var kanslari á undan Merkel frá 1998-2005, er stjórnarformaður rússneska ríkisfyrirtækisins Gazprom og er mikilvirkur leikandi í rússneska orkugeiranum. Gazprom flytur gas til Evrópu. Hann er gagnrýndur þessi dægrin fyrir hollustu sína við Rússa en eins og þekkt er snúast yfirstandandi átök ekki síst um umsvif Rússa í orkuviðskiptum við Evrópu.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Rússland Úkraína Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira