Ráðuneyti í lögvillu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2022 15:01 Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra. Í bréfinu, sem er skrifað fyrir hönd Lilju Alfreðsdóttur ráðherra, gengur ráðuneytið út frá því að ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis séu það sem lýst er sem „sjálfstæðum stjórnvöldum á vegum framkvæmdarvaldsins sem undanskilin eru ábyrgð ráðherra“ (bls. 4). Þetta er grundvallarmisskilningur á stjórnskipulegri stöðu þessara stofnana. „Embætti umboðsmanns hefur sérstöðu í samanburði við aðrar stofnanir ríkisins þegar litið er til þrískiptingar ríkisvaldsins. Það er hvorki dómstóll né stjórnvald og ekki heldur beinn hluti af löggjafarvaldinu eða þátttakandi í öðrum verkefnum Alþingis, heldur stofnun sem starfar í umboði og á vegum þess,“ skrifar Björg Thorarensen, hæstaréttardómari og fyrrverandi prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, í bók sinni Stjórnskipunarréttur: Undirstöður og handhafar ríkisvalds (bls. 586). Hið sama á við um Ríkisendurskoðun sem einnig starfar á vegum Alþingis og í umboði þess, ekki á vegum framkvæmdarvaldsins. Árið 1986 var Ríkisendurskoðun færð sérstaklega frá fjármálaráðuneytinu og undir Alþingi með lagabreytingum sem þjónuðu þeim tilgangi að styrkja sjálfstæði stofnunarinnar. „Þannig var hún færð frá framkvæmdarvaldinu yfir á svið löggjafarvaldsins,“ skrifar Björg Thorarensen (bls. 593). Raunar er mælt skýrt fyrir um það í stjórnarskrá (43. gr.) að endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skuli fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess. Flutningur ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra er annað dæmi af tveimur þar sem lagaákvæði eru túlkuð með ævintýralegum hætti til að sveigja frá meginreglu starfsmannalaga um að laus embætti skuli auglýst (reglu sem snýst ekki síst um jafnræði borgaranna gagnvart hinu opinbera og að þeir sem hafa hug á tilteknu embætti eða starfi eigi kost á að sækja um það). Í hinu tilvikinu er tímabundin setning nýs ráðuneytisstjóra í háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu réttlætt með vísan til 24. gr. starfsmannalaga, lagaákvæðis sem á að túlka þröngt og tekur til aðstæðna þar sem embættismaður hefur fallið frá, ekki þegar skipað er eða sett í nýtt embætti. Það er áhyggjuefni ef handhafar ríkisvalds vinna út frá röngum skilningi á stjórnskipulegri stöðu eftirlitsstofnana Alþingis og enn verra ef uppstokkun stjórnarráðsins er notuð sem skálkaskjól til að teygja og sveigja lög og reglur og endurskilgreina valdmörkin í íslensku samfélagi. Við það verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra. Í bréfinu, sem er skrifað fyrir hönd Lilju Alfreðsdóttur ráðherra, gengur ráðuneytið út frá því að ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis séu það sem lýst er sem „sjálfstæðum stjórnvöldum á vegum framkvæmdarvaldsins sem undanskilin eru ábyrgð ráðherra“ (bls. 4). Þetta er grundvallarmisskilningur á stjórnskipulegri stöðu þessara stofnana. „Embætti umboðsmanns hefur sérstöðu í samanburði við aðrar stofnanir ríkisins þegar litið er til þrískiptingar ríkisvaldsins. Það er hvorki dómstóll né stjórnvald og ekki heldur beinn hluti af löggjafarvaldinu eða þátttakandi í öðrum verkefnum Alþingis, heldur stofnun sem starfar í umboði og á vegum þess,“ skrifar Björg Thorarensen, hæstaréttardómari og fyrrverandi prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, í bók sinni Stjórnskipunarréttur: Undirstöður og handhafar ríkisvalds (bls. 586). Hið sama á við um Ríkisendurskoðun sem einnig starfar á vegum Alþingis og í umboði þess, ekki á vegum framkvæmdarvaldsins. Árið 1986 var Ríkisendurskoðun færð sérstaklega frá fjármálaráðuneytinu og undir Alþingi með lagabreytingum sem þjónuðu þeim tilgangi að styrkja sjálfstæði stofnunarinnar. „Þannig var hún færð frá framkvæmdarvaldinu yfir á svið löggjafarvaldsins,“ skrifar Björg Thorarensen (bls. 593). Raunar er mælt skýrt fyrir um það í stjórnarskrá (43. gr.) að endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skuli fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess. Flutningur ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra er annað dæmi af tveimur þar sem lagaákvæði eru túlkuð með ævintýralegum hætti til að sveigja frá meginreglu starfsmannalaga um að laus embætti skuli auglýst (reglu sem snýst ekki síst um jafnræði borgaranna gagnvart hinu opinbera og að þeir sem hafa hug á tilteknu embætti eða starfi eigi kost á að sækja um það). Í hinu tilvikinu er tímabundin setning nýs ráðuneytisstjóra í háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu réttlætt með vísan til 24. gr. starfsmannalaga, lagaákvæðis sem á að túlka þröngt og tekur til aðstæðna þar sem embættismaður hefur fallið frá, ekki þegar skipað er eða sett í nýtt embætti. Það er áhyggjuefni ef handhafar ríkisvalds vinna út frá röngum skilningi á stjórnskipulegri stöðu eftirlitsstofnana Alþingis og enn verra ef uppstokkun stjórnarráðsins er notuð sem skálkaskjól til að teygja og sveigja lög og reglur og endurskilgreina valdmörkin í íslensku samfélagi. Við það verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar