Drew Barrymore og leikarinn Luke Wilson kynntust við tökur á kvikmyndinni Home Fries árið 1997 og byrjuðu fljótlega saman.
„Þegar við hittumst fyrst vorum við ung og villt,“ rifjar Barrymore upp.
Það var einmitt Luke Wilson sem kynnti þær Barrymore og Hudson fyrir hvor annarri á bar í Santa Monica þegar þau Wilson og Hudson léku saman í myndinni Alex & Emma.
Í þættinum hlægja þær vinkonur yfir því að hafa báðar átt í opnu sambandi við Wilson bræður.
„Við vorum saman en ég held hann hafi verið að deita fleiri. Þetta var opið samband, við vorum svo ung,“ segir Barrymore. Hudson hlær þá og bætir við að „hún hafi líka verið á þessum stað með öðrum Wilson,“ og á þá við leikarann Owen Wilson.
Hudson og Wilson kynntust við tökur á kvikmyndinni You, Me & Dupree árið 2006 og varði samband þeirra í um tvö ár.
„Þetta er svo fyndið því þegar maður er ungur þá er svo lítið í húfi. Við vorum bara ung að hafa gaman og leika okkur. Við vorum ekkert að taka þessu alvarlega, þetta var svo gaman og við skemmtum okkur svo vel,“ segir Barrymore.
„Já það er rétt við skemmtum okkur svo vel,“ tekur Hudson und