Af hverju er þér illa við láglaunafólk, Friðrik? Flosi Eiríksson skrifar 25. janúar 2022 12:00 Almennt ætti maður að fagna því þegar forystufólk tekur þátt í opinberri umræðu, gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum og talar máli sinna félagsmanna. Sú gleði hverfur þó fljótt við að lesa sjónarmið Friðriks Jónssonar formanns BHM. Byrjum á fullyrðingum hans um að „lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir“ - Grundvöllur samninganna voru krónutöluhækkanir, sem áttu að skila hlutfallslega meiri kjarabótum fyrir láglaunafólk, en einnig skapa grundvöll fyrir vaxtalækkunum. Þróun ráðstöfunartekna sýnir að markmiðið gekk eftir, krónutölur tryggðu meiri hækkanir lægstu launa en áhrif vaxta voru meiri hjá þeim tekjuhærri. En þetta er ekki einu sinni svona, því þrátt fyrir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir á almennum markaði, þá var sú leið notuð í samningum BHM að gera duldar prósentubreytingar á launatöxtum, sem voru hærri en samið var um á almenna markaðnum. Því til viðbótar var samið um meiri styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Það sem eftir stendur af þessu hjá Friðrik er að hans fólk fékk ekki krónutöluhækkanir heldur prósentuhækkanir og naut einnig góðs af vaxtalækkunum ásamt fleiri atriðum sem samið var um í Lífskjarasamningum og nýtist hans félagsmönnum vel, eins og flestum landsmönnum. Réttara væri að segja að Lífskjarasamningarnir hafi verið sérstaklega „hagfelldir fyrir háskólafólk“. Friðrik snýr sér síðan að því að fara yfir að „munur á ráðstöfunartekjum eftir menntastigi hefur enda minnkað til muna og er orðinn lítill í alþjóðlegum samanburði.“ Hér er klassískur söngur um að ekki borgi sig að afla sér menntunar á Íslandi. Samanburður á ráðstöfunartekjum nýtist illa til að kanna hvort svo sé. Til að skoða hvort háskólamenntun borgi sig er eðlilegra að skoða laun hjá launafólki. Slíkur samanburður sýnir að hlutfallslegur munur milli menntahópa er meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2018 var miðgildi tímakaups háskólamenntaðra 60% hærra en hjá grunnskólamenntuðum. Á hinum Norðurlöndunum er munurinn 27%-44%.Það er því af og frá að lítill sem enginn hvati sé hér á landi til að sækja sér háskólamenntun. Munurinn er vissulega minni en í mörgum löndum, en meiri en á Norðurlöndunum enda munurinn gjarnan minni í löndum þar sem stéttarfélög hafa sterka samningsstöðu. Þetta eru líka löndin þar sem háskólafólk hefur hve best lífskjör, íslenskir sérfræðingar sækja í litlum mæli til Rúmeníu, Tyrklands og Albaníu þó þar hafi háskólamenntaðir 125% hærra tímakaup en grunnskólamenntaðir. Þessi gamla mýta um að það borgi sig ekki að mennta sig á Íslandi er býsna lífsseig og brenglar alla umræðu um menntun, gildi menntunar, laun og lífskjör á Íslandi. Það er hins vegar mikið umhugsunarefni að formaður BHM skuli setja það fram sem stórkostlegt vandamál að lagt hafi verið upp með að lægstu launin hafi hækkað meira hlutfallslega en önnur laun í síðustu kjarasamningum og slíkt megi ekki endurtaka sig. Um leið og hann ítrekar þá skoðun sína að launabilið milli grunnskólamenntaðara og þeirra sem hafa sótt sér háskólamenntun megi alls ekki minnka. Að það sé einhvers konar grundvallaratriði að halda stórum hópum í samfélaginu niðri, á lágum launum. Hvaðan kemur það? Af hverju er þér svona illa við láglaunafólk Friðrik? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Almennt ætti maður að fagna því þegar forystufólk tekur þátt í opinberri umræðu, gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum og talar máli sinna félagsmanna. Sú gleði hverfur þó fljótt við að lesa sjónarmið Friðriks Jónssonar formanns BHM. Byrjum á fullyrðingum hans um að „lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir“ - Grundvöllur samninganna voru krónutöluhækkanir, sem áttu að skila hlutfallslega meiri kjarabótum fyrir láglaunafólk, en einnig skapa grundvöll fyrir vaxtalækkunum. Þróun ráðstöfunartekna sýnir að markmiðið gekk eftir, krónutölur tryggðu meiri hækkanir lægstu launa en áhrif vaxta voru meiri hjá þeim tekjuhærri. En þetta er ekki einu sinni svona, því þrátt fyrir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir á almennum markaði, þá var sú leið notuð í samningum BHM að gera duldar prósentubreytingar á launatöxtum, sem voru hærri en samið var um á almenna markaðnum. Því til viðbótar var samið um meiri styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Það sem eftir stendur af þessu hjá Friðrik er að hans fólk fékk ekki krónutöluhækkanir heldur prósentuhækkanir og naut einnig góðs af vaxtalækkunum ásamt fleiri atriðum sem samið var um í Lífskjarasamningum og nýtist hans félagsmönnum vel, eins og flestum landsmönnum. Réttara væri að segja að Lífskjarasamningarnir hafi verið sérstaklega „hagfelldir fyrir háskólafólk“. Friðrik snýr sér síðan að því að fara yfir að „munur á ráðstöfunartekjum eftir menntastigi hefur enda minnkað til muna og er orðinn lítill í alþjóðlegum samanburði.“ Hér er klassískur söngur um að ekki borgi sig að afla sér menntunar á Íslandi. Samanburður á ráðstöfunartekjum nýtist illa til að kanna hvort svo sé. Til að skoða hvort háskólamenntun borgi sig er eðlilegra að skoða laun hjá launafólki. Slíkur samanburður sýnir að hlutfallslegur munur milli menntahópa er meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2018 var miðgildi tímakaups háskólamenntaðra 60% hærra en hjá grunnskólamenntuðum. Á hinum Norðurlöndunum er munurinn 27%-44%.Það er því af og frá að lítill sem enginn hvati sé hér á landi til að sækja sér háskólamenntun. Munurinn er vissulega minni en í mörgum löndum, en meiri en á Norðurlöndunum enda munurinn gjarnan minni í löndum þar sem stéttarfélög hafa sterka samningsstöðu. Þetta eru líka löndin þar sem háskólafólk hefur hve best lífskjör, íslenskir sérfræðingar sækja í litlum mæli til Rúmeníu, Tyrklands og Albaníu þó þar hafi háskólamenntaðir 125% hærra tímakaup en grunnskólamenntaðir. Þessi gamla mýta um að það borgi sig ekki að mennta sig á Íslandi er býsna lífsseig og brenglar alla umræðu um menntun, gildi menntunar, laun og lífskjör á Íslandi. Það er hins vegar mikið umhugsunarefni að formaður BHM skuli setja það fram sem stórkostlegt vandamál að lagt hafi verið upp með að lægstu launin hafi hækkað meira hlutfallslega en önnur laun í síðustu kjarasamningum og slíkt megi ekki endurtaka sig. Um leið og hann ítrekar þá skoðun sína að launabilið milli grunnskólamenntaðara og þeirra sem hafa sótt sér háskólamenntun megi alls ekki minnka. Að það sé einhvers konar grundvallaratriði að halda stórum hópum í samfélaginu niðri, á lágum launum. Hvaðan kemur það? Af hverju er þér svona illa við láglaunafólk Friðrik? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun