Jöfnunarsjóður sniðgengur börnin í borginni þrátt fyrir 83 milljarða framlag borgarbúa á næsta kjörtímabili Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 10. janúar 2022 11:01 Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið í landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er bláköld staðreynd þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi lang mest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði. Í greinagerð með fjárhagsáætlun borgarinnar 2021 kemur fram að Reykjavíkurborg mun greiða rúmlega 50 milljarða í Jöfnunarsjóð Sveitarfélaga á næsta kjörtímabili í formi útsvars. Á sama tímabili fær borgin tæpa 27 milljarða úr sjóðnum en langstærsti hluti er framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda. Greiðsla Reykjavíkurborgar inn í sjóðinn umfram framlög eru tæplega 24 milljarðar og munar það mestu um að borgin fær ekki framlag til grunnskólanna. Í fjármálaáætlun ríkisins fyrir næsta kjörtímabil er ráðgert mótframlag ríkisins verði 93 milljarðar inn í Jöfnunarsjóð. Þar sem Reykvíkingar eru um 36% landsmanna má áætla að hluti borgarbúa í mótframlagi ríkisins sé rúmlega 33 milljarðar af þessum 93 milljörðum. Á næsta kjörtímabili munu að öllu óbreyttu reykvískir launþegar borga 83 milljarða króna inn í Jöfnunarsjóð en fá aðeins 27 milljarða úr honum. Íbúar Reykjavíkur munu niðurgreiða þjónustu annarra sveitarfélaga um rúma 56 milljarða á komandi kjörtímabili. Á sama tíma er Garðabær að þiggja meira úr sjóðnum en hann leggur inn á meðan hann fullnýtir ekki tekjustofna sína. Til að setja tölurnar í samhengi þá kemur fram í stefnu Reykjavíkur í íþróttamálum til 2030 og forgangsröðun við uppbyggingu mannvirkja listi yfir 18 íþróttamannvirki sem samtals er áætlað kosti 20 milljarða, sem dæmi fimleika og danshús í Breiðholti, fjögur fjölnota knatthús, tennishús og keilusal. Það væri líka hægt borga frístundakortið í 100 ár fyrir þessa fjárhæð. Reykjavíkurborg hefur gætt þess vel að börnin í borginni líði ekki fyrir þessa mismunun sem ríkisvaldið beitir þau á grundvelli búsetu og uppruna. Þessi sérkennilega afstaða Jöfnunarsjóðs er pólitísk ákvörðun og kemur harkalega niður á fjárhag borgarinnar. Fróðlegt væri að heyra útskýringar ráðherra barnamála á því af hverju hann gerði ekkert í því síðasta kjörtímabil að rétta hag barna í Reykjavík. Svo því sé líka haldið til haga hefur Framsóknarflokkurinn forðast að taka á sameiningu minni sveitarfélaga, gefið þeim of frjálsar hendur og því sitjum við uppi með of mörg, of fámenn sveitarfélög sem hafa ekki burði til að sinna verkefnum sínum. Börn okkar allra skipta máli Mikið hefur áunnist fyrir börn með annað móðurmál en íslensku undanfarin ár. Þegar ég fluttist í Breiðholtið fyrir tæpum 10 árum vakti athygli mína visst andvaraleysi í málefnum þessa viðkvæma hóps. Ég vildi sjá úrbætur, fá áheyrn og sjá breytingar en fyrsta fjölmenningarhátíðin, af þremur, var haldin í Breiðholtsskóla árið 2015. Með þeim náðum við að vekja athygli á jákvæðan hátt á þeim falda félagsauð sem er í hverfinu. Markmiðið var að tengjast betur foreldrum barnanna, virkja þau til þátttöku samhliða því að þau myndu bera strax í upphafi virðingu fyrir ólíkum uppruna, tungumálum og hvað geri þau að þeim einstaklingum sem þau eru. Í tölulegum upplýsingum sem Skóla- og frístundasvið heldur úti má sjá línulega fjölgun fjöltyngdra barna í leik- og grunnskólum borgarinnar frá árinu 2016. Hvergi á Íslandi er fjölbreyttari samsetning íbúa en í hverfinu mínu, Breiðholti. Þegar horft er á fjölgun barna yfir sama tímabil í grunnskólum borgarinnar þá eru tæplega 3 þúsund börn á árinu 2020 með annað móðurmál en íslensku í skólum borgarinnar. Jöfnunarsjóður greiðir 130 þúsund krónur með hverju barni í öðrum sveitarfélögum en Reykjavik og því verða börn af erlendum uppruna af 390 milljónum króna bara fyrir árið 2020. Samtals frá árinu 2016 eru þetta rúmlega 1,1 milljarður króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið sniðgengin um og fjölmennasti hópurinn býr í hverfinu mínu. Börnum hefur fjölgað út um alla borg, í leik- og grunnskólum og frístundastarfi tala fleiri en eitt tungumál heima hjá sér. Reykjavíkurborg forgangsraðar í þágu barna Borgin hefur síðan 2015 lyft grettistaki í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku þrátt fyrir að vera svikin um framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ár eftir ár. Miðja máls og læsis tók til starfa árið 2015 en það er þekkingarteymi sem fer á vettvang og veitir kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi stuðning, ráðgjöf og fræðslu til að efla íslenskukennslu. Þetta teymi heldur meðal annars utanum verkefni Brúarsmiði sem snýst um að byggja brú milli fjöltyngdra barna, foreldra þeirra og fagfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Á síðasta ári var samþykkt í borgarstjórn aðgerðaáætlun til næstu þriggja ára til að efla íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku en upphæðin í heild eru 429 m. kr. sem er um helmings hækkun á því fjármagni sem nú rennur í málaflokkinn. Tvö íslenskuver tryggja nemendum markvissa íslenskukennslu á fyrstu mánuðum þeirra í reykvísku skólaumhverfi, þannig fá nemendur, er koma nýir inn í grunnskóla í Reykjavík, markvissa íslenskukennslu í íslenskuverunum í nokkra mánuði áður en þau fara inn í almennar bekkjardeildir í sínum heimaskóla. Samhliða taka þau þátt í frístundastarfi frá fyrsta degi í sínum heimaskóla og geta byrjað að mynda vinatengsl frá byrjun skólagöngu. Börn með annað móðurmál en íslensku hafa lengi fengið sérstaka athygli af hálfu borgarinnar. Það var því ánægjuefni að sjá þau loks nefnd sérstaklega meirihlutasáttmála nýrrar ríkistjórnarinnar. Við í borginni fögnum þeim löngu tímabæra liðsauka en betur má ef duga skal. Ekki verður áfram búið við hvernig haldið er á málefnum Jöfnunarsjóðs. Mismunun ríkisvaldsins á grundvelli búsetu og uppruna Við sem samfélag berum ábyrgð á því að börnum sé ekki mismunað á grundvelli búsetu og uppruna eins og núna er að gerast í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra sveitarstjórnarmála, sem hafa staðið vörð um að Jöfnunarsjóður snuði börnin í borginni. Einn daginn tala þau fyrir fyrir velferð og hagsmunum barna en skilja börnin í grunnskólum borgarinnar eftir og reka svo smiðshöggið á börn með annað móðurmál en íslensku. Ef Reykjavíkurborg myndi ekki forgangsraða fjármagni í þágu barna með annað móðurmál en íslensku í gegnum skólakerfið eða vera með þátttöku verkefni eins og Frístundir í Breiðholti sætu þessi börn eftir. Það verður að enn gera betur fyrir þennan viðkvæma hóp og foreldra þeirra, annars munum við enda með tvöfalt samfélag sem nú þegar er vísir að. Tölur sem hægt er að finna á Hagstofunni styðja þetta. Börn með annað móðurmál en íslensku eru með hærra brottfall úr framhaldsskóla og eru síður líkleg til að útskrifast úr Háskóla. Hvaða þátttakendur stjórnmálanna vilja taka ábyrgð á að búa til tvöfalt íslenskt samfélag? Ekki ég. Fyrir mér skipta öll börn máli og það er okkar sameiginlega verkefni að gæta þau fái sinn skerf af samneyslunni, hafi skýra áheyrilega rödd inn í heim stjórnmálanna, fái öll sömu tækifæri enda framtíðin þeirra. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið í landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er bláköld staðreynd þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi lang mest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði. Í greinagerð með fjárhagsáætlun borgarinnar 2021 kemur fram að Reykjavíkurborg mun greiða rúmlega 50 milljarða í Jöfnunarsjóð Sveitarfélaga á næsta kjörtímabili í formi útsvars. Á sama tímabili fær borgin tæpa 27 milljarða úr sjóðnum en langstærsti hluti er framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda. Greiðsla Reykjavíkurborgar inn í sjóðinn umfram framlög eru tæplega 24 milljarðar og munar það mestu um að borgin fær ekki framlag til grunnskólanna. Í fjármálaáætlun ríkisins fyrir næsta kjörtímabil er ráðgert mótframlag ríkisins verði 93 milljarðar inn í Jöfnunarsjóð. Þar sem Reykvíkingar eru um 36% landsmanna má áætla að hluti borgarbúa í mótframlagi ríkisins sé rúmlega 33 milljarðar af þessum 93 milljörðum. Á næsta kjörtímabili munu að öllu óbreyttu reykvískir launþegar borga 83 milljarða króna inn í Jöfnunarsjóð en fá aðeins 27 milljarða úr honum. Íbúar Reykjavíkur munu niðurgreiða þjónustu annarra sveitarfélaga um rúma 56 milljarða á komandi kjörtímabili. Á sama tíma er Garðabær að þiggja meira úr sjóðnum en hann leggur inn á meðan hann fullnýtir ekki tekjustofna sína. Til að setja tölurnar í samhengi þá kemur fram í stefnu Reykjavíkur í íþróttamálum til 2030 og forgangsröðun við uppbyggingu mannvirkja listi yfir 18 íþróttamannvirki sem samtals er áætlað kosti 20 milljarða, sem dæmi fimleika og danshús í Breiðholti, fjögur fjölnota knatthús, tennishús og keilusal. Það væri líka hægt borga frístundakortið í 100 ár fyrir þessa fjárhæð. Reykjavíkurborg hefur gætt þess vel að börnin í borginni líði ekki fyrir þessa mismunun sem ríkisvaldið beitir þau á grundvelli búsetu og uppruna. Þessi sérkennilega afstaða Jöfnunarsjóðs er pólitísk ákvörðun og kemur harkalega niður á fjárhag borgarinnar. Fróðlegt væri að heyra útskýringar ráðherra barnamála á því af hverju hann gerði ekkert í því síðasta kjörtímabil að rétta hag barna í Reykjavík. Svo því sé líka haldið til haga hefur Framsóknarflokkurinn forðast að taka á sameiningu minni sveitarfélaga, gefið þeim of frjálsar hendur og því sitjum við uppi með of mörg, of fámenn sveitarfélög sem hafa ekki burði til að sinna verkefnum sínum. Börn okkar allra skipta máli Mikið hefur áunnist fyrir börn með annað móðurmál en íslensku undanfarin ár. Þegar ég fluttist í Breiðholtið fyrir tæpum 10 árum vakti athygli mína visst andvaraleysi í málefnum þessa viðkvæma hóps. Ég vildi sjá úrbætur, fá áheyrn og sjá breytingar en fyrsta fjölmenningarhátíðin, af þremur, var haldin í Breiðholtsskóla árið 2015. Með þeim náðum við að vekja athygli á jákvæðan hátt á þeim falda félagsauð sem er í hverfinu. Markmiðið var að tengjast betur foreldrum barnanna, virkja þau til þátttöku samhliða því að þau myndu bera strax í upphafi virðingu fyrir ólíkum uppruna, tungumálum og hvað geri þau að þeim einstaklingum sem þau eru. Í tölulegum upplýsingum sem Skóla- og frístundasvið heldur úti má sjá línulega fjölgun fjöltyngdra barna í leik- og grunnskólum borgarinnar frá árinu 2016. Hvergi á Íslandi er fjölbreyttari samsetning íbúa en í hverfinu mínu, Breiðholti. Þegar horft er á fjölgun barna yfir sama tímabil í grunnskólum borgarinnar þá eru tæplega 3 þúsund börn á árinu 2020 með annað móðurmál en íslensku í skólum borgarinnar. Jöfnunarsjóður greiðir 130 þúsund krónur með hverju barni í öðrum sveitarfélögum en Reykjavik og því verða börn af erlendum uppruna af 390 milljónum króna bara fyrir árið 2020. Samtals frá árinu 2016 eru þetta rúmlega 1,1 milljarður króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið sniðgengin um og fjölmennasti hópurinn býr í hverfinu mínu. Börnum hefur fjölgað út um alla borg, í leik- og grunnskólum og frístundastarfi tala fleiri en eitt tungumál heima hjá sér. Reykjavíkurborg forgangsraðar í þágu barna Borgin hefur síðan 2015 lyft grettistaki í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku þrátt fyrir að vera svikin um framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ár eftir ár. Miðja máls og læsis tók til starfa árið 2015 en það er þekkingarteymi sem fer á vettvang og veitir kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi stuðning, ráðgjöf og fræðslu til að efla íslenskukennslu. Þetta teymi heldur meðal annars utanum verkefni Brúarsmiði sem snýst um að byggja brú milli fjöltyngdra barna, foreldra þeirra og fagfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Á síðasta ári var samþykkt í borgarstjórn aðgerðaáætlun til næstu þriggja ára til að efla íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku en upphæðin í heild eru 429 m. kr. sem er um helmings hækkun á því fjármagni sem nú rennur í málaflokkinn. Tvö íslenskuver tryggja nemendum markvissa íslenskukennslu á fyrstu mánuðum þeirra í reykvísku skólaumhverfi, þannig fá nemendur, er koma nýir inn í grunnskóla í Reykjavík, markvissa íslenskukennslu í íslenskuverunum í nokkra mánuði áður en þau fara inn í almennar bekkjardeildir í sínum heimaskóla. Samhliða taka þau þátt í frístundastarfi frá fyrsta degi í sínum heimaskóla og geta byrjað að mynda vinatengsl frá byrjun skólagöngu. Börn með annað móðurmál en íslensku hafa lengi fengið sérstaka athygli af hálfu borgarinnar. Það var því ánægjuefni að sjá þau loks nefnd sérstaklega meirihlutasáttmála nýrrar ríkistjórnarinnar. Við í borginni fögnum þeim löngu tímabæra liðsauka en betur má ef duga skal. Ekki verður áfram búið við hvernig haldið er á málefnum Jöfnunarsjóðs. Mismunun ríkisvaldsins á grundvelli búsetu og uppruna Við sem samfélag berum ábyrgð á því að börnum sé ekki mismunað á grundvelli búsetu og uppruna eins og núna er að gerast í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra sveitarstjórnarmála, sem hafa staðið vörð um að Jöfnunarsjóður snuði börnin í borginni. Einn daginn tala þau fyrir fyrir velferð og hagsmunum barna en skilja börnin í grunnskólum borgarinnar eftir og reka svo smiðshöggið á börn með annað móðurmál en íslensku. Ef Reykjavíkurborg myndi ekki forgangsraða fjármagni í þágu barna með annað móðurmál en íslensku í gegnum skólakerfið eða vera með þátttöku verkefni eins og Frístundir í Breiðholti sætu þessi börn eftir. Það verður að enn gera betur fyrir þennan viðkvæma hóp og foreldra þeirra, annars munum við enda með tvöfalt samfélag sem nú þegar er vísir að. Tölur sem hægt er að finna á Hagstofunni styðja þetta. Börn með annað móðurmál en íslensku eru með hærra brottfall úr framhaldsskóla og eru síður líkleg til að útskrifast úr Háskóla. Hvaða þátttakendur stjórnmálanna vilja taka ábyrgð á að búa til tvöfalt íslenskt samfélag? Ekki ég. Fyrir mér skipta öll börn máli og það er okkar sameiginlega verkefni að gæta þau fái sinn skerf af samneyslunni, hafi skýra áheyrilega rödd inn í heim stjórnmálanna, fái öll sömu tækifæri enda framtíðin þeirra. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og formaður íbúaráðs Breiðholts.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar