Gott samfélag þarf góðar almannatryggingar Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 3. janúar 2022 13:30 Almannatryggingakerfið okkar stenst ekki þær kröfur sem við hljótum að gera í velferðarþjóðfélagi á 21. öld. Það heldur tekjulægsta fólkinu í fátækt frekar en að verja afkomuöryggi og mannlega reisn okkar allra. Við verðum að breyta því. Forgangsaðgerð ríkisstjórnarinnar í almannatryggingamálum, og eina haldfasta aðgerðin sem getið er um í stjórnarsáttmála flokkanna, kom til framkvæmda núna um áramótin og felur í sér að frítekjumark atvinnutekna hjá ellilífeyrisþegum tvöfaldast úr 100 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund krónur. Með þessari breytingu er frítekjumark atvinnutekna orðið átta sinnum hærra heldur en almenna frítekjumarkið, það frítekjumark sem tekur til greiðslna úr lífeyrissjóðum og skiptir máli fyrir allan þorra eftirlaunafólks á Íslandi. Almenna frítekjumarkið verður áfram aðeins 25 þúsund krónur og allar lífeyrissjóðstekjur umfram þá fjárhæð koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Miðgildi lífeyrissjóðstekna hjá eldri konum er um 150 þúsund krónur á mánuði. Af slíkum lífeyrissparnaði situr aðeins þriðjungur eftir sem auknar ráðstöfunartekjur en 100 þúsund krónur renna til ríkisins vegna skatta og skerðinga. Jaðarskattbyrðin er þannig 67 prósent. Eldra fólk sem getur ekki unnið lengur situr fast í þessu skerðingarkerfi sem er gjörólíkt því sem þekkist í velferðarríkjum sem við erum vön að bera okkur saman við. Þann 15. desember óskaði ég eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að tekið yrði saman minnisblað um hvernig ábatinn af tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna dreifist eftir tekjutíundum og kyni og jafnframt hvernig ábatinn myndi dreifast ef almenna frítekjumarkið yrði hækkað. Niðurstaða félagsmálaráðuneytisins og Tryggingastofnunar er sú að einungis um 1.279 manns (3% aldraðra) hafa beinan ávinning af hækkun frítekjumarks atvinnutekna, þar af 67% karlar og 33% konur. Mesti ávinningurinn er hjá tekjuhæstu 10% eldra fólks en tekjulægri 70% finna varla fyrir breytingunni. Öll skref sem stigin væru til hækkunar hins almenna frítekjumarks myndu dreifast miklu jafnar eftir tekjum og kyni. Engu að síður var þetta niðurstaða stjórnarmeirihlutans: að nú væri brýnast að styðja sérstaklega við tekjuhærri hópana og karla fremur en konur. Um leið var enn einu sinni tekin pólitísk ákvörðun um áframhaldandi kjaragliðnun; að láta kjör tekjulægstu lífeyrisþega dragast aftur úr lágmarkskjörum á vinnumarkaði. Samkvæmt mælaborði Tryggingastofnunar þurfa um 14 þúsund lífeyrisþegar að draga fram lífið á minna en 300 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt. 80% öryrkja segjast eiga erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýlegri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, og mun hærra hlutfall eldri borgara á í erfiðleikum með að ná endum saman á Íslandi heldur en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt gögnum Eurostat. Eins og rakið er í skýrslu Stefáns Ólafssonar og Stefáns Andra Stefánssonar um kjör lífeyrisþega finnst vart það land í heiminum þar sem tekjutengdar skerðingar eru eins miklar og á Íslandi. Þá er ójöfnuður meðal eldri borgara meiri á Íslandi en meðal almennings almennt, ólíkt því sem tíðkast í nágrannalöndum eins og Noregi, Danmörku og Finnlandi þar sem þessu er öfugt farið. Nærtækasta leiðin til að sporna gegn fátækt og ójöfnuði meðal lífeyrisþega er að hækka grunnbætur almannatrygginga og sjá til þess að skerðingar bíti ekki jafn neðarlega í tekjustiganum og raun ber vitni. Um þetta og fleira gátu fjórir ólíkir stjórnarandstöðuflokkar sameinast í fjárlagaumræðunni núna í desember með sameiginlegum breytingatillögum í fjárlaganefnd og sameiginlegu nefndaráliti í efnahags- og viðskiptanefnd. Samstaða og þrýstingur stjórnarandstöðuflokkanna átti stóran þátt í því að Alþingi samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja í desember og tók frá 250 milljónir króna til niðurgreiðslu almennrar sálfræðiþjónustu árið 2022. Hins vegar felldu þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins tillögur okkar um að stöðva kjaragliðnun milli launa og lífeyris og draga úr skerðingum vegna atvinnutekna öryrkja. Baráttan heldur áfram og eitt mikilvægasta verkefni nýs árs er að berja fram breytingar í átt að réttlátara almannatryggingakerfi sem við getum öll verið stolt af. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Félagsmál Alþingi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Almannatryggingakerfið okkar stenst ekki þær kröfur sem við hljótum að gera í velferðarþjóðfélagi á 21. öld. Það heldur tekjulægsta fólkinu í fátækt frekar en að verja afkomuöryggi og mannlega reisn okkar allra. Við verðum að breyta því. Forgangsaðgerð ríkisstjórnarinnar í almannatryggingamálum, og eina haldfasta aðgerðin sem getið er um í stjórnarsáttmála flokkanna, kom til framkvæmda núna um áramótin og felur í sér að frítekjumark atvinnutekna hjá ellilífeyrisþegum tvöfaldast úr 100 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund krónur. Með þessari breytingu er frítekjumark atvinnutekna orðið átta sinnum hærra heldur en almenna frítekjumarkið, það frítekjumark sem tekur til greiðslna úr lífeyrissjóðum og skiptir máli fyrir allan þorra eftirlaunafólks á Íslandi. Almenna frítekjumarkið verður áfram aðeins 25 þúsund krónur og allar lífeyrissjóðstekjur umfram þá fjárhæð koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Miðgildi lífeyrissjóðstekna hjá eldri konum er um 150 þúsund krónur á mánuði. Af slíkum lífeyrissparnaði situr aðeins þriðjungur eftir sem auknar ráðstöfunartekjur en 100 þúsund krónur renna til ríkisins vegna skatta og skerðinga. Jaðarskattbyrðin er þannig 67 prósent. Eldra fólk sem getur ekki unnið lengur situr fast í þessu skerðingarkerfi sem er gjörólíkt því sem þekkist í velferðarríkjum sem við erum vön að bera okkur saman við. Þann 15. desember óskaði ég eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að tekið yrði saman minnisblað um hvernig ábatinn af tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna dreifist eftir tekjutíundum og kyni og jafnframt hvernig ábatinn myndi dreifast ef almenna frítekjumarkið yrði hækkað. Niðurstaða félagsmálaráðuneytisins og Tryggingastofnunar er sú að einungis um 1.279 manns (3% aldraðra) hafa beinan ávinning af hækkun frítekjumarks atvinnutekna, þar af 67% karlar og 33% konur. Mesti ávinningurinn er hjá tekjuhæstu 10% eldra fólks en tekjulægri 70% finna varla fyrir breytingunni. Öll skref sem stigin væru til hækkunar hins almenna frítekjumarks myndu dreifast miklu jafnar eftir tekjum og kyni. Engu að síður var þetta niðurstaða stjórnarmeirihlutans: að nú væri brýnast að styðja sérstaklega við tekjuhærri hópana og karla fremur en konur. Um leið var enn einu sinni tekin pólitísk ákvörðun um áframhaldandi kjaragliðnun; að láta kjör tekjulægstu lífeyrisþega dragast aftur úr lágmarkskjörum á vinnumarkaði. Samkvæmt mælaborði Tryggingastofnunar þurfa um 14 þúsund lífeyrisþegar að draga fram lífið á minna en 300 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt. 80% öryrkja segjast eiga erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýlegri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, og mun hærra hlutfall eldri borgara á í erfiðleikum með að ná endum saman á Íslandi heldur en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt gögnum Eurostat. Eins og rakið er í skýrslu Stefáns Ólafssonar og Stefáns Andra Stefánssonar um kjör lífeyrisþega finnst vart það land í heiminum þar sem tekjutengdar skerðingar eru eins miklar og á Íslandi. Þá er ójöfnuður meðal eldri borgara meiri á Íslandi en meðal almennings almennt, ólíkt því sem tíðkast í nágrannalöndum eins og Noregi, Danmörku og Finnlandi þar sem þessu er öfugt farið. Nærtækasta leiðin til að sporna gegn fátækt og ójöfnuði meðal lífeyrisþega er að hækka grunnbætur almannatrygginga og sjá til þess að skerðingar bíti ekki jafn neðarlega í tekjustiganum og raun ber vitni. Um þetta og fleira gátu fjórir ólíkir stjórnarandstöðuflokkar sameinast í fjárlagaumræðunni núna í desember með sameiginlegum breytingatillögum í fjárlaganefnd og sameiginlegu nefndaráliti í efnahags- og viðskiptanefnd. Samstaða og þrýstingur stjórnarandstöðuflokkanna átti stóran þátt í því að Alþingi samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja í desember og tók frá 250 milljónir króna til niðurgreiðslu almennrar sálfræðiþjónustu árið 2022. Hins vegar felldu þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins tillögur okkar um að stöðva kjaragliðnun milli launa og lífeyris og draga úr skerðingum vegna atvinnutekna öryrkja. Baráttan heldur áfram og eitt mikilvægasta verkefni nýs árs er að berja fram breytingar í átt að réttlátara almannatryggingakerfi sem við getum öll verið stolt af. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar