Hvetja fólk til að fámenna: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 12:24 Séra Skúli Sigurður Ólafsson Neskirkja Helgihald hefur víða verið með óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, segir að vel hafi gengið en óvenjulegt hafi verið að þurfa hvetja fólk til að mæta ekki í messu. Kórónuveiran leynist víða og helgihald yfir hátíðarnar hefur verið með óhefðbundnu sniði þetta árið. Í fyrra lögðust messur nánast alfarið af en í ár hefur prestum verið unnt að dreifa boðskapi Jesú Krists „í persónu,“ þó með allnokkrum takmörkunum. „Venjulega náttúrulega þá notar maður sögnina að fjölmenna er það ekki, þegar maður hvetur fólk til að mæta í stórum stíl. En við vorum að grínast með það í Neskirkju að við værum svona frekar að hvetja fólk til að fámenna þessi jólin,“ segir sóknarpresturinn og bætir við að unnt sé að taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa í samræmi við gildandi takmarkanir. Sem dæmi tóku um sjö hundruð manns þátt í helgihaldi á aðfangadag í Neskirkju árið 2019 en þetta árið voru ekki nema tæplega fimmtíu sem mættu í jólamessuna. Skúli segist þó glaður yfir því að hafa fengið að taka á móti kirkjugestum: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð. En þetta var náttúrulega bara í ljósi aðstæðna,“ segir Skúli. „Þetta er talsvert minna heldur en í meðalári en í fyrra auðvitað þá var allt samkomuhald bannað yfir jólin. Þá sat maður bara með hendur í skauti og ég er náttúrulega þakklátur fyrir það að við skulum þó geta efnt til þessarar dagskrár í kirkjunni. Þó lítil hafi verið og fámenn,“ segir sóknarpresturinn. Trúmál Þjóðkirkjan Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Kórónuveiran leynist víða og helgihald yfir hátíðarnar hefur verið með óhefðbundnu sniði þetta árið. Í fyrra lögðust messur nánast alfarið af en í ár hefur prestum verið unnt að dreifa boðskapi Jesú Krists „í persónu,“ þó með allnokkrum takmörkunum. „Venjulega náttúrulega þá notar maður sögnina að fjölmenna er það ekki, þegar maður hvetur fólk til að mæta í stórum stíl. En við vorum að grínast með það í Neskirkju að við værum svona frekar að hvetja fólk til að fámenna þessi jólin,“ segir sóknarpresturinn og bætir við að unnt sé að taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa í samræmi við gildandi takmarkanir. Sem dæmi tóku um sjö hundruð manns þátt í helgihaldi á aðfangadag í Neskirkju árið 2019 en þetta árið voru ekki nema tæplega fimmtíu sem mættu í jólamessuna. Skúli segist þó glaður yfir því að hafa fengið að taka á móti kirkjugestum: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð. En þetta var náttúrulega bara í ljósi aðstæðna,“ segir Skúli. „Þetta er talsvert minna heldur en í meðalári en í fyrra auðvitað þá var allt samkomuhald bannað yfir jólin. Þá sat maður bara með hendur í skauti og ég er náttúrulega þakklátur fyrir það að við skulum þó geta efnt til þessarar dagskrár í kirkjunni. Þó lítil hafi verið og fámenn,“ segir sóknarpresturinn.
Trúmál Þjóðkirkjan Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira