Fagna sigri gyðinga fyrir meira en tvö þúsund árum á ljósahátíðinni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. desember 2021 19:42 Rabbíninn Avraham "Avi" Feldman segir gyðingasamfélagið á Íslandi telja hátt í 600 manns. Vísir/Arnar Á sama tíma og margir Íslendingar búa sig undir jólin er íslenska gyðingasamfélagið búið að halda upp á sína hátíð. Nokkur hundruð manns tilheyra samfélaginu en rabbíni segist þakklátur fyrir stuðningin sem yfirvöld og Íslendingar hafa veitt þeim. Rabbíninn Avraham Feldman kom til Íslands ásamt fjölskyldu sinni fyrir um fjórum árum til að skapa ný tækifæri fyrir gyðingasamfélagið á Íslandi. Avraham, eða Avi eins og hann er kallaður, er fyrsti rabbíninn með fasta búsetu á Íslandi en hann tilheyrir Chabad-Lubavitch söfnuðinum. „Gyðingasamfélagið á Íslandi hefur verið hér í meira en 150 ár en það hefur aldrei verið opinbert og viðurkennt gyðingasamfélag hér,“ segir Avi. Að sögn Avis telur gyðingasamfélagið á Íslandi um 500 til 600 manns í dag en skömmu eftir að fjölskyldan kom til Íslands hófust þau handa við að fá gyðingatrú samþykkta af yfirvöldum. „Í apríl á þessu ári var gyðingdómur viðurkenndur og skráður á Íslandi sem trú og sem samfélag,“ segir Avi en hann þakkar stjórnvöldum fyrir að styðja við samfélagið og Íslendingum fyrir að taka vel á móti þeim. Í febrúar 2020 fékk íslenski söfnuðurinn Torah rollu sem að sögn Avis er undirstaða hvers gyðingasamfélags. Engin sýnagóga er hér á landi en Avi bindur vonir við að bráðlega muni íslenska gyðingasamfélagið eiga sinn eigin stað. „Framtíðarsýn okkar fyrir gyðingasamfélagið er að hafa gyðingahús, samkomuhús einhvern tímann í framtíðinni,“ segir Avi. Þakklát fyrir að geta haldið upp á sína hátíð Hátíðirnar hjá gyðingum eru með öðru sniði en margir Íslendingar hafa komið til með að venjast en þau halda upp á Hanukkah, eða ljósahátíðina eins og hún kallast á íslensku. Misjafnt er eftir árum hvenær hátíðin fram, en það er yfirleitt í desember. „Saga ljósahátíðarinnar er meira en tvö þúsund ára gömul. Það var þegar sýrlensku Grikkirnir komu til Ísraels og vildu þröngva menningu sinni og heimspeki upp á alla,“ útskýrir Avi. „Fyrir kraftaverk tókst Gyðingum einhvern veginn að hrekja herina út úr Ísrael svo við fögnum þeirri staðreynd að við gátum viðhaldið hefðum okkar, lífsháttum okkar og einnig erum við að fagna kraftaverki olíunnar.“ „Það er saga um það kraftaverk að hún logaði í átta daga þótt það væri bara næg olía fyrir einn dag. Svo við fögnum með ljósum, við kveikjum á „menorah,“ sem er átta arma ljósastika fyrir átta nætur ljósahátíðarinnar,“ segir Avi. Undanfarin fjögur ár hefur gyðingasamfélagið á Íslandi fagnað hátíðinni í miðbænum. Í ár hófst hátíðin í lok nóvember og lauk þann 6. desember. Forsetafrúin Eliza Reid var meðal viðstaddra í ár og hélt ræðu auk þess sem nokkrir sendiherrar tóku þátt í fögnuðinum. „Sú staðreynd að við getum gert þetta hérna sýnir að það er stuðningur frá borginni og frá stjórnvöldum við gyðingasamfélagið og alls konar fólk með alls konar bakgrunn,“ segir Avi. Þrátt fyrir að þau haldi ekki upp á jólin segir Avi þau hafa gaman af stemningunni sem skapast á þessum tíma. „Þetta kemur mjög vel út því við njótum þess að gefa „hanukkah“-gjafir, svo við kunnum að meta andrúmsloftið í borginni, sérstaklega í miðborginni,“ segir Avi. „Við njótum þess virkilega að vera hér á Íslandi á þessum tíma árs.“ Trúmál Jól Reykjavík Tengdar fréttir Gyðingar fari huldu höfði á Íslandi Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi. 2. maí 2019 09:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Rabbíninn Avraham Feldman kom til Íslands ásamt fjölskyldu sinni fyrir um fjórum árum til að skapa ný tækifæri fyrir gyðingasamfélagið á Íslandi. Avraham, eða Avi eins og hann er kallaður, er fyrsti rabbíninn með fasta búsetu á Íslandi en hann tilheyrir Chabad-Lubavitch söfnuðinum. „Gyðingasamfélagið á Íslandi hefur verið hér í meira en 150 ár en það hefur aldrei verið opinbert og viðurkennt gyðingasamfélag hér,“ segir Avi. Að sögn Avis telur gyðingasamfélagið á Íslandi um 500 til 600 manns í dag en skömmu eftir að fjölskyldan kom til Íslands hófust þau handa við að fá gyðingatrú samþykkta af yfirvöldum. „Í apríl á þessu ári var gyðingdómur viðurkenndur og skráður á Íslandi sem trú og sem samfélag,“ segir Avi en hann þakkar stjórnvöldum fyrir að styðja við samfélagið og Íslendingum fyrir að taka vel á móti þeim. Í febrúar 2020 fékk íslenski söfnuðurinn Torah rollu sem að sögn Avis er undirstaða hvers gyðingasamfélags. Engin sýnagóga er hér á landi en Avi bindur vonir við að bráðlega muni íslenska gyðingasamfélagið eiga sinn eigin stað. „Framtíðarsýn okkar fyrir gyðingasamfélagið er að hafa gyðingahús, samkomuhús einhvern tímann í framtíðinni,“ segir Avi. Þakklát fyrir að geta haldið upp á sína hátíð Hátíðirnar hjá gyðingum eru með öðru sniði en margir Íslendingar hafa komið til með að venjast en þau halda upp á Hanukkah, eða ljósahátíðina eins og hún kallast á íslensku. Misjafnt er eftir árum hvenær hátíðin fram, en það er yfirleitt í desember. „Saga ljósahátíðarinnar er meira en tvö þúsund ára gömul. Það var þegar sýrlensku Grikkirnir komu til Ísraels og vildu þröngva menningu sinni og heimspeki upp á alla,“ útskýrir Avi. „Fyrir kraftaverk tókst Gyðingum einhvern veginn að hrekja herina út úr Ísrael svo við fögnum þeirri staðreynd að við gátum viðhaldið hefðum okkar, lífsháttum okkar og einnig erum við að fagna kraftaverki olíunnar.“ „Það er saga um það kraftaverk að hún logaði í átta daga þótt það væri bara næg olía fyrir einn dag. Svo við fögnum með ljósum, við kveikjum á „menorah,“ sem er átta arma ljósastika fyrir átta nætur ljósahátíðarinnar,“ segir Avi. Undanfarin fjögur ár hefur gyðingasamfélagið á Íslandi fagnað hátíðinni í miðbænum. Í ár hófst hátíðin í lok nóvember og lauk þann 6. desember. Forsetafrúin Eliza Reid var meðal viðstaddra í ár og hélt ræðu auk þess sem nokkrir sendiherrar tóku þátt í fögnuðinum. „Sú staðreynd að við getum gert þetta hérna sýnir að það er stuðningur frá borginni og frá stjórnvöldum við gyðingasamfélagið og alls konar fólk með alls konar bakgrunn,“ segir Avi. Þrátt fyrir að þau haldi ekki upp á jólin segir Avi þau hafa gaman af stemningunni sem skapast á þessum tíma. „Þetta kemur mjög vel út því við njótum þess að gefa „hanukkah“-gjafir, svo við kunnum að meta andrúmsloftið í borginni, sérstaklega í miðborginni,“ segir Avi. „Við njótum þess virkilega að vera hér á Íslandi á þessum tíma árs.“
Trúmál Jól Reykjavík Tengdar fréttir Gyðingar fari huldu höfði á Íslandi Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi. 2. maí 2019 09:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Gyðingar fari huldu höfði á Íslandi Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi. 2. maí 2019 09:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent