Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2021 15:47 Þungavigtin Ríkharð Óskar Guðnason, Mikael Nikulásson og Matthías Orri Sigurðarson fóru saman yfir íslenska körfuboltann í nýjustu Þungavigtinni en í fyrsta sinn í langan tíma þá verður spilað í úrvalsdeildinni á milli jóla og nýárs. Meðal leikja í Subway-deildinni yfir hátíðirnar verður nágrannslagur Vals og KR og Reykjanesbæjarslagur Keflavíkur og Njarðvíkur. Mike hefur miklar áhyggjur af körfuboltaliði KR eftir erfiðar vikur að undanförnu þar sem liðið hefur meðal annars misst marga leikmenn í meiðsli og út í atvinnumennsku. „Staðan er bara þannig að KR getur ekki verið í næstefstu deild á næsta ári í körfunni,“ sagði Mikael Nikulásson og hefur miklar áhyggur af margfaldir íslandsmeistarar séu að fara að falla úr Subway-deildinni næsta vor. „Mike, það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Rikki G. „Það var nákvæmlega sama sagt um Njarðvík í fyrra og þeir áttu þá að falla. Ef það hefði ekki verið Covid þá hefðu þeir fallið. Þeir unnu síðustu þrjá leikina,“ sagði Mikael. „Ég sé ekki þetta KR-lið fara í síðustu þrjá leikina þar sem þeir mæta Val og Þór Þorlákshöfn eða eitthvað, og vinna þá leiki ef þeir lenda í sömu stöðu og Njarðvík í fyrra. Ef þeir ná að grísa tíunda sætið þá verða bara Þór og Vestri fyrir neðan þá en ekkert annað lið. Þetta er óásættanlegt í Vesturbæ,“ sagði Mikael. „Ertu alveg,“ náði Matthías Orri að skjóta inn í en komst ekki mikið lengra því það lá mikið á Mike. „KR er að skíttapa öllum leikjum sem þeir spila. Ég er búinn að segja þetta við Kjartan Atla í allan vetur. Hann er að segja að þeir séu með fínt lið. Já einmitt. Þeir eru að skíttapa öllum leikjum og þetta er það nákvæmlega sama og fyrir áramót í fyrra. Þeir bættu þetta eftir áramót en liðið í fyrra var miklu betra. Matti var þá og Tyler Sabin,“ sagði Mikael. Klippa: Þungavigtin: Er KR að fara að falla í körfuboltanum? „Ég er búinn að horfa á nokkra leiki með KR núna. Liðin fá þrjá til fjóra möguleika í hverri einustu sókn til að skora stig. Þegar það er þannig þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki,“ sagði Mikael. „Mike er kannski að láta aðeins tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og er auðvitað stuðningsmaður KR. KR þarf að styrkja liðið eftir áramót og ekki seinna en það,“ sagði Rikki G og beindi orðum sínum til Matthíasar. „Þetta eru tveir valmöguleikar. Annað hvort eru þeir að fara að sækja sér einn í viðbót fyrir Dani (Koljanin) og spila þá meira á þessum ungu og vera með svoleiðis verkefni í gangi. Eða að sækja sér tvo, verða stórir og koma inn í úrslitakeppnina. Hvor leiðin sem þeir fara þá get ég lofað því að þeir verða aldrei nálægt því að falla,“ sagði Matthías Orri. Þeir félagar völdu úrvalslið Subway-deildarinnar fyrir jól og fóru yfir fleiri í íslenska körfuboltalanum. Það má finna allan þáttinn inn á tal.is/vigtin og þar er líka hægt að tryggja sér áskrift. Subway-deild karla KR Körfubolti Þungavigtin Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Meðal leikja í Subway-deildinni yfir hátíðirnar verður nágrannslagur Vals og KR og Reykjanesbæjarslagur Keflavíkur og Njarðvíkur. Mike hefur miklar áhyggjur af körfuboltaliði KR eftir erfiðar vikur að undanförnu þar sem liðið hefur meðal annars misst marga leikmenn í meiðsli og út í atvinnumennsku. „Staðan er bara þannig að KR getur ekki verið í næstefstu deild á næsta ári í körfunni,“ sagði Mikael Nikulásson og hefur miklar áhyggur af margfaldir íslandsmeistarar séu að fara að falla úr Subway-deildinni næsta vor. „Mike, það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Rikki G. „Það var nákvæmlega sama sagt um Njarðvík í fyrra og þeir áttu þá að falla. Ef það hefði ekki verið Covid þá hefðu þeir fallið. Þeir unnu síðustu þrjá leikina,“ sagði Mikael. „Ég sé ekki þetta KR-lið fara í síðustu þrjá leikina þar sem þeir mæta Val og Þór Þorlákshöfn eða eitthvað, og vinna þá leiki ef þeir lenda í sömu stöðu og Njarðvík í fyrra. Ef þeir ná að grísa tíunda sætið þá verða bara Þór og Vestri fyrir neðan þá en ekkert annað lið. Þetta er óásættanlegt í Vesturbæ,“ sagði Mikael. „Ertu alveg,“ náði Matthías Orri að skjóta inn í en komst ekki mikið lengra því það lá mikið á Mike. „KR er að skíttapa öllum leikjum sem þeir spila. Ég er búinn að segja þetta við Kjartan Atla í allan vetur. Hann er að segja að þeir séu með fínt lið. Já einmitt. Þeir eru að skíttapa öllum leikjum og þetta er það nákvæmlega sama og fyrir áramót í fyrra. Þeir bættu þetta eftir áramót en liðið í fyrra var miklu betra. Matti var þá og Tyler Sabin,“ sagði Mikael. Klippa: Þungavigtin: Er KR að fara að falla í körfuboltanum? „Ég er búinn að horfa á nokkra leiki með KR núna. Liðin fá þrjá til fjóra möguleika í hverri einustu sókn til að skora stig. Þegar það er þannig þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki,“ sagði Mikael. „Mike er kannski að láta aðeins tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og er auðvitað stuðningsmaður KR. KR þarf að styrkja liðið eftir áramót og ekki seinna en það,“ sagði Rikki G og beindi orðum sínum til Matthíasar. „Þetta eru tveir valmöguleikar. Annað hvort eru þeir að fara að sækja sér einn í viðbót fyrir Dani (Koljanin) og spila þá meira á þessum ungu og vera með svoleiðis verkefni í gangi. Eða að sækja sér tvo, verða stórir og koma inn í úrslitakeppnina. Hvor leiðin sem þeir fara þá get ég lofað því að þeir verða aldrei nálægt því að falla,“ sagði Matthías Orri. Þeir félagar völdu úrvalslið Subway-deildarinnar fyrir jól og fóru yfir fleiri í íslenska körfuboltalanum. Það má finna allan þáttinn inn á tal.is/vigtin og þar er líka hægt að tryggja sér áskrift.
Subway-deild karla KR Körfubolti Þungavigtin Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira