Markmiðið að kynna einhleypa einstaklinga
Fyrsta sería þáttanna var sýnd á Stöð 2 í byrjun veturs og hlaut hún afar góðar viðtökur. Byrjað var að auglýsa eftir þátttakendum í seríu tvö fyrir nokkrum vikum og er pörunarferlið nú í fullum gangi.
„Við erum mjög spennt að vera að byrja þetta ævintýri aftur enda var þetta algjör negla síðast og svo mikið af skemmtilegu fólki sem tók þátt. Langflestir voru mjög ánægðir með reynsluna þó svo að ekki hafi orðið ástarsamband eftir hvert stefnumót, enda er það ekki eiginlega markmiðið. Aðal áherslan er að kynnast einhleypum skemmtilegum einstaklingum og gægjast aðeins inn í stefnumótamenningu landans.“
Segir yngri karlmenn hugrakkari en þá eldri
Ása Ninna segir þó greinilegt að karlmenn sem eru yfir 35 ára séu ragari við það að sækja um.
Yngri karlmennirnir eru greinilega miklu hugrakkari en til þess að við getum náð fleiri möguleikum á pörunum ætlum við að opna umsóknargluggann aftur í tvo daga og hvetjum því karlmenn á öllum aldri til þess að rífa sig í gang og freista þess að lenda í smá ævintýri.
Áhugasamir einhleypir einstaklingar geta því sent inn umsókn í Fyrsta blikið til miðnættis á miðvikudag en stefnan er að klára allar paranir fyrir jólin.
Til að sækja um þarf að smella á hlekkinn/myndina hér fyrir neðan og fylla út umsóknina.
Þú gætir fundið ástina
Í lokaþætti fyrstu seríu fengu áhorfendur að fylgjast með blindu stefnumóti þeirra Helgu og Garðars en það er óhætt að segja að sú saga hafi endað eins og rómantísk bíómynd.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá viðtal við Helgu og Garðar í Íslandi í dag.