Hannes skammaði ríkisstjórnina fyrir að íþróttamálaráðherra sé ekki titlaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2021 12:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, með Jóni Arnóri Stefánssyni og Hlyni Bæringssyni þegar tveir af bestu leikmönnum sögunnar kvöddu íslenska landsliðið. Vísir/Bára Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur ofurtrú á því að íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason komi því í gegn að byggja nýjan þjóðarleikvang Íslands en ekki er ekki ánægður með það virðingarleysi sem ríkisstjórnin sýnir íþróttunum með því að hafa íþróttirnar ekki í titla ráðherra. Ásmundur Einar Daðason íþróttamálaráðherra, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Pallborðið hjá Henry Birgi Gunnarssyni á Vísi og ræddu framtíðarhorfur varðandi þjóðarleikvang fyrir íslensk landslið. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur verið lengi í forystustarfi í körfuboltanum og hefur því heyrt margar ræðurnar frá stjórnmálamönnum sem eru jafnan allir að vilja gerðir. Veit að hann er áhugamaður um íþróttir Henry Birgir Gunnarsson spurði Hannes út í það hvernig þessi ræða frá Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, eins og starfsheiti hans hljómar á vef stjórnarráðsins. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum að pólitíkusarnir eru allir að vilja gerðir og gefa okkur öll þessi fallegu orð og þessu fallegu svör sem koma eins og Ásmundur er að gera núna,“ sagði Hannes S. Jónsson. „Málið er það að ég hef trú á Ásmundi núna af því að ég veit að hann er mikill áhugamaður um íþróttir. Ég veit að honum langar að koma mörgu af þessu í gegn og hann hefur sýnt það og sannað að hann er maður sem kemur ýmsu í verk,“ sagði Hannes. Það má heyra orð hans hér fyrir neðan. Klippa: Hannes hefur ofurtrú á Ásmundi en vill að hann sé titlaður rétt Hefur ofurtrú á Ásmundi „Þess vegna hef ég ofurtrú á því, af því að hann situr hérna með okkur og segir þetta, að hann ætli að standa við þetta. Það er ekki nóg að það sé bara Ásmundur því öll ríkisstjórnin þarf að vera tilbúin í þetta,“ sagði Hannes. „Það er vandamálið. Þetta hefur alltaf verið sá ráðherra sem er með íþróttamálin. Mér finnst ríkisstjórnin núna, sem var verið að mynda, hún fór í ýmsar breytingar varðandi nöfn á ráðuneytum. Ég sakna þess að eins öflugasta og stærsta fjöldahreyfing landsins eigi ekki beint ráðherra að nafninu til vegna þess í dag heitir þetta mennta- og barnamálaráðherra. Menning og listir eru komið annað sem og ýmislegt annað eins og vísindi og háskólar,“ sagði Hannes. Sýnir hvernig þeir líta á íþróttahreyfinguna „Af hverju höfum við ekki meiri virðingu fyrir íþróttum en að ríkisstjórnin skíri þetta mennta-, barna- og íþróttamálaráðuneyti. Mér finnst það svolítið sýna hvernig stjórnmálamennirnir líta á íþróttahreyfinguna sem sjálfsagðan hlut í þessu samfélagi og að við séum alltaf til hliðar,“ sagði Hannes. „Núna er ekkert til lengur sem heitir orð. Þess vegna tek ég heilshugar undir það sem Ásmundur sagði. Það er nóg komið af nefndum. Nú þurfum við að setja fjármagn í þetta. Í dag er ekki ein króna tengd þjóðarleikvöngum í fjárhagsáætlun ríkisins fyrir næsta ár. Ég hef þá trú að Ásmundur og þá ríkisstjórnin reyni að koma því í gagnið að við fáum peninga til að byrja að vinna þetta. Þetta mun ekki vinnast á loftinu einu saman,“ sagði Hannes. Fótbolti Körfubolti Pallborðið KSÍ Handbolti Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason íþróttamálaráðherra, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Pallborðið hjá Henry Birgi Gunnarssyni á Vísi og ræddu framtíðarhorfur varðandi þjóðarleikvang fyrir íslensk landslið. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur verið lengi í forystustarfi í körfuboltanum og hefur því heyrt margar ræðurnar frá stjórnmálamönnum sem eru jafnan allir að vilja gerðir. Veit að hann er áhugamaður um íþróttir Henry Birgir Gunnarsson spurði Hannes út í það hvernig þessi ræða frá Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, eins og starfsheiti hans hljómar á vef stjórnarráðsins. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum að pólitíkusarnir eru allir að vilja gerðir og gefa okkur öll þessi fallegu orð og þessu fallegu svör sem koma eins og Ásmundur er að gera núna,“ sagði Hannes S. Jónsson. „Málið er það að ég hef trú á Ásmundi núna af því að ég veit að hann er mikill áhugamaður um íþróttir. Ég veit að honum langar að koma mörgu af þessu í gegn og hann hefur sýnt það og sannað að hann er maður sem kemur ýmsu í verk,“ sagði Hannes. Það má heyra orð hans hér fyrir neðan. Klippa: Hannes hefur ofurtrú á Ásmundi en vill að hann sé titlaður rétt Hefur ofurtrú á Ásmundi „Þess vegna hef ég ofurtrú á því, af því að hann situr hérna með okkur og segir þetta, að hann ætli að standa við þetta. Það er ekki nóg að það sé bara Ásmundur því öll ríkisstjórnin þarf að vera tilbúin í þetta,“ sagði Hannes. „Það er vandamálið. Þetta hefur alltaf verið sá ráðherra sem er með íþróttamálin. Mér finnst ríkisstjórnin núna, sem var verið að mynda, hún fór í ýmsar breytingar varðandi nöfn á ráðuneytum. Ég sakna þess að eins öflugasta og stærsta fjöldahreyfing landsins eigi ekki beint ráðherra að nafninu til vegna þess í dag heitir þetta mennta- og barnamálaráðherra. Menning og listir eru komið annað sem og ýmislegt annað eins og vísindi og háskólar,“ sagði Hannes. Sýnir hvernig þeir líta á íþróttahreyfinguna „Af hverju höfum við ekki meiri virðingu fyrir íþróttum en að ríkisstjórnin skíri þetta mennta-, barna- og íþróttamálaráðuneyti. Mér finnst það svolítið sýna hvernig stjórnmálamennirnir líta á íþróttahreyfinguna sem sjálfsagðan hlut í þessu samfélagi og að við séum alltaf til hliðar,“ sagði Hannes. „Núna er ekkert til lengur sem heitir orð. Þess vegna tek ég heilshugar undir það sem Ásmundur sagði. Það er nóg komið af nefndum. Nú þurfum við að setja fjármagn í þetta. Í dag er ekki ein króna tengd þjóðarleikvöngum í fjárhagsáætlun ríkisins fyrir næsta ár. Ég hef þá trú að Ásmundur og þá ríkisstjórnin reyni að koma því í gagnið að við fáum peninga til að byrja að vinna þetta. Þetta mun ekki vinnast á loftinu einu saman,“ sagði Hannes.
Fótbolti Körfubolti Pallborðið KSÍ Handbolti Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira