Jólin verða blótuð undir berum himni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. nóvember 2021 07:00 Alda Vala er goði hjá Ásatrúarfélaginu. vísir/rúnar Jólin verða blótuð undir berum himni af Ásatrúarmönnum í ár í glænýju hofi trúfélagsins. Þó hofið sé ekki alveg tilbúið enn verður það loksins tekið í notkun fyrir hátíðirnar eftir framkvæmdir sem hafa tafist um nokkur ár. „Já, við erum komin svo langt að við erum að koma okkur fyrir hér með félagsaðstöðu með bráðabirgðabyggingu í bili en hérna stefnum við að því að reyna að halda jólablótið okkar sem er á vetrarsólstöðunum núna 21. desember,” segir Alda Vala Ásdísardóttir goði. Fyrsta skóflustungan að nýju hofi Ásatrúarfélagsins var tekni árið 2015. Það átti að verða tekið í notkun ári síðar en framkvæmdin hefur tafist verulega og farið fram úr kostnaðaráætlun. Byggingin verður ansi tilkomumikil inni í miðri Öskjuhlíðinni.aðsend Hofið sjálft, þar sem trúarathafnir ásatrúarmanna fara fram, er þó tilbúið þó það vanti reyndar vissulega þakið á hvelfinguna. „Þakið verður ekki komið. Hvelfingin verður ekki komin og hún kemur bara í náinni framtíð. Ég ætla ekki að ákveða hvenær. Eins og ég segi að við byggjum eftir því sem við eigum fyrir því og skuldum ekki neitt. Það er mottóið okkar í bili,“ segir Alda Vala. Hér sést inn í hvelfinguna en búið er að byggja allan grunn að hofinu og mun blótið fara fram þrátt fyrir þakleysið.aðsend Og í þetta fara félagsgjöld Ásatrúarmanna því að langmestu leyti. Þeim hefur fjölgað mjög síðustu ár og reyndar tífaldast á síðustu tuttugu árum; voru 515 árið 2001 en eru 5.118 í ár. Félagsmönnum hefur fjölgað mjög í Ásatrúarfélaginu á síðustu áratugum.vísir Hrafnarnir hafa tekið vel á móti Ásatrúarmönnum Þakleysi nýja hofsins stoppar Ásatrúarmenn þó ekki í blótskapnum. Það snjóar ansi mikið á okkur núna… „Ó, já. Þetta er bara merki um tímann fram undan. Við erum að fara inn í aðventu og við erum að fara inn í jólatímann og dimmasta tímann og við erum að fara með fallegri snjókomu hérna inn núna,“ segir goðinn. Og í þann mund fljúga hrafnar yfir höfðum okkar. Þeir hljóta að vera ykkur að skapi er það ekki? „Jú, það er okkur að skapi. Þeir hafa tekið á móti okkur alveg frá upphafi. Eru hérna í grenndinni og mikið líf í skóginum hérna í kring. Þannig við erum ansi nálægt náttúrunni hérna inni í miðri Reykjavík.“ Trúmál Jól Reykjavík Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Já, við erum komin svo langt að við erum að koma okkur fyrir hér með félagsaðstöðu með bráðabirgðabyggingu í bili en hérna stefnum við að því að reyna að halda jólablótið okkar sem er á vetrarsólstöðunum núna 21. desember,” segir Alda Vala Ásdísardóttir goði. Fyrsta skóflustungan að nýju hofi Ásatrúarfélagsins var tekni árið 2015. Það átti að verða tekið í notkun ári síðar en framkvæmdin hefur tafist verulega og farið fram úr kostnaðaráætlun. Byggingin verður ansi tilkomumikil inni í miðri Öskjuhlíðinni.aðsend Hofið sjálft, þar sem trúarathafnir ásatrúarmanna fara fram, er þó tilbúið þó það vanti reyndar vissulega þakið á hvelfinguna. „Þakið verður ekki komið. Hvelfingin verður ekki komin og hún kemur bara í náinni framtíð. Ég ætla ekki að ákveða hvenær. Eins og ég segi að við byggjum eftir því sem við eigum fyrir því og skuldum ekki neitt. Það er mottóið okkar í bili,“ segir Alda Vala. Hér sést inn í hvelfinguna en búið er að byggja allan grunn að hofinu og mun blótið fara fram þrátt fyrir þakleysið.aðsend Og í þetta fara félagsgjöld Ásatrúarmanna því að langmestu leyti. Þeim hefur fjölgað mjög síðustu ár og reyndar tífaldast á síðustu tuttugu árum; voru 515 árið 2001 en eru 5.118 í ár. Félagsmönnum hefur fjölgað mjög í Ásatrúarfélaginu á síðustu áratugum.vísir Hrafnarnir hafa tekið vel á móti Ásatrúarmönnum Þakleysi nýja hofsins stoppar Ásatrúarmenn þó ekki í blótskapnum. Það snjóar ansi mikið á okkur núna… „Ó, já. Þetta er bara merki um tímann fram undan. Við erum að fara inn í aðventu og við erum að fara inn í jólatímann og dimmasta tímann og við erum að fara með fallegri snjókomu hérna inn núna,“ segir goðinn. Og í þann mund fljúga hrafnar yfir höfðum okkar. Þeir hljóta að vera ykkur að skapi er það ekki? „Jú, það er okkur að skapi. Þeir hafa tekið á móti okkur alveg frá upphafi. Eru hérna í grenndinni og mikið líf í skóginum hérna í kring. Þannig við erum ansi nálægt náttúrunni hérna inni í miðri Reykjavík.“
Trúmál Jól Reykjavík Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira