Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 18:35 Læknirinn er grunaður um að hafa skráð fólk í lífslokameðferð að tilefnislausu. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. Stjórnendur Landspítala komu saman til fundar í dag eftir að fréttir birtust af því að lögregla teldi að andlát sex einstaklinga hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Fimm önnur dauðsföll eru til skoðunar, en Skúli er talinn hafa skráð þessa einstaklinga í lífslokameðferð að tilefnislausu. Spítalinn hyggst funda með landlækni á morgun og meta framhaldið. Þá segir Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu að embættið hafi heldur ekki verið meðvitað um öll þessi tilfelli. Óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu um leið og fréttir af málinu birtust. „Það komu fram upplýsingar sem kalla á það að embættið mun óska eftir frekari upplýsingum frá lögreglu, en ég get að öðru leyti ekki tjáð mig um einstök mál,“ segir hún. Greint var frá því í morgun að Skúli Tómas hefði nýverið fengið endurnýjað tímabundið starfsleyfi, en hann var sviptur réttindum sínum eftir að landlæknir gerði ítarlega úttekt á störfum hans í tengslum við andlát eins sjúklings. Sú skýrsla var svört og var Skúli Tómas sagður hafa vanrækt skyldur sínar sem læknir og gert röð alvarlegra mistaka. Landlæknir krefst upplýsinga Alma getur ekki tjáð sig um þetta tiltekna mál en getur svarað því undir hvaða kringumstæðum læknar eru sviptir réttindum sínum. „Málin eru afskaplega ólík og við verðum að starfa miðað við þann lagaramma sem okkur er settur. Landlæknir getur svipt starfsmann starfsleyfi, til dæmis vegna veikinda eða vegna faglegrar vanhæfni og sé hann metinn óhæfur um að sinna starfi sínu. Þetta er mjög íþyngjandi úrræði þannig að það þarf að vanda mjög ákvarðanatökuna. Það er unnið eftir stjórnsýslulögum og það þarf að hafa það í huga að það er ekki hlutverk embættisins að refsa – það er annarra stjórnvalda – heldur að tryggja að faglega sé unnið og örugglega,“ segir hún. Og hvað þarf að koma til þess að einstaklingur fái starfsleyfi sitt aftur? „Það fer eftir ástæðum sviptingar. Ef ástæðan voru veikindi þá þarf viðkomandi að hafa fengið viðeigandi meðferð við sínum veikindum. Ef það er vegna faglegrar vanhæfni þá þarf að hafa farið fram endurhæfing sem er ýmist endurmenntun eða þjálfun. Þegar þeirri endurhæfingu er lokið er hægt að sækja um starfsleyfi,“ segir hún. „En það er aldrei veitt fullt starfsleyfi strax, heldur eru þau oftast bæði takmörkuð og tímabundin og á meðan er viðkomandi undir sérstöku eftirliti.“ Ítrekað hafa ratað í fréttir kvartanir á hendur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Alma segir að við þeim hafi verið brugðist og að það horfi til betri vegar. „Við höfum farið í úttektir hvað varðar heilsugæsluna, þar hefur verið gripið til ýmissa úrbóta, og á sjúkradeildinni en sú skýrsla verður birt á næstunni. Okkar hlutverk er að benda á tækifæri til úrbóta og fylgja þeim eftir.“ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðan í febrúarmánuði. Hins vegar sendi stofnunin frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í dag um alvarleg atvik sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur, lögum samkvæmt, tilkynnt til lögreglu og Embættis landlæknis er nauðsynlegt að koma því á framfæri að ómögulegt er að tjá sig um slík mál enda eru stofnunin og starfsfólk hennar bundin trúnaði. Eftir að stofnunin sendir mál til meðferðar til lögreglu fær stofnunin engar upplýsingar um framvindu máls. HSS mun ekki tjá sig um mál sem vísað hefur verið til lögreglu eða landlæknisembættisins. Þá segir lögmaður Skúla Tómasar að hann sé bundinn þagnareið og geti því engum fyrirspurnum svarað um málið. Læknamistök á HSS Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Stjórnendur Landspítala komu saman til fundar í dag eftir að fréttir birtust af því að lögregla teldi að andlát sex einstaklinga hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Fimm önnur dauðsföll eru til skoðunar, en Skúli er talinn hafa skráð þessa einstaklinga í lífslokameðferð að tilefnislausu. Spítalinn hyggst funda með landlækni á morgun og meta framhaldið. Þá segir Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu að embættið hafi heldur ekki verið meðvitað um öll þessi tilfelli. Óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu um leið og fréttir af málinu birtust. „Það komu fram upplýsingar sem kalla á það að embættið mun óska eftir frekari upplýsingum frá lögreglu, en ég get að öðru leyti ekki tjáð mig um einstök mál,“ segir hún. Greint var frá því í morgun að Skúli Tómas hefði nýverið fengið endurnýjað tímabundið starfsleyfi, en hann var sviptur réttindum sínum eftir að landlæknir gerði ítarlega úttekt á störfum hans í tengslum við andlát eins sjúklings. Sú skýrsla var svört og var Skúli Tómas sagður hafa vanrækt skyldur sínar sem læknir og gert röð alvarlegra mistaka. Landlæknir krefst upplýsinga Alma getur ekki tjáð sig um þetta tiltekna mál en getur svarað því undir hvaða kringumstæðum læknar eru sviptir réttindum sínum. „Málin eru afskaplega ólík og við verðum að starfa miðað við þann lagaramma sem okkur er settur. Landlæknir getur svipt starfsmann starfsleyfi, til dæmis vegna veikinda eða vegna faglegrar vanhæfni og sé hann metinn óhæfur um að sinna starfi sínu. Þetta er mjög íþyngjandi úrræði þannig að það þarf að vanda mjög ákvarðanatökuna. Það er unnið eftir stjórnsýslulögum og það þarf að hafa það í huga að það er ekki hlutverk embættisins að refsa – það er annarra stjórnvalda – heldur að tryggja að faglega sé unnið og örugglega,“ segir hún. Og hvað þarf að koma til þess að einstaklingur fái starfsleyfi sitt aftur? „Það fer eftir ástæðum sviptingar. Ef ástæðan voru veikindi þá þarf viðkomandi að hafa fengið viðeigandi meðferð við sínum veikindum. Ef það er vegna faglegrar vanhæfni þá þarf að hafa farið fram endurhæfing sem er ýmist endurmenntun eða þjálfun. Þegar þeirri endurhæfingu er lokið er hægt að sækja um starfsleyfi,“ segir hún. „En það er aldrei veitt fullt starfsleyfi strax, heldur eru þau oftast bæði takmörkuð og tímabundin og á meðan er viðkomandi undir sérstöku eftirliti.“ Ítrekað hafa ratað í fréttir kvartanir á hendur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Alma segir að við þeim hafi verið brugðist og að það horfi til betri vegar. „Við höfum farið í úttektir hvað varðar heilsugæsluna, þar hefur verið gripið til ýmissa úrbóta, og á sjúkradeildinni en sú skýrsla verður birt á næstunni. Okkar hlutverk er að benda á tækifæri til úrbóta og fylgja þeim eftir.“ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðan í febrúarmánuði. Hins vegar sendi stofnunin frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í dag um alvarleg atvik sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur, lögum samkvæmt, tilkynnt til lögreglu og Embættis landlæknis er nauðsynlegt að koma því á framfæri að ómögulegt er að tjá sig um slík mál enda eru stofnunin og starfsfólk hennar bundin trúnaði. Eftir að stofnunin sendir mál til meðferðar til lögreglu fær stofnunin engar upplýsingar um framvindu máls. HSS mun ekki tjá sig um mál sem vísað hefur verið til lögreglu eða landlæknisembættisins. Þá segir lögmaður Skúla Tómasar að hann sé bundinn þagnareið og geti því engum fyrirspurnum svarað um málið.
Læknamistök á HSS Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50
Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30
Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31