Ábyrgð beggja að samkeppnin verði ekki að átökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2021 06:42 Biden og Xi áttu langan fund í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi. epa/Sarah Silbiger Joe Biden Bandaríkjaforseti hóf netfund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, með þeim orðum að báðir bæru ábyrgð á því að rígur milli ríkjanna tveggja yrðu ekki að átökum. Fundurinn varði í meira en þrjá og hálfan tíma en Biden sagðist vonast til að leiðtogarnir tveir gætu átt opin og hreinskilin samskipti og varðað leiðina fram á við. „Við þurfum að koma upp skynsamlegum vegriðum, vera skýr og hreinskilin varðandi það sem við erum ósammála um og vinna saman í þeim málum þar sem við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta, sérstaklega í mikilvægum hnattrænum málum á borð við loftslagsbreytingar,“ sagði Biden. „Það er ábyrgð okkar beggja, sem leiðtoga Kína og Bandaríkjanna, að tryggja að samkeppni ríkjanna á milli verði ekki að átökum, viljandi eða óviljandi,“ sagði forsetinn. Xi sló einnig vinalegan tón. „Jafnvel þótt við getum ekki staðið augliti til auglitis, þá er þetta ekki svo slæmt. Ég gleðst yfir því að sjá minn gamla vin.“ Samkvæmt miðlum í Kína sagði Xi að jörðin væri nógu stór fyrir bæði Kína og Bandaríkin. Þjóðir heims byggju í „alheimsþorpi“ og stæðu frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum. „Kína og Bandaríkin þurfa að eiga í auknum samskiptum og samvinnu.“ Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru málefni Taívan en Xi varaði við því að Kína væri reiðubúið til að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef yfirvöld í Taívan gerðu sig líkleg til að fara yfir þá línu sem hefði verið mörkuð um sjálfræði svæðisins. Þá sagði hann stuðningsyfirlýsingar Bandaríkjamanna við sjálfstætt Taívan leik að eldi og að þeir sem léku sér að eldi myndu brenna sig. Biden sagði á móti að Bandaríkjamenn styddu „eitt Kína“ stefnu kínverskra stjórnvalda en á sama tíma væru stjórnvöld í Washington á móti öllum aðgerðum sem breyttu núverandi ástandi í Taívan eða væru til þess gerðar að grafa undan friði. Ummælin hafa verið túlkuð sem áminning til Taívan um að freista þess ekki að lýsa yfir sjálfstæði og til Kína um að íhuga ekki innrás. Bandaríkin Kína Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Fundurinn varði í meira en þrjá og hálfan tíma en Biden sagðist vonast til að leiðtogarnir tveir gætu átt opin og hreinskilin samskipti og varðað leiðina fram á við. „Við þurfum að koma upp skynsamlegum vegriðum, vera skýr og hreinskilin varðandi það sem við erum ósammála um og vinna saman í þeim málum þar sem við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta, sérstaklega í mikilvægum hnattrænum málum á borð við loftslagsbreytingar,“ sagði Biden. „Það er ábyrgð okkar beggja, sem leiðtoga Kína og Bandaríkjanna, að tryggja að samkeppni ríkjanna á milli verði ekki að átökum, viljandi eða óviljandi,“ sagði forsetinn. Xi sló einnig vinalegan tón. „Jafnvel þótt við getum ekki staðið augliti til auglitis, þá er þetta ekki svo slæmt. Ég gleðst yfir því að sjá minn gamla vin.“ Samkvæmt miðlum í Kína sagði Xi að jörðin væri nógu stór fyrir bæði Kína og Bandaríkin. Þjóðir heims byggju í „alheimsþorpi“ og stæðu frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum. „Kína og Bandaríkin þurfa að eiga í auknum samskiptum og samvinnu.“ Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru málefni Taívan en Xi varaði við því að Kína væri reiðubúið til að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef yfirvöld í Taívan gerðu sig líkleg til að fara yfir þá línu sem hefði verið mörkuð um sjálfræði svæðisins. Þá sagði hann stuðningsyfirlýsingar Bandaríkjamanna við sjálfstætt Taívan leik að eldi og að þeir sem léku sér að eldi myndu brenna sig. Biden sagði á móti að Bandaríkjamenn styddu „eitt Kína“ stefnu kínverskra stjórnvalda en á sama tíma væru stjórnvöld í Washington á móti öllum aðgerðum sem breyttu núverandi ástandi í Taívan eða væru til þess gerðar að grafa undan friði. Ummælin hafa verið túlkuð sem áminning til Taívan um að freista þess ekki að lýsa yfir sjálfstæði og til Kína um að íhuga ekki innrás.
Bandaríkin Kína Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira