Ábyrgð beggja að samkeppnin verði ekki að átökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2021 06:42 Biden og Xi áttu langan fund í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi. epa/Sarah Silbiger Joe Biden Bandaríkjaforseti hóf netfund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, með þeim orðum að báðir bæru ábyrgð á því að rígur milli ríkjanna tveggja yrðu ekki að átökum. Fundurinn varði í meira en þrjá og hálfan tíma en Biden sagðist vonast til að leiðtogarnir tveir gætu átt opin og hreinskilin samskipti og varðað leiðina fram á við. „Við þurfum að koma upp skynsamlegum vegriðum, vera skýr og hreinskilin varðandi það sem við erum ósammála um og vinna saman í þeim málum þar sem við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta, sérstaklega í mikilvægum hnattrænum málum á borð við loftslagsbreytingar,“ sagði Biden. „Það er ábyrgð okkar beggja, sem leiðtoga Kína og Bandaríkjanna, að tryggja að samkeppni ríkjanna á milli verði ekki að átökum, viljandi eða óviljandi,“ sagði forsetinn. Xi sló einnig vinalegan tón. „Jafnvel þótt við getum ekki staðið augliti til auglitis, þá er þetta ekki svo slæmt. Ég gleðst yfir því að sjá minn gamla vin.“ Samkvæmt miðlum í Kína sagði Xi að jörðin væri nógu stór fyrir bæði Kína og Bandaríkin. Þjóðir heims byggju í „alheimsþorpi“ og stæðu frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum. „Kína og Bandaríkin þurfa að eiga í auknum samskiptum og samvinnu.“ Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru málefni Taívan en Xi varaði við því að Kína væri reiðubúið til að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef yfirvöld í Taívan gerðu sig líkleg til að fara yfir þá línu sem hefði verið mörkuð um sjálfræði svæðisins. Þá sagði hann stuðningsyfirlýsingar Bandaríkjamanna við sjálfstætt Taívan leik að eldi og að þeir sem léku sér að eldi myndu brenna sig. Biden sagði á móti að Bandaríkjamenn styddu „eitt Kína“ stefnu kínverskra stjórnvalda en á sama tíma væru stjórnvöld í Washington á móti öllum aðgerðum sem breyttu núverandi ástandi í Taívan eða væru til þess gerðar að grafa undan friði. Ummælin hafa verið túlkuð sem áminning til Taívan um að freista þess ekki að lýsa yfir sjálfstæði og til Kína um að íhuga ekki innrás. Bandaríkin Kína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Fundurinn varði í meira en þrjá og hálfan tíma en Biden sagðist vonast til að leiðtogarnir tveir gætu átt opin og hreinskilin samskipti og varðað leiðina fram á við. „Við þurfum að koma upp skynsamlegum vegriðum, vera skýr og hreinskilin varðandi það sem við erum ósammála um og vinna saman í þeim málum þar sem við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta, sérstaklega í mikilvægum hnattrænum málum á borð við loftslagsbreytingar,“ sagði Biden. „Það er ábyrgð okkar beggja, sem leiðtoga Kína og Bandaríkjanna, að tryggja að samkeppni ríkjanna á milli verði ekki að átökum, viljandi eða óviljandi,“ sagði forsetinn. Xi sló einnig vinalegan tón. „Jafnvel þótt við getum ekki staðið augliti til auglitis, þá er þetta ekki svo slæmt. Ég gleðst yfir því að sjá minn gamla vin.“ Samkvæmt miðlum í Kína sagði Xi að jörðin væri nógu stór fyrir bæði Kína og Bandaríkin. Þjóðir heims byggju í „alheimsþorpi“ og stæðu frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum. „Kína og Bandaríkin þurfa að eiga í auknum samskiptum og samvinnu.“ Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru málefni Taívan en Xi varaði við því að Kína væri reiðubúið til að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef yfirvöld í Taívan gerðu sig líkleg til að fara yfir þá línu sem hefði verið mörkuð um sjálfræði svæðisins. Þá sagði hann stuðningsyfirlýsingar Bandaríkjamanna við sjálfstætt Taívan leik að eldi og að þeir sem léku sér að eldi myndu brenna sig. Biden sagði á móti að Bandaríkjamenn styddu „eitt Kína“ stefnu kínverskra stjórnvalda en á sama tíma væru stjórnvöld í Washington á móti öllum aðgerðum sem breyttu núverandi ástandi í Taívan eða væru til þess gerðar að grafa undan friði. Ummælin hafa verið túlkuð sem áminning til Taívan um að freista þess ekki að lýsa yfir sjálfstæði og til Kína um að íhuga ekki innrás.
Bandaríkin Kína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira