Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 09:04 Samband Xi (t.v.) og Biden (t.h.) var með ágætum þegar sá síðarnefndi var varaforseti Bandaríkjanna á sínum tíma. Fundurinn er í dag er sá fyrsti eftir að Biden varð forseti Bandaríkjanna. AP/Damian Dovarganes Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. Fundur leiðtoganna hefst seint í kvöld að íslenskum tíma. Kínverskir fjölmiðlar segja líklegt að Xi ætli að fara þess á leit við Biden að hann „bakki“ varðandi Taívan því hann sé harðákveðinn í að sameina það meginlandi Kína í „fyrirsjáanlegri framtíð hvað sem það kostar“. Kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi ráðið sér sjálfir um áratugaskeið. Upp á síðkastið hafa þau aukið spennustigið á svæðinu, meðal annars með því að senda stóran herþotuflota inn á loftvarnasvæði Taívans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkjastjórn styður heimastjórnina í Taipei og Biden forseti hefur sakað Kínverja um að ógna Taívönum með hernaðabrölti. Hann hefur sagt að Bandaríkin kæmu þeim til varnar létu Kínverjar til skarar skríða. AP-fréttastofan segir að ekki sé búist við neinum meiriháttar tilkynningum eftir fundinn og ekki standi til að forsetarnir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu að honum loknum. Kjarnorkuuppbygging og sniðganga vetrarólympíuleika Fleiri ágreiningsmál ríkjanna eru líkleg til að bera á góma þeirra Biden og Xi. Bandaríkjastjórn er með böggum hildar yfir vaxandi kjarnavopnaeign Kínverja og tilraunum þeirra með hljóðfráar eldflaugar. Á móti mótmæltu Kínverjar umdeildu samkomulagi Bandaríkjamanna, Ástrala og Breta um að Ástralir fengju kjarnorkukafbáta. Þá hafa ríkin deilt um viðskipti og tækni. Kínverjar hafa ekki staðið við loforð um að stórauka innflutning á bandarískum vörum, koma í veg fyrir hugverkastuld og opnað markaði sína fyrir bandarískum þjónustufyrirtækjum. Þeir vilja að Bandaríkjamenn aflétti tollum sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, kom á í viðskiptastríði sínu við þá. Nokkur kínversk tæknifyrirtæki eru á svörtum lista í Bandaríkjunum, þar á meðal Huawei og tölvuflöguframleiðandinn SMIC, sem takmarkar tæknilegt samstarf þeirra við bandarísk fyrirtæki. Fjöldi bandarískra þingmanna hefur krafist þess að vetrarólympíuleikarnir í Beijing í febrúar verði sniðgengnir vegna mannréttindabrota og þjóðarmorð sem Kínverjar eru sakaðir um að fremja á úígúrum í Xinjiang-héraði. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í síðustu viku eiga í viðræðum við önnur ríki um hvernig þau sjá fyrir sér að taka þátt í leikunum en ekki liggi fyrir hvort eða hvenær þau ákveðið að sniðganga þá að einhverju leyti. Kína Bandaríkin Joe Biden Taívan Tengdar fréttir Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Fundur leiðtoganna hefst seint í kvöld að íslenskum tíma. Kínverskir fjölmiðlar segja líklegt að Xi ætli að fara þess á leit við Biden að hann „bakki“ varðandi Taívan því hann sé harðákveðinn í að sameina það meginlandi Kína í „fyrirsjáanlegri framtíð hvað sem það kostar“. Kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi ráðið sér sjálfir um áratugaskeið. Upp á síðkastið hafa þau aukið spennustigið á svæðinu, meðal annars með því að senda stóran herþotuflota inn á loftvarnasvæði Taívans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkjastjórn styður heimastjórnina í Taipei og Biden forseti hefur sakað Kínverja um að ógna Taívönum með hernaðabrölti. Hann hefur sagt að Bandaríkin kæmu þeim til varnar létu Kínverjar til skarar skríða. AP-fréttastofan segir að ekki sé búist við neinum meiriháttar tilkynningum eftir fundinn og ekki standi til að forsetarnir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu að honum loknum. Kjarnorkuuppbygging og sniðganga vetrarólympíuleika Fleiri ágreiningsmál ríkjanna eru líkleg til að bera á góma þeirra Biden og Xi. Bandaríkjastjórn er með böggum hildar yfir vaxandi kjarnavopnaeign Kínverja og tilraunum þeirra með hljóðfráar eldflaugar. Á móti mótmæltu Kínverjar umdeildu samkomulagi Bandaríkjamanna, Ástrala og Breta um að Ástralir fengju kjarnorkukafbáta. Þá hafa ríkin deilt um viðskipti og tækni. Kínverjar hafa ekki staðið við loforð um að stórauka innflutning á bandarískum vörum, koma í veg fyrir hugverkastuld og opnað markaði sína fyrir bandarískum þjónustufyrirtækjum. Þeir vilja að Bandaríkjamenn aflétti tollum sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, kom á í viðskiptastríði sínu við þá. Nokkur kínversk tæknifyrirtæki eru á svörtum lista í Bandaríkjunum, þar á meðal Huawei og tölvuflöguframleiðandinn SMIC, sem takmarkar tæknilegt samstarf þeirra við bandarísk fyrirtæki. Fjöldi bandarískra þingmanna hefur krafist þess að vetrarólympíuleikarnir í Beijing í febrúar verði sniðgengnir vegna mannréttindabrota og þjóðarmorð sem Kínverjar eru sakaðir um að fremja á úígúrum í Xinjiang-héraði. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í síðustu viku eiga í viðræðum við önnur ríki um hvernig þau sjá fyrir sér að taka þátt í leikunum en ekki liggi fyrir hvort eða hvenær þau ákveðið að sniðganga þá að einhverju leyti.
Kína Bandaríkin Joe Biden Taívan Tengdar fréttir Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30
Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01
Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38