Biðlistabörnin Jóhannes Stefánsson skrifar 11. nóvember 2021 10:31 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar. Fjölgun barna, fækkun starfsfólks Það er af ýmsu að taka, en það sem vekur einna mesta athygli eru áætlanir borgarinnar í leikskólamálum. Það lítur út fyrir að stærsti fæðingarárgangur síðasta áratugar hér á landi komi í heiminn á þessu ári. Þetta eru börn sem þurfa leikskólapláss á næsta ári. Miðað við tölur sem Hagstofan birti nýverið vantar ellefu nýja, fullmannaða leikskóla í borgina til þess að taka á móti þessum árgangi. Höfum í huga að börn í Reykjavík þurfa nú þegar mörg hver að bíða fram yfir tveggja ára aldur áður en þau fá leikskólapláss, meira en ári eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þetta virðast hafa farið framhjá meirihlutanum í borgarstjórn sem ætlar að fækka starfsfólki leikskóla á milli ára, þrátt fyrir að starfsmönnum borgarinnar á öðrum sviðum haldi áfram að fjölga. Þó stendur til að byrja að byggja nýjar leikskóladeildir fyrir 4 milljarða króna á næsta ári, sem er allt of lítið og allt of seint. Borgin ætlar því áfram að skila auðu til foreldra og barna á leikskólaaldri en virðast ætla að fá starfsfólk skólanna til að leysa vandann fyrir sig. Leikskólastjórnendur fá nú símtöl þar sem þeir eru beðnir um að reyna að taka inn sem flest börn, enda styttist í kosningar. Hver á að vera heima? Samtölin milli foreldra um það hvernig þeir ætli að brúa þetta bil munu því fyrirsjáanlega halda áfram. Atvinnurekendur munu áfram þurfa að sjá á eftir starfsfólki sem er fast heima á meðan beðið er eftir símtalinu um hvenær barnið fái loksins pláss. Þetta ástand veldur álagi á barnafjölskyldur sem fæstar þurfa á auknum áhyggjum að halda. Og ef þær eru svo heppnar að fá inni, þurfa þær fljótlega að venja sig á að hlaupa undir bagga með kerfinu á svokölluðum fáliðunardögum, þegar ekki tekst að manna deildir. Þeir eru orðnir svo algengir að þeir hafa fengið sérstakt heiti í samskiptum borgar og leikskólaforeldra. Það mætti halda því fram að áætlanir meirihlutans í borginni hvað þetta varðar séu mikil vonbrigði, en þær eru það í rauninni ekki. Það er bara hægt að valda vonbrigðum þegar væntingarnar eru einhverjar. Samfylkingin lofaði að á þessu kjörtímabili yrði ráðist í uppbyggingu á leikskólum þannig að öllum reykvískum börnum yrði boðið leikskólapláss við 12 til 18 mánaða aldur. Það gekk ekki eftir, ekki frekar en síðustu fjögur kjörtímabilin þar á undan þar sem sama loforðið hefur verið lagt fram og svikið, aftur og aftur. Það er kaldhæðni örlaganna að loforð Samfylkingarinnar um 12 til 18 mánaða inntökualdur hefur verið svikið í 12 til 18 ár. Kominn tími á breytingar Slæm staða og úrræðaleysi í leikskólamálum er rökrétt og eðlileg afleiðing af áralöngu stefnuleysi í rekstri og fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir að Reykjavík hafi upp á fjölmargt að bjóða og sé að mörgu leyti frábær borg, þá er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki áhuga eða skilning á mikilvægi þess að fjármál borgarinnar séu í lagi. Skuldahlutfall borgarinnar hefur tvöfaldast á fjórum árum. Fulltrúar meirihlutans virðast ekki skilja samhengið á milli heilbrigðra fjármála og ráðdeildar annars vegar og gæða grunnþjónustunnar hins vegar. Fyrir vikið á borgin fullt í fangi með að sjá um grundvallarverkefni, eins og eðlilegt viðhald á skólum. Þetta þarf ekki að vera svona, en til þess að eitthvað breytist er nauðsynlegt að aðrir fái umboð kjósenda til þess að gera breytingar í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið fyrsta flokks borg. Höfundur er foreldri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Jóhannes Stefánsson Skóla - og menntamál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar. Fjölgun barna, fækkun starfsfólks Það er af ýmsu að taka, en það sem vekur einna mesta athygli eru áætlanir borgarinnar í leikskólamálum. Það lítur út fyrir að stærsti fæðingarárgangur síðasta áratugar hér á landi komi í heiminn á þessu ári. Þetta eru börn sem þurfa leikskólapláss á næsta ári. Miðað við tölur sem Hagstofan birti nýverið vantar ellefu nýja, fullmannaða leikskóla í borgina til þess að taka á móti þessum árgangi. Höfum í huga að börn í Reykjavík þurfa nú þegar mörg hver að bíða fram yfir tveggja ára aldur áður en þau fá leikskólapláss, meira en ári eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þetta virðast hafa farið framhjá meirihlutanum í borgarstjórn sem ætlar að fækka starfsfólki leikskóla á milli ára, þrátt fyrir að starfsmönnum borgarinnar á öðrum sviðum haldi áfram að fjölga. Þó stendur til að byrja að byggja nýjar leikskóladeildir fyrir 4 milljarða króna á næsta ári, sem er allt of lítið og allt of seint. Borgin ætlar því áfram að skila auðu til foreldra og barna á leikskólaaldri en virðast ætla að fá starfsfólk skólanna til að leysa vandann fyrir sig. Leikskólastjórnendur fá nú símtöl þar sem þeir eru beðnir um að reyna að taka inn sem flest börn, enda styttist í kosningar. Hver á að vera heima? Samtölin milli foreldra um það hvernig þeir ætli að brúa þetta bil munu því fyrirsjáanlega halda áfram. Atvinnurekendur munu áfram þurfa að sjá á eftir starfsfólki sem er fast heima á meðan beðið er eftir símtalinu um hvenær barnið fái loksins pláss. Þetta ástand veldur álagi á barnafjölskyldur sem fæstar þurfa á auknum áhyggjum að halda. Og ef þær eru svo heppnar að fá inni, þurfa þær fljótlega að venja sig á að hlaupa undir bagga með kerfinu á svokölluðum fáliðunardögum, þegar ekki tekst að manna deildir. Þeir eru orðnir svo algengir að þeir hafa fengið sérstakt heiti í samskiptum borgar og leikskólaforeldra. Það mætti halda því fram að áætlanir meirihlutans í borginni hvað þetta varðar séu mikil vonbrigði, en þær eru það í rauninni ekki. Það er bara hægt að valda vonbrigðum þegar væntingarnar eru einhverjar. Samfylkingin lofaði að á þessu kjörtímabili yrði ráðist í uppbyggingu á leikskólum þannig að öllum reykvískum börnum yrði boðið leikskólapláss við 12 til 18 mánaða aldur. Það gekk ekki eftir, ekki frekar en síðustu fjögur kjörtímabilin þar á undan þar sem sama loforðið hefur verið lagt fram og svikið, aftur og aftur. Það er kaldhæðni örlaganna að loforð Samfylkingarinnar um 12 til 18 mánaða inntökualdur hefur verið svikið í 12 til 18 ár. Kominn tími á breytingar Slæm staða og úrræðaleysi í leikskólamálum er rökrétt og eðlileg afleiðing af áralöngu stefnuleysi í rekstri og fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir að Reykjavík hafi upp á fjölmargt að bjóða og sé að mörgu leyti frábær borg, þá er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki áhuga eða skilning á mikilvægi þess að fjármál borgarinnar séu í lagi. Skuldahlutfall borgarinnar hefur tvöfaldast á fjórum árum. Fulltrúar meirihlutans virðast ekki skilja samhengið á milli heilbrigðra fjármála og ráðdeildar annars vegar og gæða grunnþjónustunnar hins vegar. Fyrir vikið á borgin fullt í fangi með að sjá um grundvallarverkefni, eins og eðlilegt viðhald á skólum. Þetta þarf ekki að vera svona, en til þess að eitthvað breytist er nauðsynlegt að aðrir fái umboð kjósenda til þess að gera breytingar í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið fyrsta flokks borg. Höfundur er foreldri í Reykjavík.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun