Biðlistabörnin Jóhannes Stefánsson skrifar 11. nóvember 2021 10:31 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar. Fjölgun barna, fækkun starfsfólks Það er af ýmsu að taka, en það sem vekur einna mesta athygli eru áætlanir borgarinnar í leikskólamálum. Það lítur út fyrir að stærsti fæðingarárgangur síðasta áratugar hér á landi komi í heiminn á þessu ári. Þetta eru börn sem þurfa leikskólapláss á næsta ári. Miðað við tölur sem Hagstofan birti nýverið vantar ellefu nýja, fullmannaða leikskóla í borgina til þess að taka á móti þessum árgangi. Höfum í huga að börn í Reykjavík þurfa nú þegar mörg hver að bíða fram yfir tveggja ára aldur áður en þau fá leikskólapláss, meira en ári eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þetta virðast hafa farið framhjá meirihlutanum í borgarstjórn sem ætlar að fækka starfsfólki leikskóla á milli ára, þrátt fyrir að starfsmönnum borgarinnar á öðrum sviðum haldi áfram að fjölga. Þó stendur til að byrja að byggja nýjar leikskóladeildir fyrir 4 milljarða króna á næsta ári, sem er allt of lítið og allt of seint. Borgin ætlar því áfram að skila auðu til foreldra og barna á leikskólaaldri en virðast ætla að fá starfsfólk skólanna til að leysa vandann fyrir sig. Leikskólastjórnendur fá nú símtöl þar sem þeir eru beðnir um að reyna að taka inn sem flest börn, enda styttist í kosningar. Hver á að vera heima? Samtölin milli foreldra um það hvernig þeir ætli að brúa þetta bil munu því fyrirsjáanlega halda áfram. Atvinnurekendur munu áfram þurfa að sjá á eftir starfsfólki sem er fast heima á meðan beðið er eftir símtalinu um hvenær barnið fái loksins pláss. Þetta ástand veldur álagi á barnafjölskyldur sem fæstar þurfa á auknum áhyggjum að halda. Og ef þær eru svo heppnar að fá inni, þurfa þær fljótlega að venja sig á að hlaupa undir bagga með kerfinu á svokölluðum fáliðunardögum, þegar ekki tekst að manna deildir. Þeir eru orðnir svo algengir að þeir hafa fengið sérstakt heiti í samskiptum borgar og leikskólaforeldra. Það mætti halda því fram að áætlanir meirihlutans í borginni hvað þetta varðar séu mikil vonbrigði, en þær eru það í rauninni ekki. Það er bara hægt að valda vonbrigðum þegar væntingarnar eru einhverjar. Samfylkingin lofaði að á þessu kjörtímabili yrði ráðist í uppbyggingu á leikskólum þannig að öllum reykvískum börnum yrði boðið leikskólapláss við 12 til 18 mánaða aldur. Það gekk ekki eftir, ekki frekar en síðustu fjögur kjörtímabilin þar á undan þar sem sama loforðið hefur verið lagt fram og svikið, aftur og aftur. Það er kaldhæðni örlaganna að loforð Samfylkingarinnar um 12 til 18 mánaða inntökualdur hefur verið svikið í 12 til 18 ár. Kominn tími á breytingar Slæm staða og úrræðaleysi í leikskólamálum er rökrétt og eðlileg afleiðing af áralöngu stefnuleysi í rekstri og fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir að Reykjavík hafi upp á fjölmargt að bjóða og sé að mörgu leyti frábær borg, þá er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki áhuga eða skilning á mikilvægi þess að fjármál borgarinnar séu í lagi. Skuldahlutfall borgarinnar hefur tvöfaldast á fjórum árum. Fulltrúar meirihlutans virðast ekki skilja samhengið á milli heilbrigðra fjármála og ráðdeildar annars vegar og gæða grunnþjónustunnar hins vegar. Fyrir vikið á borgin fullt í fangi með að sjá um grundvallarverkefni, eins og eðlilegt viðhald á skólum. Þetta þarf ekki að vera svona, en til þess að eitthvað breytist er nauðsynlegt að aðrir fái umboð kjósenda til þess að gera breytingar í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið fyrsta flokks borg. Höfundur er foreldri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Jóhannes Stefánsson Skóla - og menntamál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar. Fjölgun barna, fækkun starfsfólks Það er af ýmsu að taka, en það sem vekur einna mesta athygli eru áætlanir borgarinnar í leikskólamálum. Það lítur út fyrir að stærsti fæðingarárgangur síðasta áratugar hér á landi komi í heiminn á þessu ári. Þetta eru börn sem þurfa leikskólapláss á næsta ári. Miðað við tölur sem Hagstofan birti nýverið vantar ellefu nýja, fullmannaða leikskóla í borgina til þess að taka á móti þessum árgangi. Höfum í huga að börn í Reykjavík þurfa nú þegar mörg hver að bíða fram yfir tveggja ára aldur áður en þau fá leikskólapláss, meira en ári eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þetta virðast hafa farið framhjá meirihlutanum í borgarstjórn sem ætlar að fækka starfsfólki leikskóla á milli ára, þrátt fyrir að starfsmönnum borgarinnar á öðrum sviðum haldi áfram að fjölga. Þó stendur til að byrja að byggja nýjar leikskóladeildir fyrir 4 milljarða króna á næsta ári, sem er allt of lítið og allt of seint. Borgin ætlar því áfram að skila auðu til foreldra og barna á leikskólaaldri en virðast ætla að fá starfsfólk skólanna til að leysa vandann fyrir sig. Leikskólastjórnendur fá nú símtöl þar sem þeir eru beðnir um að reyna að taka inn sem flest börn, enda styttist í kosningar. Hver á að vera heima? Samtölin milli foreldra um það hvernig þeir ætli að brúa þetta bil munu því fyrirsjáanlega halda áfram. Atvinnurekendur munu áfram þurfa að sjá á eftir starfsfólki sem er fast heima á meðan beðið er eftir símtalinu um hvenær barnið fái loksins pláss. Þetta ástand veldur álagi á barnafjölskyldur sem fæstar þurfa á auknum áhyggjum að halda. Og ef þær eru svo heppnar að fá inni, þurfa þær fljótlega að venja sig á að hlaupa undir bagga með kerfinu á svokölluðum fáliðunardögum, þegar ekki tekst að manna deildir. Þeir eru orðnir svo algengir að þeir hafa fengið sérstakt heiti í samskiptum borgar og leikskólaforeldra. Það mætti halda því fram að áætlanir meirihlutans í borginni hvað þetta varðar séu mikil vonbrigði, en þær eru það í rauninni ekki. Það er bara hægt að valda vonbrigðum þegar væntingarnar eru einhverjar. Samfylkingin lofaði að á þessu kjörtímabili yrði ráðist í uppbyggingu á leikskólum þannig að öllum reykvískum börnum yrði boðið leikskólapláss við 12 til 18 mánaða aldur. Það gekk ekki eftir, ekki frekar en síðustu fjögur kjörtímabilin þar á undan þar sem sama loforðið hefur verið lagt fram og svikið, aftur og aftur. Það er kaldhæðni örlaganna að loforð Samfylkingarinnar um 12 til 18 mánaða inntökualdur hefur verið svikið í 12 til 18 ár. Kominn tími á breytingar Slæm staða og úrræðaleysi í leikskólamálum er rökrétt og eðlileg afleiðing af áralöngu stefnuleysi í rekstri og fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir að Reykjavík hafi upp á fjölmargt að bjóða og sé að mörgu leyti frábær borg, þá er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki áhuga eða skilning á mikilvægi þess að fjármál borgarinnar séu í lagi. Skuldahlutfall borgarinnar hefur tvöfaldast á fjórum árum. Fulltrúar meirihlutans virðast ekki skilja samhengið á milli heilbrigðra fjármála og ráðdeildar annars vegar og gæða grunnþjónustunnar hins vegar. Fyrir vikið á borgin fullt í fangi með að sjá um grundvallarverkefni, eins og eðlilegt viðhald á skólum. Þetta þarf ekki að vera svona, en til þess að eitthvað breytist er nauðsynlegt að aðrir fái umboð kjósenda til þess að gera breytingar í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið fyrsta flokks borg. Höfundur er foreldri í Reykjavík.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun