Ákærður fyrir árásina á þinghúsið og leitar hælis í Hvíta-Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 21:30 Frá árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar. AP/Julio Cortez Bandarískur karlmaður sem ákærður er fyrir hlutdeild í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári hefur sótt um hæli í Hvíta-Rússlandi, að því er hvítrússneskir ríkisfjölmiðlar greina frá. AP-fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Hvíta-Rússlandi að maðurinn, hinn 48 ára gamli Evan Neumann frá Kaliforníuríki, sé meðal annars ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann. Hann hafni hins vegar öllum ákærum á hendur sér. „Ég tel mig ekki hafa framið nokkurn glæp. Ein ákæran var afar móðgandi, hún sneri að því að ég hefði slegið lögregluþjón. Það er þvættingur,“ er haft eftir Neumann í viðtali við hvítrússneska ríkissjónvarpið. Í viðtalinu talar Neumann ensku, en það var sent út með rússneskri talsetningu. Samkvæmt dómsgögnum tók Neumann virkan þátt í óeirðunum þann 6. janúar fyrir utan þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum. Honum er gefið að sök að hafa öskrað ókvæðisorð að lögreglumönnum sem reyndu að hafa hemil á mannfjöldanum, áður en hann, ásamt fleirum, ýtti stálgirðingu á hóp lögreglumanna. Þá eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sagðar sýna Neumann kýla tvo lögreglumenn hnefahöggum. Neumann er einn þeirra fleiri en 650 sem hafa verið ákærð fyrir hlutdeild að árásinni á þinghúsið. Fór um langan veg Í viðtalinu við hvítrússneska ríkissjónvarpið segir Neumann að honum hafi verið bætt á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu viðfangsefni hennar, þegar hann yfirgaf Bandaríkin undir því yfirskini að hann væri að fara í viðskiptaferð en Neumann rekur handtöskuframleiðslu. Hann hafi farið í ferðina í mars, og hans fyrsti viðkomustaður hafi verið Ítalía. Því næst hafi hann farið til Sviss, síðan Þýskalands, næst Póllands og loks Úkraínu, hvar hann dvaldi í nokkra mánuði. Því næst hafi hann komist yfir landamærin til Hvíta-Rússlands, með ólögmætum hætti. Þar hafi hann verið handtekinn af hvítrússneskum landamæravörðum. Í kjölfarið hafi hann sótt um hæli í landinu, sem ekki er með framsalssamning við Bandaríkin. Bandaríska sendiráðið í Hvíta-Rússlandi, sem tímabundið er staðsett í Vilníus, höfuðborg Litháens, vildi ekki tjá sig um málið þegar AP-fréttaveitan leitaði eftir því. Hvíta-Rússland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
AP-fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Hvíta-Rússlandi að maðurinn, hinn 48 ára gamli Evan Neumann frá Kaliforníuríki, sé meðal annars ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann. Hann hafni hins vegar öllum ákærum á hendur sér. „Ég tel mig ekki hafa framið nokkurn glæp. Ein ákæran var afar móðgandi, hún sneri að því að ég hefði slegið lögregluþjón. Það er þvættingur,“ er haft eftir Neumann í viðtali við hvítrússneska ríkissjónvarpið. Í viðtalinu talar Neumann ensku, en það var sent út með rússneskri talsetningu. Samkvæmt dómsgögnum tók Neumann virkan þátt í óeirðunum þann 6. janúar fyrir utan þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum. Honum er gefið að sök að hafa öskrað ókvæðisorð að lögreglumönnum sem reyndu að hafa hemil á mannfjöldanum, áður en hann, ásamt fleirum, ýtti stálgirðingu á hóp lögreglumanna. Þá eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sagðar sýna Neumann kýla tvo lögreglumenn hnefahöggum. Neumann er einn þeirra fleiri en 650 sem hafa verið ákærð fyrir hlutdeild að árásinni á þinghúsið. Fór um langan veg Í viðtalinu við hvítrússneska ríkissjónvarpið segir Neumann að honum hafi verið bætt á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu viðfangsefni hennar, þegar hann yfirgaf Bandaríkin undir því yfirskini að hann væri að fara í viðskiptaferð en Neumann rekur handtöskuframleiðslu. Hann hafi farið í ferðina í mars, og hans fyrsti viðkomustaður hafi verið Ítalía. Því næst hafi hann farið til Sviss, síðan Þýskalands, næst Póllands og loks Úkraínu, hvar hann dvaldi í nokkra mánuði. Því næst hafi hann komist yfir landamærin til Hvíta-Rússlands, með ólögmætum hætti. Þar hafi hann verið handtekinn af hvítrússneskum landamæravörðum. Í kjölfarið hafi hann sótt um hæli í landinu, sem ekki er með framsalssamning við Bandaríkin. Bandaríska sendiráðið í Hvíta-Rússlandi, sem tímabundið er staðsett í Vilníus, höfuðborg Litháens, vildi ekki tjá sig um málið þegar AP-fréttaveitan leitaði eftir því.
Hvíta-Rússland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira