Ákærður fyrir árásina á þinghúsið og leitar hælis í Hvíta-Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 21:30 Frá árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar. AP/Julio Cortez Bandarískur karlmaður sem ákærður er fyrir hlutdeild í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári hefur sótt um hæli í Hvíta-Rússlandi, að því er hvítrússneskir ríkisfjölmiðlar greina frá. AP-fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Hvíta-Rússlandi að maðurinn, hinn 48 ára gamli Evan Neumann frá Kaliforníuríki, sé meðal annars ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann. Hann hafni hins vegar öllum ákærum á hendur sér. „Ég tel mig ekki hafa framið nokkurn glæp. Ein ákæran var afar móðgandi, hún sneri að því að ég hefði slegið lögregluþjón. Það er þvættingur,“ er haft eftir Neumann í viðtali við hvítrússneska ríkissjónvarpið. Í viðtalinu talar Neumann ensku, en það var sent út með rússneskri talsetningu. Samkvæmt dómsgögnum tók Neumann virkan þátt í óeirðunum þann 6. janúar fyrir utan þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum. Honum er gefið að sök að hafa öskrað ókvæðisorð að lögreglumönnum sem reyndu að hafa hemil á mannfjöldanum, áður en hann, ásamt fleirum, ýtti stálgirðingu á hóp lögreglumanna. Þá eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sagðar sýna Neumann kýla tvo lögreglumenn hnefahöggum. Neumann er einn þeirra fleiri en 650 sem hafa verið ákærð fyrir hlutdeild að árásinni á þinghúsið. Fór um langan veg Í viðtalinu við hvítrússneska ríkissjónvarpið segir Neumann að honum hafi verið bætt á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu viðfangsefni hennar, þegar hann yfirgaf Bandaríkin undir því yfirskini að hann væri að fara í viðskiptaferð en Neumann rekur handtöskuframleiðslu. Hann hafi farið í ferðina í mars, og hans fyrsti viðkomustaður hafi verið Ítalía. Því næst hafi hann farið til Sviss, síðan Þýskalands, næst Póllands og loks Úkraínu, hvar hann dvaldi í nokkra mánuði. Því næst hafi hann komist yfir landamærin til Hvíta-Rússlands, með ólögmætum hætti. Þar hafi hann verið handtekinn af hvítrússneskum landamæravörðum. Í kjölfarið hafi hann sótt um hæli í landinu, sem ekki er með framsalssamning við Bandaríkin. Bandaríska sendiráðið í Hvíta-Rússlandi, sem tímabundið er staðsett í Vilníus, höfuðborg Litháens, vildi ekki tjá sig um málið þegar AP-fréttaveitan leitaði eftir því. Hvíta-Rússland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
AP-fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Hvíta-Rússlandi að maðurinn, hinn 48 ára gamli Evan Neumann frá Kaliforníuríki, sé meðal annars ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann. Hann hafni hins vegar öllum ákærum á hendur sér. „Ég tel mig ekki hafa framið nokkurn glæp. Ein ákæran var afar móðgandi, hún sneri að því að ég hefði slegið lögregluþjón. Það er þvættingur,“ er haft eftir Neumann í viðtali við hvítrússneska ríkissjónvarpið. Í viðtalinu talar Neumann ensku, en það var sent út með rússneskri talsetningu. Samkvæmt dómsgögnum tók Neumann virkan þátt í óeirðunum þann 6. janúar fyrir utan þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum. Honum er gefið að sök að hafa öskrað ókvæðisorð að lögreglumönnum sem reyndu að hafa hemil á mannfjöldanum, áður en hann, ásamt fleirum, ýtti stálgirðingu á hóp lögreglumanna. Þá eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sagðar sýna Neumann kýla tvo lögreglumenn hnefahöggum. Neumann er einn þeirra fleiri en 650 sem hafa verið ákærð fyrir hlutdeild að árásinni á þinghúsið. Fór um langan veg Í viðtalinu við hvítrússneska ríkissjónvarpið segir Neumann að honum hafi verið bætt á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu viðfangsefni hennar, þegar hann yfirgaf Bandaríkin undir því yfirskini að hann væri að fara í viðskiptaferð en Neumann rekur handtöskuframleiðslu. Hann hafi farið í ferðina í mars, og hans fyrsti viðkomustaður hafi verið Ítalía. Því næst hafi hann farið til Sviss, síðan Þýskalands, næst Póllands og loks Úkraínu, hvar hann dvaldi í nokkra mánuði. Því næst hafi hann komist yfir landamærin til Hvíta-Rússlands, með ólögmætum hætti. Þar hafi hann verið handtekinn af hvítrússneskum landamæravörðum. Í kjölfarið hafi hann sótt um hæli í landinu, sem ekki er með framsalssamning við Bandaríkin. Bandaríska sendiráðið í Hvíta-Rússlandi, sem tímabundið er staðsett í Vilníus, höfuðborg Litháens, vildi ekki tjá sig um málið þegar AP-fréttaveitan leitaði eftir því.
Hvíta-Rússland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent