Ákærður fyrir árásina á þinghúsið og leitar hælis í Hvíta-Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 21:30 Frá árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar. AP/Julio Cortez Bandarískur karlmaður sem ákærður er fyrir hlutdeild í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári hefur sótt um hæli í Hvíta-Rússlandi, að því er hvítrússneskir ríkisfjölmiðlar greina frá. AP-fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Hvíta-Rússlandi að maðurinn, hinn 48 ára gamli Evan Neumann frá Kaliforníuríki, sé meðal annars ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann. Hann hafni hins vegar öllum ákærum á hendur sér. „Ég tel mig ekki hafa framið nokkurn glæp. Ein ákæran var afar móðgandi, hún sneri að því að ég hefði slegið lögregluþjón. Það er þvættingur,“ er haft eftir Neumann í viðtali við hvítrússneska ríkissjónvarpið. Í viðtalinu talar Neumann ensku, en það var sent út með rússneskri talsetningu. Samkvæmt dómsgögnum tók Neumann virkan þátt í óeirðunum þann 6. janúar fyrir utan þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum. Honum er gefið að sök að hafa öskrað ókvæðisorð að lögreglumönnum sem reyndu að hafa hemil á mannfjöldanum, áður en hann, ásamt fleirum, ýtti stálgirðingu á hóp lögreglumanna. Þá eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sagðar sýna Neumann kýla tvo lögreglumenn hnefahöggum. Neumann er einn þeirra fleiri en 650 sem hafa verið ákærð fyrir hlutdeild að árásinni á þinghúsið. Fór um langan veg Í viðtalinu við hvítrússneska ríkissjónvarpið segir Neumann að honum hafi verið bætt á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu viðfangsefni hennar, þegar hann yfirgaf Bandaríkin undir því yfirskini að hann væri að fara í viðskiptaferð en Neumann rekur handtöskuframleiðslu. Hann hafi farið í ferðina í mars, og hans fyrsti viðkomustaður hafi verið Ítalía. Því næst hafi hann farið til Sviss, síðan Þýskalands, næst Póllands og loks Úkraínu, hvar hann dvaldi í nokkra mánuði. Því næst hafi hann komist yfir landamærin til Hvíta-Rússlands, með ólögmætum hætti. Þar hafi hann verið handtekinn af hvítrússneskum landamæravörðum. Í kjölfarið hafi hann sótt um hæli í landinu, sem ekki er með framsalssamning við Bandaríkin. Bandaríska sendiráðið í Hvíta-Rússlandi, sem tímabundið er staðsett í Vilníus, höfuðborg Litháens, vildi ekki tjá sig um málið þegar AP-fréttaveitan leitaði eftir því. Hvíta-Rússland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
AP-fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Hvíta-Rússlandi að maðurinn, hinn 48 ára gamli Evan Neumann frá Kaliforníuríki, sé meðal annars ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann. Hann hafni hins vegar öllum ákærum á hendur sér. „Ég tel mig ekki hafa framið nokkurn glæp. Ein ákæran var afar móðgandi, hún sneri að því að ég hefði slegið lögregluþjón. Það er þvættingur,“ er haft eftir Neumann í viðtali við hvítrússneska ríkissjónvarpið. Í viðtalinu talar Neumann ensku, en það var sent út með rússneskri talsetningu. Samkvæmt dómsgögnum tók Neumann virkan þátt í óeirðunum þann 6. janúar fyrir utan þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum. Honum er gefið að sök að hafa öskrað ókvæðisorð að lögreglumönnum sem reyndu að hafa hemil á mannfjöldanum, áður en hann, ásamt fleirum, ýtti stálgirðingu á hóp lögreglumanna. Þá eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sagðar sýna Neumann kýla tvo lögreglumenn hnefahöggum. Neumann er einn þeirra fleiri en 650 sem hafa verið ákærð fyrir hlutdeild að árásinni á þinghúsið. Fór um langan veg Í viðtalinu við hvítrússneska ríkissjónvarpið segir Neumann að honum hafi verið bætt á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu viðfangsefni hennar, þegar hann yfirgaf Bandaríkin undir því yfirskini að hann væri að fara í viðskiptaferð en Neumann rekur handtöskuframleiðslu. Hann hafi farið í ferðina í mars, og hans fyrsti viðkomustaður hafi verið Ítalía. Því næst hafi hann farið til Sviss, síðan Þýskalands, næst Póllands og loks Úkraínu, hvar hann dvaldi í nokkra mánuði. Því næst hafi hann komist yfir landamærin til Hvíta-Rússlands, með ólögmætum hætti. Þar hafi hann verið handtekinn af hvítrússneskum landamæravörðum. Í kjölfarið hafi hann sótt um hæli í landinu, sem ekki er með framsalssamning við Bandaríkin. Bandaríska sendiráðið í Hvíta-Rússlandi, sem tímabundið er staðsett í Vilníus, höfuðborg Litháens, vildi ekki tjá sig um málið þegar AP-fréttaveitan leitaði eftir því.
Hvíta-Rússland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila