Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 16:13 Paolo Macchiarini starfaði við Karolinska í Stokkhólmi. Vísir/EPA Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. Til viðbótar höfðu þrír fyrrverandi yfirmenn skurðlækninga við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi verið látnir vita, við rannsókn málsins, að þeir væru grunaðir um að hafa hylmt yfir og hjálpað Macchiarini við ofbeldið. Málið gegn þeim var þó látið falla niður að ákvörðun Mikaels Björk, yfirsaskóknara, í apríl í fyrra. Verjandi Macchiarinis segir í samtali við Dagens Medicin að ljóst sé að auðveldast hafi verið fyrir saksóknara að sækja málið ekki gegn yfirmönnunum. „Það er mjög auðvelt að setja ábyrgðina á herðar læknanna eða hjúkrunarfræðinganna sem koma að aðgeðrinni sjálfri og það þykir mér mjög ámælisvert,“ segir Björn Hurtig, lögmaður Macchiarinis. Sjö af átta sjúklingum dóu í kjölfar ígræðslu Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2010 þegar Macchiarini hóf störf við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Það var á sjúkrahúsinu sem hann í fyrsta sinn í sögunni græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene ári síðar. Beyene var við nám í Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi en að meðferð hans komu tveir íslenskir læknar sem síðar vísuðu honum til meðferðar hjá Macchiarini. Á árunum 2011 til 2014 framkvæmdi Macchiarini átta plastbarkaígræðslur: þrjár við Karolinska og hinar fimm í Rússlandi. Sjö sjúklinganna dóu í kjölfarið vegna ýmissa ástæðna og var sá yngsti þriggja ára þegar hann dó. Málið hefur áður verið til rannsóknar hjá lögrelgunni í Svíþjóð en saksóknarar komust þá að þeirri niðurstöðu að fella skyldi málið gegn skurðlækninum niður. Ekki taldist hægt að sanna, þá, með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Gerðu athugasemdir við aðgerðirnar en sagðir ábyrgir Fljótlega eftir að Macchiarini fór af stað með plastbarkaígræðslurnar vöknuðu ýmsar spurningar um aðferðirnar. Margir sérfræðingar töldu að þær væru of áhættusamar og minnst einn sjúklinganna hafi ekki verið í lífshættu þegar aðgerðin var gerð á honum. Árið 2013 stöðvaði Karolinska aðgerðirnar og var starfssamningur Macchiarinis ekki endurnýjaður. Ári síðar kvörtuðu nokkrir læknar við sjúkrahúsið undan Macchiarini og héldu því fram að hann hafi ekki greint frá öllum hættum sem fælust í aðgerðinni. Þá væri grunur um að ígræðslan hafi verið prófuð á dýrum áður en farið var í að græða plastbarkana í mannfólk. Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Þá voru fleiri sagðir ábyrgir, þar á meðal læknarnir sem höfðu kvartað undan Macchiarini en þeir hafa mótmælt því harðlega, meðal annars í þriðju seríu hlaðvarpsins Dr. Death, sem fjallar um plastbarkamálið. Dæmdur fyrir gagnafals og að hafa misnotað aðstöðu sína Macchiarini var árið 2019 dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu og var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Hann var sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn þegar hann framkvæmdi barkaagerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var hann sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þegar hann starfaði í Flórens. Svíþjóð Plastbarkamálið Heilbrigðismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Til viðbótar höfðu þrír fyrrverandi yfirmenn skurðlækninga við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi verið látnir vita, við rannsókn málsins, að þeir væru grunaðir um að hafa hylmt yfir og hjálpað Macchiarini við ofbeldið. Málið gegn þeim var þó látið falla niður að ákvörðun Mikaels Björk, yfirsaskóknara, í apríl í fyrra. Verjandi Macchiarinis segir í samtali við Dagens Medicin að ljóst sé að auðveldast hafi verið fyrir saksóknara að sækja málið ekki gegn yfirmönnunum. „Það er mjög auðvelt að setja ábyrgðina á herðar læknanna eða hjúkrunarfræðinganna sem koma að aðgeðrinni sjálfri og það þykir mér mjög ámælisvert,“ segir Björn Hurtig, lögmaður Macchiarinis. Sjö af átta sjúklingum dóu í kjölfar ígræðslu Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2010 þegar Macchiarini hóf störf við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Það var á sjúkrahúsinu sem hann í fyrsta sinn í sögunni græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene ári síðar. Beyene var við nám í Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi en að meðferð hans komu tveir íslenskir læknar sem síðar vísuðu honum til meðferðar hjá Macchiarini. Á árunum 2011 til 2014 framkvæmdi Macchiarini átta plastbarkaígræðslur: þrjár við Karolinska og hinar fimm í Rússlandi. Sjö sjúklinganna dóu í kjölfarið vegna ýmissa ástæðna og var sá yngsti þriggja ára þegar hann dó. Málið hefur áður verið til rannsóknar hjá lögrelgunni í Svíþjóð en saksóknarar komust þá að þeirri niðurstöðu að fella skyldi málið gegn skurðlækninum niður. Ekki taldist hægt að sanna, þá, með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Gerðu athugasemdir við aðgerðirnar en sagðir ábyrgir Fljótlega eftir að Macchiarini fór af stað með plastbarkaígræðslurnar vöknuðu ýmsar spurningar um aðferðirnar. Margir sérfræðingar töldu að þær væru of áhættusamar og minnst einn sjúklinganna hafi ekki verið í lífshættu þegar aðgerðin var gerð á honum. Árið 2013 stöðvaði Karolinska aðgerðirnar og var starfssamningur Macchiarinis ekki endurnýjaður. Ári síðar kvörtuðu nokkrir læknar við sjúkrahúsið undan Macchiarini og héldu því fram að hann hafi ekki greint frá öllum hættum sem fælust í aðgerðinni. Þá væri grunur um að ígræðslan hafi verið prófuð á dýrum áður en farið var í að græða plastbarkana í mannfólk. Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Þá voru fleiri sagðir ábyrgir, þar á meðal læknarnir sem höfðu kvartað undan Macchiarini en þeir hafa mótmælt því harðlega, meðal annars í þriðju seríu hlaðvarpsins Dr. Death, sem fjallar um plastbarkamálið. Dæmdur fyrir gagnafals og að hafa misnotað aðstöðu sína Macchiarini var árið 2019 dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu og var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Hann var sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn þegar hann framkvæmdi barkaagerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var hann sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þegar hann starfaði í Flórens.
Svíþjóð Plastbarkamálið Heilbrigðismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira