Fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2021 10:18 Daníel Jakobsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Vísir/sigurjón Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar krefst þess að skoðaður verði möguleiki á vatnsaflsvirkjun í friðlandi Vatnsfjarðar, sem hann telur bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en aðra valkosti. Orkubú Vestfjarða telur að með virkjuninni mætti tífalda grænt varaafl á Vestfjörðum. Stór hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum er friðland, þar á meðal Vatnsfjörður - þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa 20-30 megawatta vatnsaflsvirkjun. Eins og friðlýsingarskilmálarnir líta út núna væri óheimilt að taka virkjunina inn í rammaáætlun. Orkubú Vestfjarða vill því að skilmálunum verði breytt, svo orkunýting innan þjóðgarðsins verði möguleg. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar telur fáa kosti í stöðunni til að mæta nauðsynlegri orkuþörf Vestfirðinga; tvöföldun á 160 kílómetra langri línu úr Hrútafirði sé til að mynda ekki fýsileg. „Það er talið að áhrifasvæði af slíkri línu sé fimm kílómetrar í sitthvora áttina þannig að það er 1600 ferkílómetra svæði sem færi undir þessa línu, hún er gríðarlega kostnaðarsöm, kostar um 16-20 milljarða og það koma engar nýjar tekjur á móti framkvæmdinni.“ Telur virkjunina ódýrasta og arðbærasta kostinn Virkjun í Vatnsfirði myndi hins vegar standa alveg undir sér. „Hann er alveg við rafmagnslínurnar og það er hægt að virkja þarna að sögn kunnugra á þann hátt að það hefur mjög lítil áhrif á umhverfið. Það er sannarlega þannig að þegar friðlandið var stofnað á sínum tíma var það til að vernda birkiskóga og margir tala um að friðlýsingarskilmálarnir séu það opnir að þeir hafi opnað fyrir orkuöflun á þessu svæði,“ segir Daníel. Það sé þess vegna krafa bæjarráðs að stjórnvöld kanni þennan möguleika af alvöru. „Ég held að fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar, ef við erum sammála um að það vanti rafmagn inn á Vestfirði, sem ég held að allir hljóti að vera sammála um, þá fæ ég ekki séð að við ætlum að hafna kosti sem er ódýrastur, arðbærastur og bestur fyrir umhverfið.“ Orkumál Ísafjarðarbær Vatnsaflsvirkjanir Þjóðgarðar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Stór hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum er friðland, þar á meðal Vatnsfjörður - þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa 20-30 megawatta vatnsaflsvirkjun. Eins og friðlýsingarskilmálarnir líta út núna væri óheimilt að taka virkjunina inn í rammaáætlun. Orkubú Vestfjarða vill því að skilmálunum verði breytt, svo orkunýting innan þjóðgarðsins verði möguleg. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar telur fáa kosti í stöðunni til að mæta nauðsynlegri orkuþörf Vestfirðinga; tvöföldun á 160 kílómetra langri línu úr Hrútafirði sé til að mynda ekki fýsileg. „Það er talið að áhrifasvæði af slíkri línu sé fimm kílómetrar í sitthvora áttina þannig að það er 1600 ferkílómetra svæði sem færi undir þessa línu, hún er gríðarlega kostnaðarsöm, kostar um 16-20 milljarða og það koma engar nýjar tekjur á móti framkvæmdinni.“ Telur virkjunina ódýrasta og arðbærasta kostinn Virkjun í Vatnsfirði myndi hins vegar standa alveg undir sér. „Hann er alveg við rafmagnslínurnar og það er hægt að virkja þarna að sögn kunnugra á þann hátt að það hefur mjög lítil áhrif á umhverfið. Það er sannarlega þannig að þegar friðlandið var stofnað á sínum tíma var það til að vernda birkiskóga og margir tala um að friðlýsingarskilmálarnir séu það opnir að þeir hafi opnað fyrir orkuöflun á þessu svæði,“ segir Daníel. Það sé þess vegna krafa bæjarráðs að stjórnvöld kanni þennan möguleika af alvöru. „Ég held að fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar, ef við erum sammála um að það vanti rafmagn inn á Vestfirði, sem ég held að allir hljóti að vera sammála um, þá fæ ég ekki séð að við ætlum að hafna kosti sem er ódýrastur, arðbærastur og bestur fyrir umhverfið.“
Orkumál Ísafjarðarbær Vatnsaflsvirkjanir Þjóðgarðar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent