Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 23:58 Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin einu púðurskoti. AP/roberto E. Rosales Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins dó og Joel Souza, leikstjóri, særðist þegar Baldwin hleypti af byssunni við æfingar fyrir tökur. Sex klukkustundum áður höfðu myndatökumenn og aðrir starfsmenn kvikmyndarinnar lagt niður vinnu vegna aðstæðna og launa. Meðal annars höfðu þeir kvartað yfir því að vera gert að keyra langar vegalengdir til vinnu á hverjum degi og sömuleiðis yfir öryggismálum varðandi byssur á tökustaðnum. Áhættuleikari hafi fyrir nokkrum dögum hleypt af skotum fyrir slysni. Upplýsingar um atvikið eru enn takmarkaðar og lögreglan hefur ekki sagt nákvæmlega hvernig byssu var um að ræða né hvað það var sem lenti í þeim Hutchins og Souza. Hvort það hafi verið raunveruleg byssukúla eða einhvers konar brak í hlaupi byssunnar. Rétti Baldwin byssuna og sagði hana óhlaðna AP fréttaveitan segir ný dómsskjöl benda til þess að aðstoðarleikstjórinn sem afhenti Baldwin byssuna hafi ekki vitað að byssan væri hlaðin einu skoti. Héraðsmiðillinn Santa Fe New Mexican (áskriftarmiðill) segir þar að auki að í skjölunum komi fram að aðstoðarleikstjórinn hafi kallað „köld byssa“ sem táknar að byssa sé óhlaðin. LA Times hefur eftir heimildarmanni sem kom að tökunum að síðasta laugardag hafi áhættuleikari Alecs Baldwin, hleypt tveimur skotum af fyrir slysni, eftir að honum var rétt byssa og tilkynnt að hún væri „köld“. Það hafi verið í þriðja sinn sem skoti hafi verið hleypt af fyrir slysni. Tökur myndarinnar hófust þann 6. október og urðu starfsmenn fljótt óánægðir, samkvæmt LA Times. Þeim hafði verið lofað hótelgisting í Santa Fe en var þess í stað gert að keyra tugi kílómetra til vinnu á degi hverjum og vinna langa daga. Hutchins hafði kallað eftir auknu öryggi við tökur. Halyna Hutchins lést á sjúkrahúsi.AP/Adam Egypt Mortimer LA Times segir að atriði sem verið var að æfa hafi snúist um skotbardaga sem hófst í kirkju. Baldwin hafi átt að bakka út um dyr kirkjunnar og skjóta inn í hana. Birtu símtalið til Neyðarlínunnar Yfirvöld í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum hafa birt símtal til Neyðarlínunnar eftir atvikið. Þar kynnir kona sig sem yfirmann handrits og segir tvo vera særða eftir slys. Skömmu seinna virðist hún tala við einhvern annan og segir aðstoðarleikstjóra hafa öskrað á sig. „Hann á að skoða byssurnar. Hann ber ábyrgð á því sem gerðist," sagði konan. Hún sagði alla hafa hlaupið út og sagðist ekki vita til þess hve alvarleg sárin væru. Þá tók maður símann sem sagði þau sem særðust vera með meðvitund og verið væri að hlúa að þeim. Hutchens var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést. Fréttin hefur verið uppfærð varðandi það að ekki liggi fyrir hvort púðurskot eða alvöru skot hafi verið í byssunni. Vert er að taka fram að „Live round“ eins og talað er um í dómsskjölunum sem fréttin fjallar um gæti átt við bæði púðurskot og hefðbundið skot. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01 Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29 Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins dó og Joel Souza, leikstjóri, særðist þegar Baldwin hleypti af byssunni við æfingar fyrir tökur. Sex klukkustundum áður höfðu myndatökumenn og aðrir starfsmenn kvikmyndarinnar lagt niður vinnu vegna aðstæðna og launa. Meðal annars höfðu þeir kvartað yfir því að vera gert að keyra langar vegalengdir til vinnu á hverjum degi og sömuleiðis yfir öryggismálum varðandi byssur á tökustaðnum. Áhættuleikari hafi fyrir nokkrum dögum hleypt af skotum fyrir slysni. Upplýsingar um atvikið eru enn takmarkaðar og lögreglan hefur ekki sagt nákvæmlega hvernig byssu var um að ræða né hvað það var sem lenti í þeim Hutchins og Souza. Hvort það hafi verið raunveruleg byssukúla eða einhvers konar brak í hlaupi byssunnar. Rétti Baldwin byssuna og sagði hana óhlaðna AP fréttaveitan segir ný dómsskjöl benda til þess að aðstoðarleikstjórinn sem afhenti Baldwin byssuna hafi ekki vitað að byssan væri hlaðin einu skoti. Héraðsmiðillinn Santa Fe New Mexican (áskriftarmiðill) segir þar að auki að í skjölunum komi fram að aðstoðarleikstjórinn hafi kallað „köld byssa“ sem táknar að byssa sé óhlaðin. LA Times hefur eftir heimildarmanni sem kom að tökunum að síðasta laugardag hafi áhættuleikari Alecs Baldwin, hleypt tveimur skotum af fyrir slysni, eftir að honum var rétt byssa og tilkynnt að hún væri „köld“. Það hafi verið í þriðja sinn sem skoti hafi verið hleypt af fyrir slysni. Tökur myndarinnar hófust þann 6. október og urðu starfsmenn fljótt óánægðir, samkvæmt LA Times. Þeim hafði verið lofað hótelgisting í Santa Fe en var þess í stað gert að keyra tugi kílómetra til vinnu á degi hverjum og vinna langa daga. Hutchins hafði kallað eftir auknu öryggi við tökur. Halyna Hutchins lést á sjúkrahúsi.AP/Adam Egypt Mortimer LA Times segir að atriði sem verið var að æfa hafi snúist um skotbardaga sem hófst í kirkju. Baldwin hafi átt að bakka út um dyr kirkjunnar og skjóta inn í hana. Birtu símtalið til Neyðarlínunnar Yfirvöld í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum hafa birt símtal til Neyðarlínunnar eftir atvikið. Þar kynnir kona sig sem yfirmann handrits og segir tvo vera særða eftir slys. Skömmu seinna virðist hún tala við einhvern annan og segir aðstoðarleikstjóra hafa öskrað á sig. „Hann á að skoða byssurnar. Hann ber ábyrgð á því sem gerðist," sagði konan. Hún sagði alla hafa hlaupið út og sagðist ekki vita til þess hve alvarleg sárin væru. Þá tók maður símann sem sagði þau sem særðust vera með meðvitund og verið væri að hlúa að þeim. Hutchens var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést. Fréttin hefur verið uppfærð varðandi það að ekki liggi fyrir hvort púðurskot eða alvöru skot hafi verið í byssunni. Vert er að taka fram að „Live round“ eins og talað er um í dómsskjölunum sem fréttin fjallar um gæti átt við bæði púðurskot og hefðbundið skot.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01 Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29 Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01
Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29
Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27