Helena um Evrópuævintýri Hauka: „Höfum engu að tapa og ætlum að stríða þeim eins mikið og við getum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2021 19:00 Helena er spennt fyrir leik morgundagsins. Vísir/Bára Dröfn „Við erum ótrúlega spenntar og það verður skemmtilegt í Ólafssal á morgun,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sem hefur leik í riðlakeppni Evrópubikar kvenna í körfubolta í Ólafssal í Hafnafirði á morgun. „Það var tveggja stiga tap en við vorum fagnandi eins og vitleysingar, eitthvað sem maður hefur aldrei gert á ævinni en þetta var náttúrulega geggjuð tilfinning. Maður tók í raun allt kvöldið að átta sig á að við hefðum náð þessu markmiði,“ sagði Helena um síðari leik einvígisins sem tryggði Haukum þátttöku í riðlakeppni Evrópubikarsins. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara í og þegar við tókum þátt fyrir 15 árum var þetta miklu minni keppni, fórst beint inn í riðlana. Nú eru fleiri og betri lið að taka þátt. Mér finnst frábært að við höfum náð þessum árangri og komið sjálfum okkur mjög á óvart held ég,“ bætti Helena við. Klippa: Helena um Evrópuævintýri Hauka „Við erum með frábæra bakhjarla og vonandi eru þeir að stíga upp eins og aðrir. Við sjálfar erum einnig að reyna safna eitthvað með en eins og ég sagði er þetta frábært tækifæri fyrir okkur Haukastelpur og körfuna á Íslandi yfir höfuð. Vonandi sjáum við fullt af stelpum úr öðrum liðum líka sem horfa á þetta sem tækifæri og önnur félög horfa á þetta sem tækifæri sem lið eiga að vera gera oftar. Asnalegt að lið í fótbolta og handbolta séu alltaf að taka þátt en engin úr körfubolta.“ „Auðvitað er þetta líka spennandi fyrir mig, ég er að taka þátt í þessu á allt öðruvísi hátt núna. Þegar ég var að spila sem atvinnumaður úti tók ég þátt í þessum keppnum og með Haukaliðinu vorum við mjög ungar. Í dag erum við með blöndu af „miðlungsgömlum“ miðað við deildina og fullt af ungum stelpum. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá þetta tækifæri og ég held þetta geri gott fyrir liðið okkar og stelpurnar í þeim.“ „Við vitum að við erum að keppa á móti mjög sterkum liðum, atvinnumannaliðum sem æfa tvisvar á dag og vinna við þetta. Það verða auðvitað hörkuleikir og við vitum að við getum hitt á mjög góða leiki. Við reynum að undirbúa okkur vel og koma rétt stemmdar inn í þetta. Við höfum engu að tapa þannig séð, það eru engar væntingar gerðar til okkar. Allir halda að við séum auðveld bráð en við ætlum að koma inn í þessa leiki og stríða þeim eins mikið og við getum,“ sagði Helena en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Hauka og Villeneuve d'Ascq LM frá Frakklandi verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19.20 annað kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Sportpakkinn Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Sjá meira
„Það var tveggja stiga tap en við vorum fagnandi eins og vitleysingar, eitthvað sem maður hefur aldrei gert á ævinni en þetta var náttúrulega geggjuð tilfinning. Maður tók í raun allt kvöldið að átta sig á að við hefðum náð þessu markmiði,“ sagði Helena um síðari leik einvígisins sem tryggði Haukum þátttöku í riðlakeppni Evrópubikarsins. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara í og þegar við tókum þátt fyrir 15 árum var þetta miklu minni keppni, fórst beint inn í riðlana. Nú eru fleiri og betri lið að taka þátt. Mér finnst frábært að við höfum náð þessum árangri og komið sjálfum okkur mjög á óvart held ég,“ bætti Helena við. Klippa: Helena um Evrópuævintýri Hauka „Við erum með frábæra bakhjarla og vonandi eru þeir að stíga upp eins og aðrir. Við sjálfar erum einnig að reyna safna eitthvað með en eins og ég sagði er þetta frábært tækifæri fyrir okkur Haukastelpur og körfuna á Íslandi yfir höfuð. Vonandi sjáum við fullt af stelpum úr öðrum liðum líka sem horfa á þetta sem tækifæri og önnur félög horfa á þetta sem tækifæri sem lið eiga að vera gera oftar. Asnalegt að lið í fótbolta og handbolta séu alltaf að taka þátt en engin úr körfubolta.“ „Auðvitað er þetta líka spennandi fyrir mig, ég er að taka þátt í þessu á allt öðruvísi hátt núna. Þegar ég var að spila sem atvinnumaður úti tók ég þátt í þessum keppnum og með Haukaliðinu vorum við mjög ungar. Í dag erum við með blöndu af „miðlungsgömlum“ miðað við deildina og fullt af ungum stelpum. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá þetta tækifæri og ég held þetta geri gott fyrir liðið okkar og stelpurnar í þeim.“ „Við vitum að við erum að keppa á móti mjög sterkum liðum, atvinnumannaliðum sem æfa tvisvar á dag og vinna við þetta. Það verða auðvitað hörkuleikir og við vitum að við getum hitt á mjög góða leiki. Við reynum að undirbúa okkur vel og koma rétt stemmdar inn í þetta. Við höfum engu að tapa þannig séð, það eru engar væntingar gerðar til okkar. Allir halda að við séum auðveld bráð en við ætlum að koma inn í þessa leiki og stríða þeim eins mikið og við getum,“ sagði Helena en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Hauka og Villeneuve d'Ascq LM frá Frakklandi verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19.20 annað kvöld.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Sportpakkinn Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Sjá meira