Alltaf til staðar Ragnar Þór Pétursson og Anna María Gunnarsdóttir skrifa 5. október 2021 14:00 Pistill í tilefni af alþjóðadegi kennara „Starf [kennara] er að vekja alt, sem í barnahug er bundið, og leiða það í spor þau, er liggja börnum til gleði og farsældar og þjóð allri til þrifa.“ Aðfararorð þessa pistils birtust í Skólablaðinu árið 1907. Höfundur þeirra hefur líklega verið Helgi Valtýsson. Hér birtist furðu nútímalegt viðhorf til hlutverks kennara. Þeir skulu draga fram hæfileika barna svo þau geti orðið sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Hverjum tíma fylgja sínar áskoranir. Þó má hlutverk kennarans nánast kallast sígilt og allra tíma. Viðfangsefni koma og fara; umhverfið breytist – en kjarni góðrar kennslu og undirstaða góðs náms er á hverjum tíma sú að draga fram þá þætti í fari barna sem geri þeim kleift að lifa farsælu og gleðiríku lífi. Fimmti október er alþjóðadagur kennara um heim allan. Að þessu sinni er yfirskriftin „Alltaf til staðar.“ Er þar auðvitað verið að vísa til þess að kennarar standi sína vakt þótt á móti blási. Þeir eru ekki síður verndarar barna en fræðarar. Tilvísunin er þó víðtækari. Að vera til staðar merkir einnig að kennarar láta samfélagið sig varða. Þeir búa yfir reynslu og þekkingu og gera kröfur á samfélag sitt og stjórnvöld. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert erfiða stöðu erfiðari. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið mjög ólík á heimsvísu. Sótt er að lýðræði og vísindum. Kennarastarfið er, nánast á heimsvísu, illa launað álagsstarf. Sótt er að ráðningarsambandinu og réttindum launafólks og stórfyrirtæki sem selja vilja vörur á markaði hafa lagt undir sig menntakerfi sumra fátækustu landa heims í nafni framfara. Til að menntun barna geti orðið þeim til gleði og farsældar þarf þjóðlífið að þrífast vel. Nauðsynlegt er að heilbrigt, mannlegt og gott samfélag taki við að námi loknu. Slíkt samfélag þarf að byggja á siðferðilegum og félagslegum grunngildum. Við óskum kennurum til hamingju með daginn og samfélaginu til hamingju með kennara! Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍAnna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Anna María Gunnarsdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Pistill í tilefni af alþjóðadegi kennara „Starf [kennara] er að vekja alt, sem í barnahug er bundið, og leiða það í spor þau, er liggja börnum til gleði og farsældar og þjóð allri til þrifa.“ Aðfararorð þessa pistils birtust í Skólablaðinu árið 1907. Höfundur þeirra hefur líklega verið Helgi Valtýsson. Hér birtist furðu nútímalegt viðhorf til hlutverks kennara. Þeir skulu draga fram hæfileika barna svo þau geti orðið sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Hverjum tíma fylgja sínar áskoranir. Þó má hlutverk kennarans nánast kallast sígilt og allra tíma. Viðfangsefni koma og fara; umhverfið breytist – en kjarni góðrar kennslu og undirstaða góðs náms er á hverjum tíma sú að draga fram þá þætti í fari barna sem geri þeim kleift að lifa farsælu og gleðiríku lífi. Fimmti október er alþjóðadagur kennara um heim allan. Að þessu sinni er yfirskriftin „Alltaf til staðar.“ Er þar auðvitað verið að vísa til þess að kennarar standi sína vakt þótt á móti blási. Þeir eru ekki síður verndarar barna en fræðarar. Tilvísunin er þó víðtækari. Að vera til staðar merkir einnig að kennarar láta samfélagið sig varða. Þeir búa yfir reynslu og þekkingu og gera kröfur á samfélag sitt og stjórnvöld. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert erfiða stöðu erfiðari. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið mjög ólík á heimsvísu. Sótt er að lýðræði og vísindum. Kennarastarfið er, nánast á heimsvísu, illa launað álagsstarf. Sótt er að ráðningarsambandinu og réttindum launafólks og stórfyrirtæki sem selja vilja vörur á markaði hafa lagt undir sig menntakerfi sumra fátækustu landa heims í nafni framfara. Til að menntun barna geti orðið þeim til gleði og farsældar þarf þjóðlífið að þrífast vel. Nauðsynlegt er að heilbrigt, mannlegt og gott samfélag taki við að námi loknu. Slíkt samfélag þarf að byggja á siðferðilegum og félagslegum grunngildum. Við óskum kennurum til hamingju með daginn og samfélaginu til hamingju með kennara! Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍAnna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar