Auglýsa eftir snjóblásurum en spila líklega í boði liðs sem vill að þeir tapi Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 12:30 Eins og sjá má er varla hægt að æfa fótbolta fyrir vestan þessa dagana og halda leikmenn Vestra því til Borgarness á morgun. Vinstri myndin er frá æfingu á Skeiðisvelli í Bolungarvík. Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Hvað eru til margir snjóblásarar hér í bænum?“ Svo spyr Samúel Samúelsson í stjórn Vestra en Vestfirðingar ætla að reyna allt sem þeir geta til að geta spilað á Ísafirði um helgina, gegn Íslandsmeisturum Víkings í Mjólkurbikarnum. Það ræðst á næstu tveimur sólarhringum hvar undanúrslitaleikur Vestra og Víkings verður spilaður. Snjór er yfir grasvelli Vestra, Olís-vellinum, en Samúel og félagar ætla að freista þess að blása honum af á morgun ef aðstæður leyfa. Þeir þurfa að treysta á veðurguðina en góðar líkur eru á því að leikurinn verði spilaður á höfuðborgarsvæðinu. Til stóð að Kaplakrikavöllur yrði „varavöllur“ fyrir leikinn á laugardag en Samúel segir að hætt hafi verið við þær áætlanir. Nú sé útlit fyrir að spilað verði á Meistaravöllum, heimavelli KR, verði Olís-völlurinn ekki tilbúinn. Mikið er í húfi fyrir KR-inga sem vilja helst að Vestri tapi leiknum, því aðeins ef að Víkingur verður bikarmeistari mun KR fá sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Lítur ekki vel út en spáin að lagast „Við viljum grasvöll. Annars breytir okkur engu hvort við vinnum Víking í Reykjavík eða á Ísafirði,“ sagði Samúel léttur við Vísi í dag. „Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að gera völlinn hérna leikfæran. Þetta lítur ekki vel út en spáin er samt að lagast,“ sagði Samúel en eins og sjá má að ofan er völlurinn snævi þakinn. Leikmenn Vestra skokka á snævi þöktum Skeiðisvelli í Bolungarvík.Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Það er spurning hvort þetta verði snjór eða klaki á morgun. Ef þetta verður snjór þá getum við blásið honum í burtu,“ sagði Samúel sem auglýsti á Facebook eftir snjóblásurum og fékk góð viðbrögð. Það er því ljóst að allt verður reynt til að Vestri fái að spila á heimavelli eins og þegar liðið sló Val út í síðustu umferð. Gefa svar í síðasta lagi á fimmtudagskvöld „Við vorum mest hræddir um að það yrði það mikil rigning á föstudag og laugardag að völlurinn yrði á floti. Nú á að vera þurrt á miðvikudag og fimmtudag, og á laugardag líka, sem gefur okkur smá bjartsýni. Við þurfum að gefa svar á fimmtudagskvöld um hvort við teljum að leikurinn geti farið fram á Ísafirði eða ekki. Ég geri svo ráð fyrir því að ef að við teljum að leikurinn geti farið hér fram þá muni KSÍ fá mann til að taka völlinn út. Lokaákvörðunin er ekki okkar en við gerum það sem við getum svo hægt verði að spila hérna,“ sagði Samúel. Æfa í Borgarnesi Í ljósi aðstæðna hafa leikmenn Vestra ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu daga. Samúel grínast með að þeir geti helst æft sig í FIFA tölvuleiknum og hugarleikfimi. Leikmennirnir halda hins vegar suður í Borgarnes í fyrramálið og æfa þar á morgun og á fimmtudag. Á föstudag heldur hópurinn svo annað hvort heim á Ísafjörð eða til Reykjavíkur og æfir á leikstað fyrir leikinn mikilvæga. Mjólkurbikarinn Vestri Ísafjarðarbær Víkingur Reykjavík Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Það ræðst á næstu tveimur sólarhringum hvar undanúrslitaleikur Vestra og Víkings verður spilaður. Snjór er yfir grasvelli Vestra, Olís-vellinum, en Samúel og félagar ætla að freista þess að blása honum af á morgun ef aðstæður leyfa. Þeir þurfa að treysta á veðurguðina en góðar líkur eru á því að leikurinn verði spilaður á höfuðborgarsvæðinu. Til stóð að Kaplakrikavöllur yrði „varavöllur“ fyrir leikinn á laugardag en Samúel segir að hætt hafi verið við þær áætlanir. Nú sé útlit fyrir að spilað verði á Meistaravöllum, heimavelli KR, verði Olís-völlurinn ekki tilbúinn. Mikið er í húfi fyrir KR-inga sem vilja helst að Vestri tapi leiknum, því aðeins ef að Víkingur verður bikarmeistari mun KR fá sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Lítur ekki vel út en spáin að lagast „Við viljum grasvöll. Annars breytir okkur engu hvort við vinnum Víking í Reykjavík eða á Ísafirði,“ sagði Samúel léttur við Vísi í dag. „Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að gera völlinn hérna leikfæran. Þetta lítur ekki vel út en spáin er samt að lagast,“ sagði Samúel en eins og sjá má að ofan er völlurinn snævi þakinn. Leikmenn Vestra skokka á snævi þöktum Skeiðisvelli í Bolungarvík.Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Það er spurning hvort þetta verði snjór eða klaki á morgun. Ef þetta verður snjór þá getum við blásið honum í burtu,“ sagði Samúel sem auglýsti á Facebook eftir snjóblásurum og fékk góð viðbrögð. Það er því ljóst að allt verður reynt til að Vestri fái að spila á heimavelli eins og þegar liðið sló Val út í síðustu umferð. Gefa svar í síðasta lagi á fimmtudagskvöld „Við vorum mest hræddir um að það yrði það mikil rigning á föstudag og laugardag að völlurinn yrði á floti. Nú á að vera þurrt á miðvikudag og fimmtudag, og á laugardag líka, sem gefur okkur smá bjartsýni. Við þurfum að gefa svar á fimmtudagskvöld um hvort við teljum að leikurinn geti farið fram á Ísafirði eða ekki. Ég geri svo ráð fyrir því að ef að við teljum að leikurinn geti farið hér fram þá muni KSÍ fá mann til að taka völlinn út. Lokaákvörðunin er ekki okkar en við gerum það sem við getum svo hægt verði að spila hérna,“ sagði Samúel. Æfa í Borgarnesi Í ljósi aðstæðna hafa leikmenn Vestra ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu daga. Samúel grínast með að þeir geti helst æft sig í FIFA tölvuleiknum og hugarleikfimi. Leikmennirnir halda hins vegar suður í Borgarnes í fyrramálið og æfa þar á morgun og á fimmtudag. Á föstudag heldur hópurinn svo annað hvort heim á Ísafjörð eða til Reykjavíkur og æfir á leikstað fyrir leikinn mikilvæga.
Mjólkurbikarinn Vestri Ísafjarðarbær Víkingur Reykjavík Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira