Fjölbreyttir skólar Reykjavíkur þurfa að bjóða fjölbreytta þjónustu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. september 2021 11:01 Nú er tilbúið nýtt úthlutunarlíkan grunnskóla Reykjavíkur, sem heitir Edda sem stýrir því hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla. Líkanið er stórt framfaraskref í menntamálum borgarinnar og mikið fagnaðarefni. Bakhópur skólastjóra fylgdist með þróun líkansins, frá því verkefnið hófst í mars 2019 og var það kynnt fyrir öllum skólastjórum grunnskóla Reykjavíkur í ágúst. Allt of lengi höfum við búið við plástrað líkan, sem mætir ekki þörfum skólanna. Þetta höfum við t.d. séð á rekstraruppgjörum skólanna. Innri endurskoðun benti á þetta sumarið 2019, eftir að vinna okkar við nýtt líkan hófst. Þetta höfum við líka heyrt frá skólastjórnendum og skólaumhverfinu. Á þetta hlustuðum við og fórum í stórt átak til að betrumbæta úthlutunarlíkanið, með aðkomu skólastjórnenda. Aukum faglegt frelsi skólastjórnenda Edda snýst um að auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og jafnræði á milli skóla og hverfa borgarinnar. Það eru mörg nýmælin í Eddu, sem munu fyrst og fremst efla faglegt frelsi og ábyrgð skólastjórnenda. En einnig taka tillit til mismunandi félagslegra og lýðfræðilegra þátta hvers skóla við úthlutun fjármagns. Með því drögum við úr aðstöðumun á milli skóla. Og börnin í skólunum munu græða. Fjölbreyttari hópur fagfólks í grunnskólana Börnin í skólunum munu líka græða á því að skólar fá aukið rými til að ráða fagfólk sem ekki eru kennarar til að styðja við starfið í skólunum. Það geta verið sálfræðingar, þroskaþjálfar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar eða aðrir sérfræðingar. Allt eftir áherslum og þörfum hvers skóla. Eftir því sem fleiri börn þurfa stuðning í skólanum, því fleiri fagaðila verður hægt að ráða. Þessari breytingu fagna ég mjög, enda er hún í samræmi við stefnu Viðreisnar í menntamálum um að leggja áherslu á þverfaglegt samstarf innan skóla. Við viljum mæta þörfum nemenda með teymisstarfi fagfólks á sviðum velferðar, heilbrigðis og skóla ef því sem þurfa þykir. Þó svo að kennarar séu frábært fagfólk, geta þeir ekki verið fagfólk á öllum sviðum og því telum við rétt að fjölga starfsstéttum innan skólanna. Skólarnir munu geta brugðist við sínu félagslega umhverfi og þannig þróast í mismunandi áttir, með mismunandi sérfræðinga sem hæfa þeirra umhverfi og óskum skólastjórnenda. Aukin rekstrarleg ábyrgð skólastjórnenda Úthlutunarlíkanið tekur mið menntastefnu Reykjavíkurborgar, lögum um grunnskóla og aðalnámskrá, þ.m.t. viðmiðunarstundarskrá og raunkostnaði við rekstur skólana á árunum 2017-2019. Niðurstaðan er líkan með vel skilgreindum og skýrum forsendum fyrir alla skóla, sem á að ná fram bæði rekstrarlegri og faglegri bestun. Líkaninu fylgir líka aukin ábyrgð skólastjórnenda um að starf skólans sé innan fjárheimilda hverju sinni. Til þess mun skólastjóri fá stuðning frá rekstrarstjóra og ef þörf krefur fjármálaráðgjöfum og fjármálastjóra skóla- og frístundasviðs. Krafa verður gerð um frávikaskýrslur og tímasettar úrbótaáætlanir, ef rekstur er umfram fjárheimildir. Ef um verulegan rekstrarvanda er að ræða verður um aukinn stuðning að ræða. Næsta skref verður svo síðar á árinu í borgarráði, þegar við ræðum fjármagnið sem fer í þetta líkan og hversu mikið við þurfum að bæta við í rekstur skóla. En líkanið sjálft, sem gæta þarf að verði ekki að sama flækjustigi og það úthlutunarlíkanið sem við erum að hverfa frá, eru mikilvæg tímamót í allri fjármálalegri umgjörð grunnskóla Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nú er tilbúið nýtt úthlutunarlíkan grunnskóla Reykjavíkur, sem heitir Edda sem stýrir því hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla. Líkanið er stórt framfaraskref í menntamálum borgarinnar og mikið fagnaðarefni. Bakhópur skólastjóra fylgdist með þróun líkansins, frá því verkefnið hófst í mars 2019 og var það kynnt fyrir öllum skólastjórum grunnskóla Reykjavíkur í ágúst. Allt of lengi höfum við búið við plástrað líkan, sem mætir ekki þörfum skólanna. Þetta höfum við t.d. séð á rekstraruppgjörum skólanna. Innri endurskoðun benti á þetta sumarið 2019, eftir að vinna okkar við nýtt líkan hófst. Þetta höfum við líka heyrt frá skólastjórnendum og skólaumhverfinu. Á þetta hlustuðum við og fórum í stórt átak til að betrumbæta úthlutunarlíkanið, með aðkomu skólastjórnenda. Aukum faglegt frelsi skólastjórnenda Edda snýst um að auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og jafnræði á milli skóla og hverfa borgarinnar. Það eru mörg nýmælin í Eddu, sem munu fyrst og fremst efla faglegt frelsi og ábyrgð skólastjórnenda. En einnig taka tillit til mismunandi félagslegra og lýðfræðilegra þátta hvers skóla við úthlutun fjármagns. Með því drögum við úr aðstöðumun á milli skóla. Og börnin í skólunum munu græða. Fjölbreyttari hópur fagfólks í grunnskólana Börnin í skólunum munu líka græða á því að skólar fá aukið rými til að ráða fagfólk sem ekki eru kennarar til að styðja við starfið í skólunum. Það geta verið sálfræðingar, þroskaþjálfar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar eða aðrir sérfræðingar. Allt eftir áherslum og þörfum hvers skóla. Eftir því sem fleiri börn þurfa stuðning í skólanum, því fleiri fagaðila verður hægt að ráða. Þessari breytingu fagna ég mjög, enda er hún í samræmi við stefnu Viðreisnar í menntamálum um að leggja áherslu á þverfaglegt samstarf innan skóla. Við viljum mæta þörfum nemenda með teymisstarfi fagfólks á sviðum velferðar, heilbrigðis og skóla ef því sem þurfa þykir. Þó svo að kennarar séu frábært fagfólk, geta þeir ekki verið fagfólk á öllum sviðum og því telum við rétt að fjölga starfsstéttum innan skólanna. Skólarnir munu geta brugðist við sínu félagslega umhverfi og þannig þróast í mismunandi áttir, með mismunandi sérfræðinga sem hæfa þeirra umhverfi og óskum skólastjórnenda. Aukin rekstrarleg ábyrgð skólastjórnenda Úthlutunarlíkanið tekur mið menntastefnu Reykjavíkurborgar, lögum um grunnskóla og aðalnámskrá, þ.m.t. viðmiðunarstundarskrá og raunkostnaði við rekstur skólana á árunum 2017-2019. Niðurstaðan er líkan með vel skilgreindum og skýrum forsendum fyrir alla skóla, sem á að ná fram bæði rekstrarlegri og faglegri bestun. Líkaninu fylgir líka aukin ábyrgð skólastjórnenda um að starf skólans sé innan fjárheimilda hverju sinni. Til þess mun skólastjóri fá stuðning frá rekstrarstjóra og ef þörf krefur fjármálaráðgjöfum og fjármálastjóra skóla- og frístundasviðs. Krafa verður gerð um frávikaskýrslur og tímasettar úrbótaáætlanir, ef rekstur er umfram fjárheimildir. Ef um verulegan rekstrarvanda er að ræða verður um aukinn stuðning að ræða. Næsta skref verður svo síðar á árinu í borgarráði, þegar við ræðum fjármagnið sem fer í þetta líkan og hversu mikið við þurfum að bæta við í rekstur skóla. En líkanið sjálft, sem gæta þarf að verði ekki að sama flækjustigi og það úthlutunarlíkanið sem við erum að hverfa frá, eru mikilvæg tímamót í allri fjármálalegri umgjörð grunnskóla Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun