Opnum faðminn Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Rannveig Guðmundsdóttir skrifa 21. september 2021 18:30 Fráfarandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur vakið furðu margra fyrir skort á mannúð í framkomu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Dæmin sýna það; egypska fjölskyldan sem Íslendingar tóku höndum saman um að fela, íranski trans strákurinn sem stjórnvöld ætluðu að vísa úr landi og þurfti grettistak Samtakanna ‘78 og þjóðarinnar til að verja, ófríska albanska konan sem vísað var úr landi þvert á tilmæli heilbrigðisstarfsfólks, þolandi mansals sem flúði ofbeldi í Nígeríu og festi hér rætur en var vísað úr landi og afganska fjölskyldan sem senda átti úr landi en var varin af samnemendum barnanna í Hagaskóla. Þá voru umsækjendur um alþjóðlega vernd í vor sviptir fæði og húsnæði af Útlendingastofnun sem síðar var úrskurðað ólögmætt af kærunefnd útlendingamála líkt og lögfræðingar og félagasamtök höfðu ítrekað bent á. Trekk í trekk hefur almenningur þurft að taka höndum saman til að verja flóttafólk og hælisleitendur fyrir ofstæki íslenskra stjórnvalda. Samfylkingin vill taka við fleira fólki á flótta. Við viljum stöðva brottvísanir til ríkja þar sem mannréttindi eru ekki virt og ríkja sem komin eru að þolmörkum vegna fjölda flóttafólks. Samfylkingin vill ekki úthýsa börnum. Hættum að senda barnafjölskyldur úr landi og tökum betur á móti fólki af erlendum uppruna sem ákveður að koma hingað og leggja til samfélagsins. Þetta gerum við meðal annars með öflugri móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn og ungmenni og stuðningi við frjáls félagasamtök sem styðja við fólk af erlendum uppruna. Lykilatriði er að greiða leið fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag og veita börnum sem setjast hér að sömu tækifæri og íslenskum börnum. Mikilvægt er að bæta hæliskerfið og móta nýja stefnu í málefnum fólks af erlendum uppruna með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ríkisstjórnin hefur falið sig á bak við afar þröngar túlkanir á útlendingalögum við meðferð á umsóknum, og ekki er tekið tillit til viðkvæmrar stöðu fólks eins og þegar um er að ræða hinsegin fólk, börn, veikt sem og fatlað fólk. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn strax í haust! Höfundar eru frambjóðendur til Alþingis á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur vakið furðu margra fyrir skort á mannúð í framkomu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Dæmin sýna það; egypska fjölskyldan sem Íslendingar tóku höndum saman um að fela, íranski trans strákurinn sem stjórnvöld ætluðu að vísa úr landi og þurfti grettistak Samtakanna ‘78 og þjóðarinnar til að verja, ófríska albanska konan sem vísað var úr landi þvert á tilmæli heilbrigðisstarfsfólks, þolandi mansals sem flúði ofbeldi í Nígeríu og festi hér rætur en var vísað úr landi og afganska fjölskyldan sem senda átti úr landi en var varin af samnemendum barnanna í Hagaskóla. Þá voru umsækjendur um alþjóðlega vernd í vor sviptir fæði og húsnæði af Útlendingastofnun sem síðar var úrskurðað ólögmætt af kærunefnd útlendingamála líkt og lögfræðingar og félagasamtök höfðu ítrekað bent á. Trekk í trekk hefur almenningur þurft að taka höndum saman til að verja flóttafólk og hælisleitendur fyrir ofstæki íslenskra stjórnvalda. Samfylkingin vill taka við fleira fólki á flótta. Við viljum stöðva brottvísanir til ríkja þar sem mannréttindi eru ekki virt og ríkja sem komin eru að þolmörkum vegna fjölda flóttafólks. Samfylkingin vill ekki úthýsa börnum. Hættum að senda barnafjölskyldur úr landi og tökum betur á móti fólki af erlendum uppruna sem ákveður að koma hingað og leggja til samfélagsins. Þetta gerum við meðal annars með öflugri móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn og ungmenni og stuðningi við frjáls félagasamtök sem styðja við fólk af erlendum uppruna. Lykilatriði er að greiða leið fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag og veita börnum sem setjast hér að sömu tækifæri og íslenskum börnum. Mikilvægt er að bæta hæliskerfið og móta nýja stefnu í málefnum fólks af erlendum uppruna með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ríkisstjórnin hefur falið sig á bak við afar þröngar túlkanir á útlendingalögum við meðferð á umsóknum, og ekki er tekið tillit til viðkvæmrar stöðu fólks eins og þegar um er að ræða hinsegin fólk, börn, veikt sem og fatlað fólk. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn strax í haust! Höfundar eru frambjóðendur til Alþingis á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar