Opnum faðminn Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Rannveig Guðmundsdóttir skrifa 21. september 2021 18:30 Fráfarandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur vakið furðu margra fyrir skort á mannúð í framkomu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Dæmin sýna það; egypska fjölskyldan sem Íslendingar tóku höndum saman um að fela, íranski trans strákurinn sem stjórnvöld ætluðu að vísa úr landi og þurfti grettistak Samtakanna ‘78 og þjóðarinnar til að verja, ófríska albanska konan sem vísað var úr landi þvert á tilmæli heilbrigðisstarfsfólks, þolandi mansals sem flúði ofbeldi í Nígeríu og festi hér rætur en var vísað úr landi og afganska fjölskyldan sem senda átti úr landi en var varin af samnemendum barnanna í Hagaskóla. Þá voru umsækjendur um alþjóðlega vernd í vor sviptir fæði og húsnæði af Útlendingastofnun sem síðar var úrskurðað ólögmætt af kærunefnd útlendingamála líkt og lögfræðingar og félagasamtök höfðu ítrekað bent á. Trekk í trekk hefur almenningur þurft að taka höndum saman til að verja flóttafólk og hælisleitendur fyrir ofstæki íslenskra stjórnvalda. Samfylkingin vill taka við fleira fólki á flótta. Við viljum stöðva brottvísanir til ríkja þar sem mannréttindi eru ekki virt og ríkja sem komin eru að þolmörkum vegna fjölda flóttafólks. Samfylkingin vill ekki úthýsa börnum. Hættum að senda barnafjölskyldur úr landi og tökum betur á móti fólki af erlendum uppruna sem ákveður að koma hingað og leggja til samfélagsins. Þetta gerum við meðal annars með öflugri móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn og ungmenni og stuðningi við frjáls félagasamtök sem styðja við fólk af erlendum uppruna. Lykilatriði er að greiða leið fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag og veita börnum sem setjast hér að sömu tækifæri og íslenskum börnum. Mikilvægt er að bæta hæliskerfið og móta nýja stefnu í málefnum fólks af erlendum uppruna með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ríkisstjórnin hefur falið sig á bak við afar þröngar túlkanir á útlendingalögum við meðferð á umsóknum, og ekki er tekið tillit til viðkvæmrar stöðu fólks eins og þegar um er að ræða hinsegin fólk, börn, veikt sem og fatlað fólk. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn strax í haust! Höfundar eru frambjóðendur til Alþingis á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Suðvesturkjördæmi Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur vakið furðu margra fyrir skort á mannúð í framkomu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Dæmin sýna það; egypska fjölskyldan sem Íslendingar tóku höndum saman um að fela, íranski trans strákurinn sem stjórnvöld ætluðu að vísa úr landi og þurfti grettistak Samtakanna ‘78 og þjóðarinnar til að verja, ófríska albanska konan sem vísað var úr landi þvert á tilmæli heilbrigðisstarfsfólks, þolandi mansals sem flúði ofbeldi í Nígeríu og festi hér rætur en var vísað úr landi og afganska fjölskyldan sem senda átti úr landi en var varin af samnemendum barnanna í Hagaskóla. Þá voru umsækjendur um alþjóðlega vernd í vor sviptir fæði og húsnæði af Útlendingastofnun sem síðar var úrskurðað ólögmætt af kærunefnd útlendingamála líkt og lögfræðingar og félagasamtök höfðu ítrekað bent á. Trekk í trekk hefur almenningur þurft að taka höndum saman til að verja flóttafólk og hælisleitendur fyrir ofstæki íslenskra stjórnvalda. Samfylkingin vill taka við fleira fólki á flótta. Við viljum stöðva brottvísanir til ríkja þar sem mannréttindi eru ekki virt og ríkja sem komin eru að þolmörkum vegna fjölda flóttafólks. Samfylkingin vill ekki úthýsa börnum. Hættum að senda barnafjölskyldur úr landi og tökum betur á móti fólki af erlendum uppruna sem ákveður að koma hingað og leggja til samfélagsins. Þetta gerum við meðal annars með öflugri móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn og ungmenni og stuðningi við frjáls félagasamtök sem styðja við fólk af erlendum uppruna. Lykilatriði er að greiða leið fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag og veita börnum sem setjast hér að sömu tækifæri og íslenskum börnum. Mikilvægt er að bæta hæliskerfið og móta nýja stefnu í málefnum fólks af erlendum uppruna með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ríkisstjórnin hefur falið sig á bak við afar þröngar túlkanir á útlendingalögum við meðferð á umsóknum, og ekki er tekið tillit til viðkvæmrar stöðu fólks eins og þegar um er að ræða hinsegin fólk, börn, veikt sem og fatlað fólk. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn strax í haust! Höfundar eru frambjóðendur til Alþingis á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar