Ruglingsleg umræða um ESB Karl Gauti Hjaltason skrifar 21. september 2021 16:15 Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið! Þetta lét Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sig hafa í Dagmálum Morgunblaðsins í síðustu viku. Skoðum aðeins hvað Þorgerður Katrín var að segja. Jú, að það vanti upplýsingar - væntanlega til þess að hægt sé að ákveða hvort innganga í sambandið sé æskileg? En eru allir búnir að gleyma því að stefna Viðreisnar er einfaldlega að ganga þarna inn. Engir fyrirvarar hafa hingað til verið settir, hvað þá með vísun í skort á upplýsingum! Það er ekki nema von að sumir spyrji sig að því hvort þetta sé ný útgáfa af upplýsingaóreiðu? Elta valdið sem búið er að framselja! Þessi ummæli kalla á upprifjun því þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur ruglingur er settur af stað. Þegar við Íslendingar gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var fullyrt að því myndi ekki fylgja framsal valds, ekki síst af ESB-sinnum, og fyrir vikið var því hafnað að þjóðin fengi að kjósa um málið. En annað hefur komið á daginn og ESB-sinnar halda því jafnvel fram í dag að framsal valds sé meira í gegnum EES en ESB og því þurfi að ganga í sambandið til að endurheimta hluta af því valdi sem framselt var í gegnum EES-samninginn sem vitanlega er alls ekki rétt. Þetta er alveg ótrúlegur öfugsnúningur. Skjótum krónuna Viðreisn fer nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum gegn gjaldmiðli okkar Íslendinga. Krónan er í skotlínu með fyrirheitum um að tenging við evruna eða hreinlega upptaka hennar verði allra meina bót. Þetta á að leiða til stórkostlega breytinga og horft framhjá aukaverkunum eins og alltaf í áróðursstríði. Stundum vísa Viðreisnarmenn í dæmi frá Dönum sem segja ekki nema hálfa söguna. Danir eru með tengingu við evruna einfaldlega vegna þess að þeir voru með hana áður við þýska markið og hagsveiflan er svipuð í þessum löndum. Augljóslega á það ekki við um Ísland sem er með allt öðru vísi útflutningsgreinar. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar. Kjósendur ættu að hafa í huga að með Viðreisn og Samfylkingu í ríkisstjórn er hætt við að örlagarík skerf verði tekin í átt að frekari tengingum við Evrópusambandið. Tengingar sem skerða myndu enn frekar fullveldi okkar Íslendinga og þrengja að valkostum til sjálfstæðra og frjálsra viðskipta. Miðflokkurinn er eina aflið sem tryggir viðspyrnu gegn árásum ESB-sinna gegn fullveldi landsins. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið! Þetta lét Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sig hafa í Dagmálum Morgunblaðsins í síðustu viku. Skoðum aðeins hvað Þorgerður Katrín var að segja. Jú, að það vanti upplýsingar - væntanlega til þess að hægt sé að ákveða hvort innganga í sambandið sé æskileg? En eru allir búnir að gleyma því að stefna Viðreisnar er einfaldlega að ganga þarna inn. Engir fyrirvarar hafa hingað til verið settir, hvað þá með vísun í skort á upplýsingum! Það er ekki nema von að sumir spyrji sig að því hvort þetta sé ný útgáfa af upplýsingaóreiðu? Elta valdið sem búið er að framselja! Þessi ummæli kalla á upprifjun því þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur ruglingur er settur af stað. Þegar við Íslendingar gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var fullyrt að því myndi ekki fylgja framsal valds, ekki síst af ESB-sinnum, og fyrir vikið var því hafnað að þjóðin fengi að kjósa um málið. En annað hefur komið á daginn og ESB-sinnar halda því jafnvel fram í dag að framsal valds sé meira í gegnum EES en ESB og því þurfi að ganga í sambandið til að endurheimta hluta af því valdi sem framselt var í gegnum EES-samninginn sem vitanlega er alls ekki rétt. Þetta er alveg ótrúlegur öfugsnúningur. Skjótum krónuna Viðreisn fer nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum gegn gjaldmiðli okkar Íslendinga. Krónan er í skotlínu með fyrirheitum um að tenging við evruna eða hreinlega upptaka hennar verði allra meina bót. Þetta á að leiða til stórkostlega breytinga og horft framhjá aukaverkunum eins og alltaf í áróðursstríði. Stundum vísa Viðreisnarmenn í dæmi frá Dönum sem segja ekki nema hálfa söguna. Danir eru með tengingu við evruna einfaldlega vegna þess að þeir voru með hana áður við þýska markið og hagsveiflan er svipuð í þessum löndum. Augljóslega á það ekki við um Ísland sem er með allt öðru vísi útflutningsgreinar. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar. Kjósendur ættu að hafa í huga að með Viðreisn og Samfylkingu í ríkisstjórn er hætt við að örlagarík skerf verði tekin í átt að frekari tengingum við Evrópusambandið. Tengingar sem skerða myndu enn frekar fullveldi okkar Íslendinga og þrengja að valkostum til sjálfstæðra og frjálsra viðskipta. Miðflokkurinn er eina aflið sem tryggir viðspyrnu gegn árásum ESB-sinna gegn fullveldi landsins. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar