Húsnæðisskorturinn og lausnir Miðflokksins Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 19. september 2021 21:00 Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér. Fyrir allmörgum árum tóku vinstri menn í Reykjavík upp þann ósið að selja lóðaréttindi undir húsnæði og bæta ofan á gatnagerðargjöld ásamt fjölda af auka gjöldum á húseigendum. Þróunin síðan þá hefur verið í anda vinstri manna. Þeir bæta stöðugt við gjöldum sem að sjálfsögðu íbúar eru látnir borga. Ýmist kemur þetta fram í hærra fasteignaverði eða leiguverði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Fljótlega fylgdu önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á eftir enda þá þegar orðinn skortur á markaðnum og fólk tilneytt til að leita sér skjóls undir dýru þaki. Hér er um að ræða auðsótt fé til illa rekinna sveitarfélaga. Miðflokkurinn hefur lagt til að ríkið veiti mótframlag. Slíkt framlag gæfi öllum tækifæri á að eignast húsnæði. Fleira þarf þó til. Það skiptir mestu að alltaf sé tryggt nægt lóðarframboð. Af landi eigum við nóg. Mýtan um að ekki sé til nóg land er röng. Til eru þúsundir hektara innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Það má þétta byggð í hófi þar sem það á við en alltaf þurfa að vera til lóðir. Með skortstefnunni er verði þessara gæða haldið uppi og sem mest sogið út úr skattgreiðendum sem hægt er. Regluverk varðandi húsbyggingar þarf að vera skilvirkt, gegnsætt og hvetjandi. Það þarf að vera í boði fjölbreytt húsnæði sem markaðurinn kallar eftir hverju sinni. Því þurfa sveitarfélög að vera sveigjanleg gagnvart húsbyggjendum sem oft þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði og framtíðarhorfum. Auðkýfingar þurfa að geta keypt sínar lúxusíbúðir á þéttingarreitum Dags B Eggertssonar en almenningi þarf einnig að standa til boða lóðir undir þar sem byggja má íbúðarhúsnæði með hagstæðum hætti og á verðum sem fólk ræður við. Fólk vill búa í aðlaðandi umhverfi og hafa sjálft um það að segja hvernig það vill búa. Hér gildir fjölbreytni og skilningur stjórnvalda að ef þau draga úr mætti fólks með of háum verðum er jafnframt dregið úr mætti þeirra til að getað notið sín, viðhaldið eignum og myndað sterkan eiginfjárgrunn. Miðflokkurinn hefur lagt til tvær róttækar breytingar. Ein er afnám stimpilgjalda, þ.e. gjalda sem er í eðli sínu ósanngjarn skattur. Hin breytingin er að heimila ráðstöfun allt að 3,5 prósents af lífeyrisiðgjaldi í sjóð sem nýta má til eigin fasteigakaupa. Sterk eiginfjárstaða heimila kemur bæði almenningi til góða og hagkerfinu í heild sinni. Samandregið má því segja að eftirfarandi aðgerðir muni gagnast öllum. Þær eru þessar: Aukið lóðaframboð, nýtt hvetjandi regluverk, fjölbreyttara húsnæði, lægri skattar og gjöld, afnám stimpilgjalda og rúsínan í pylsuendanum, heimildin til ráðstöfunar lífeyrisiðgjalda til eigin fasteignakaupa. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, er fulltrúi flokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Húsnæðismál Suðvesturkjördæmi Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér. Fyrir allmörgum árum tóku vinstri menn í Reykjavík upp þann ósið að selja lóðaréttindi undir húsnæði og bæta ofan á gatnagerðargjöld ásamt fjölda af auka gjöldum á húseigendum. Þróunin síðan þá hefur verið í anda vinstri manna. Þeir bæta stöðugt við gjöldum sem að sjálfsögðu íbúar eru látnir borga. Ýmist kemur þetta fram í hærra fasteignaverði eða leiguverði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Fljótlega fylgdu önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á eftir enda þá þegar orðinn skortur á markaðnum og fólk tilneytt til að leita sér skjóls undir dýru þaki. Hér er um að ræða auðsótt fé til illa rekinna sveitarfélaga. Miðflokkurinn hefur lagt til að ríkið veiti mótframlag. Slíkt framlag gæfi öllum tækifæri á að eignast húsnæði. Fleira þarf þó til. Það skiptir mestu að alltaf sé tryggt nægt lóðarframboð. Af landi eigum við nóg. Mýtan um að ekki sé til nóg land er röng. Til eru þúsundir hektara innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Það má þétta byggð í hófi þar sem það á við en alltaf þurfa að vera til lóðir. Með skortstefnunni er verði þessara gæða haldið uppi og sem mest sogið út úr skattgreiðendum sem hægt er. Regluverk varðandi húsbyggingar þarf að vera skilvirkt, gegnsætt og hvetjandi. Það þarf að vera í boði fjölbreytt húsnæði sem markaðurinn kallar eftir hverju sinni. Því þurfa sveitarfélög að vera sveigjanleg gagnvart húsbyggjendum sem oft þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði og framtíðarhorfum. Auðkýfingar þurfa að geta keypt sínar lúxusíbúðir á þéttingarreitum Dags B Eggertssonar en almenningi þarf einnig að standa til boða lóðir undir þar sem byggja má íbúðarhúsnæði með hagstæðum hætti og á verðum sem fólk ræður við. Fólk vill búa í aðlaðandi umhverfi og hafa sjálft um það að segja hvernig það vill búa. Hér gildir fjölbreytni og skilningur stjórnvalda að ef þau draga úr mætti fólks með of háum verðum er jafnframt dregið úr mætti þeirra til að getað notið sín, viðhaldið eignum og myndað sterkan eiginfjárgrunn. Miðflokkurinn hefur lagt til tvær róttækar breytingar. Ein er afnám stimpilgjalda, þ.e. gjalda sem er í eðli sínu ósanngjarn skattur. Hin breytingin er að heimila ráðstöfun allt að 3,5 prósents af lífeyrisiðgjaldi í sjóð sem nýta má til eigin fasteigakaupa. Sterk eiginfjárstaða heimila kemur bæði almenningi til góða og hagkerfinu í heild sinni. Samandregið má því segja að eftirfarandi aðgerðir muni gagnast öllum. Þær eru þessar: Aukið lóðaframboð, nýtt hvetjandi regluverk, fjölbreyttara húsnæði, lægri skattar og gjöld, afnám stimpilgjalda og rúsínan í pylsuendanum, heimildin til ráðstöfunar lífeyrisiðgjalda til eigin fasteignakaupa. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, er fulltrúi flokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun