Börnin vigti matarleifar sínar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 4. september 2021 14:01 Þátttaka í að minnka matarsóun er skemmtilegt verkefni fyrir börn. Skólar sem eru skilgreindir grænir skólar eru með ýmis verkefni fyrir börn til að vekja þau til vitundar um mikilvægi þess að sporna gegn matarsóun í nærumhverfinu og setja sér skýr markmið í umhverfismálum. Dæmi um verkefni er að skólar kanni matarsóun í mötuneyti skóla sinna t.d. með því að nemendur vigti matinn sem þau sjálf leifa og haldi yfir það skráningu. Niðurstöður má nota til að reikna út hversu miklum mat er hent á heilu skólaári. Með því að fá upplýsingar hjá matráði hvað einn matarskammtur kostar er hægt að reikna út hversu miklum verðmætum er hent. Börnin sjá þannig sóunina ef hún er fyrir hendi. Ef barn fær að skammta sér sjálft, þykir maturinn góður og hefur næði og nægan tíma til að borða hann er líklegt að sóun minnki. Börn njóta sín best í umhverfi þar sem þau fá að skapa, finna hugmyndum sínum farveg og framkvæma sjálf hlutina eftir því sem aldur og þroski leyfa. Það er skylda okkar og ábyrgð að gefa öllum börnum í Reykjavík möguleika á að vinna með umhverfisþætti í enn ríkari mæli en nú er gert. Þessi mál varða framtíðina og framtíðin er barnanna. Ef börn fá tækifæri til að snerta sjálf á málum, koma með tillögur og leiðir, er líklegt að þau muni beita sér enn frekar fyrir málstaðinn. Þátttaka barna í verkefni um matarsóun og útrýmingu plasts eru dæmi um verkefni sem börnum þykir almennt gaman að fást við. Ég hef rætt þessi mál í borgarstjórn og t.d. lagt fram tillögu um að allir skólar verði Grænfánaskólar en sú tillaga var felld. Nokkrir skólar í Reykjavík eru Grænfánaskólar en aðrir skilgreina sig sem heilsueflandi skóla án þess að hafa Grænfánavottun. Markmið borgarinnar á skilyrðislaust að miðast að því að gera öllum leik- og grunnskólum borgarinnar kleift, m.a. fjárhagslega, að taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein (Grænfáninn). Fáninn er skýr mælikvarði og merki um að skóli hafi náð ákveðnu viðmiði í umhverfismálum. Sjálfsagt er að nota þennan mælikvarða sem nú þegar hefur verið búinn til og þróaður. Árið 2018 óskaði ég eftir upplýsingum um hvað það kostar að verða Grænfánaskóli. Kostnaður við að gerast Grænfánaskóli var þá 135 krónur á hvern nemanda skólans en þó að lágmarki 25.000 kr. á skóla og að hámarki 75.000 kr. Ef skólar eru á fleiri en einni starfsstöð þá eru greiddar 10.000 kr. fyrir hverja starfsstöð en hámarksgreiðslan einungis greidd einu sinni. Ekki fengust upplýsingar hjá skóla- og frístundaráði hver kostnaður er núna við það að gerast Grænfánaskóli. Ég lagði fram á fundi skóla- og frístundaráðs 24. ágúst sl. eftirfarandi fyrirspurnir um mötuneytismál í grunnskólum Reykjavíkur Hvernig er rekstrarformi/fyrirkomulagi mötuneyta háttað? Í hversu mörgum skólum skömmtuðu börnin sér sjálf (fyrir COVID)? Hvernig er fjölbreyttum matseðli náð?Í hversu mörgum skólum er boðið upp á ávexti og grænmeti með matnum? Í hversu mörgum skólum vigta börnin sjálf og skrá það sem þau leifa? Hafa börnin verið spurð um hvað þau vilja helst borða í skólanum? Hvað er mikil matarsóun í grunnskólum Reykjavíkur? Hversu miklum mat er hent? Óskað er að svarið sé í samræmi við leiðbeiningar sem Evrópusambandið hefur gefið út um samræmda aðferðarfræði sem nota ber við að mæla matarsóun en hefja átti slíkar mælingar 2020 (sjá Skýrslu starfshóps um Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun, gefið út af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu). Fyrirspurnunum var vísað til skóla- og frístundaráðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Grunnskólar Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Þátttaka í að minnka matarsóun er skemmtilegt verkefni fyrir börn. Skólar sem eru skilgreindir grænir skólar eru með ýmis verkefni fyrir börn til að vekja þau til vitundar um mikilvægi þess að sporna gegn matarsóun í nærumhverfinu og setja sér skýr markmið í umhverfismálum. Dæmi um verkefni er að skólar kanni matarsóun í mötuneyti skóla sinna t.d. með því að nemendur vigti matinn sem þau sjálf leifa og haldi yfir það skráningu. Niðurstöður má nota til að reikna út hversu miklum mat er hent á heilu skólaári. Með því að fá upplýsingar hjá matráði hvað einn matarskammtur kostar er hægt að reikna út hversu miklum verðmætum er hent. Börnin sjá þannig sóunina ef hún er fyrir hendi. Ef barn fær að skammta sér sjálft, þykir maturinn góður og hefur næði og nægan tíma til að borða hann er líklegt að sóun minnki. Börn njóta sín best í umhverfi þar sem þau fá að skapa, finna hugmyndum sínum farveg og framkvæma sjálf hlutina eftir því sem aldur og þroski leyfa. Það er skylda okkar og ábyrgð að gefa öllum börnum í Reykjavík möguleika á að vinna með umhverfisþætti í enn ríkari mæli en nú er gert. Þessi mál varða framtíðina og framtíðin er barnanna. Ef börn fá tækifæri til að snerta sjálf á málum, koma með tillögur og leiðir, er líklegt að þau muni beita sér enn frekar fyrir málstaðinn. Þátttaka barna í verkefni um matarsóun og útrýmingu plasts eru dæmi um verkefni sem börnum þykir almennt gaman að fást við. Ég hef rætt þessi mál í borgarstjórn og t.d. lagt fram tillögu um að allir skólar verði Grænfánaskólar en sú tillaga var felld. Nokkrir skólar í Reykjavík eru Grænfánaskólar en aðrir skilgreina sig sem heilsueflandi skóla án þess að hafa Grænfánavottun. Markmið borgarinnar á skilyrðislaust að miðast að því að gera öllum leik- og grunnskólum borgarinnar kleift, m.a. fjárhagslega, að taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein (Grænfáninn). Fáninn er skýr mælikvarði og merki um að skóli hafi náð ákveðnu viðmiði í umhverfismálum. Sjálfsagt er að nota þennan mælikvarða sem nú þegar hefur verið búinn til og þróaður. Árið 2018 óskaði ég eftir upplýsingum um hvað það kostar að verða Grænfánaskóli. Kostnaður við að gerast Grænfánaskóli var þá 135 krónur á hvern nemanda skólans en þó að lágmarki 25.000 kr. á skóla og að hámarki 75.000 kr. Ef skólar eru á fleiri en einni starfsstöð þá eru greiddar 10.000 kr. fyrir hverja starfsstöð en hámarksgreiðslan einungis greidd einu sinni. Ekki fengust upplýsingar hjá skóla- og frístundaráði hver kostnaður er núna við það að gerast Grænfánaskóli. Ég lagði fram á fundi skóla- og frístundaráðs 24. ágúst sl. eftirfarandi fyrirspurnir um mötuneytismál í grunnskólum Reykjavíkur Hvernig er rekstrarformi/fyrirkomulagi mötuneyta háttað? Í hversu mörgum skólum skömmtuðu börnin sér sjálf (fyrir COVID)? Hvernig er fjölbreyttum matseðli náð?Í hversu mörgum skólum er boðið upp á ávexti og grænmeti með matnum? Í hversu mörgum skólum vigta börnin sjálf og skrá það sem þau leifa? Hafa börnin verið spurð um hvað þau vilja helst borða í skólanum? Hvað er mikil matarsóun í grunnskólum Reykjavíkur? Hversu miklum mat er hent? Óskað er að svarið sé í samræmi við leiðbeiningar sem Evrópusambandið hefur gefið út um samræmda aðferðarfræði sem nota ber við að mæla matarsóun en hefja átti slíkar mælingar 2020 (sjá Skýrslu starfshóps um Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun, gefið út af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu). Fyrirspurnunum var vísað til skóla- og frístundaráðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun