Dóta- og dýradagarnir Hildur Sverrisdóttir skrifar 22. ágúst 2021 07:01 Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með þeirri sorgarsögu húsnæðismála sem gamli skólinn minn hefur gengið í gegn um undanfarin misseri. Í þeirri sögu má tína mýmargt til sem augljóslega hefði getað farið miklu betur hjá borgaryfirvöldum en ég vil sérstaklega staldra við ábyrgðarleysið sem flokkarnir í meirihluta hafa orðið uppvísir að. Grafarþögn þeirra allra gagnvart málinu er ærandi. Það er svo sem gömul saga og ný að stjórnmálamenn kjósi að hlaupa í felur og freista þess að storminn lægi án þess að þurfa að kljást við hann. En það verður að viðurkennast að það er sérstaklega áberandi með meirihluta núverandi borgarstjórnar. Það er því umhugsunarefni hvort freistnin í að láta sig hverfa sé meiri þegar um fjölflokka meirihluta er að ræða og ábyrgðin dreifðari. Allir flokkarnir sem stýra borgarstjórn; Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn, gefa sig almennt út fyrir að bera hag fólks fyrir brjósti. En hvernig má þá vera að í þessu máli hafi hag nemenda, foreldra og kennara verið kastað af forgangslistanum með endalausum kauðslegum vinnubrögðum og að ekkert þeirra virðist vilja stinga út nefinu til að bera á því ábyrgð. Pólitísk ábyrgð er einn dýrmætasti öryggisventill stjórnmálanna. Það góða við þann öryggisventil er að þótt stjórnmálafólkið kjósi að forðast hann er það fólkið sjálft sem ákveður með atkvæði sínu hvar ábyrgðin liggur og hverjir standi undir henni. Við göngum til alþingiskosninga eftir mánuð. Flokkarnir sem skipa meirihluta borgarstjórnar telja sig væntanlega þess verðuga að fá góða kosningu í þeim kosningum. Einhverjir tala jafnvel um að Íslandi sé best borgið með ríkisstjórn einmitt þessara flokka og jafnvel fleiri flokka af vinstri vængnum ef til þarf. Það verður að viðurkennast að það lofar ekki sérstaklega góðu þegar þeir standa engan veginn undir máli sem þessu og hrökkva svo í kút og felur. Þó málið sé risastór sorgarsaga vondra vinnubragða var viðfangsefnið nú upphaflega ekki flóknara en rakaskemmdir í einni byggingu. Það er vont að ætla alltaf að mæta eldhress með myndavélar á lofti í stuðið á dótadögunum en láta svo eins og trámatíseruð gæludýrin komi sér ekki við eftir mislukkaðan dýradag. Það á ekki að vera í boði að tala fjálglega um almannahag en axla svo enga ábyrgð þegar hlutirnir fara hrapalega úrskeiðis. Á skólalóðinni í Fossó var einfaldlega talað um að þá væri maður súkkulaði. Höfundur skipar 2. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með þeirri sorgarsögu húsnæðismála sem gamli skólinn minn hefur gengið í gegn um undanfarin misseri. Í þeirri sögu má tína mýmargt til sem augljóslega hefði getað farið miklu betur hjá borgaryfirvöldum en ég vil sérstaklega staldra við ábyrgðarleysið sem flokkarnir í meirihluta hafa orðið uppvísir að. Grafarþögn þeirra allra gagnvart málinu er ærandi. Það er svo sem gömul saga og ný að stjórnmálamenn kjósi að hlaupa í felur og freista þess að storminn lægi án þess að þurfa að kljást við hann. En það verður að viðurkennast að það er sérstaklega áberandi með meirihluta núverandi borgarstjórnar. Það er því umhugsunarefni hvort freistnin í að láta sig hverfa sé meiri þegar um fjölflokka meirihluta er að ræða og ábyrgðin dreifðari. Allir flokkarnir sem stýra borgarstjórn; Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn, gefa sig almennt út fyrir að bera hag fólks fyrir brjósti. En hvernig má þá vera að í þessu máli hafi hag nemenda, foreldra og kennara verið kastað af forgangslistanum með endalausum kauðslegum vinnubrögðum og að ekkert þeirra virðist vilja stinga út nefinu til að bera á því ábyrgð. Pólitísk ábyrgð er einn dýrmætasti öryggisventill stjórnmálanna. Það góða við þann öryggisventil er að þótt stjórnmálafólkið kjósi að forðast hann er það fólkið sjálft sem ákveður með atkvæði sínu hvar ábyrgðin liggur og hverjir standi undir henni. Við göngum til alþingiskosninga eftir mánuð. Flokkarnir sem skipa meirihluta borgarstjórnar telja sig væntanlega þess verðuga að fá góða kosningu í þeim kosningum. Einhverjir tala jafnvel um að Íslandi sé best borgið með ríkisstjórn einmitt þessara flokka og jafnvel fleiri flokka af vinstri vængnum ef til þarf. Það verður að viðurkennast að það lofar ekki sérstaklega góðu þegar þeir standa engan veginn undir máli sem þessu og hrökkva svo í kút og felur. Þó málið sé risastór sorgarsaga vondra vinnubragða var viðfangsefnið nú upphaflega ekki flóknara en rakaskemmdir í einni byggingu. Það er vont að ætla alltaf að mæta eldhress með myndavélar á lofti í stuðið á dótadögunum en láta svo eins og trámatíseruð gæludýrin komi sér ekki við eftir mislukkaðan dýradag. Það á ekki að vera í boði að tala fjálglega um almannahag en axla svo enga ábyrgð þegar hlutirnir fara hrapalega úrskeiðis. Á skólalóðinni í Fossó var einfaldlega talað um að þá væri maður súkkulaði. Höfundur skipar 2. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar