Fjórir lykilmenn fjarverandi í toppslag Víkings og Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2021 15:00 Þessir fjórir munu missa af toppslag Pepsi Max deildar karla á sunnudaginn kemur. Vísir/Bára Dröfn Næsta helgi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hefur alla burði til að verða ein sú áhugaverðasta í langan tíma. Toppslagur deildarinnar fer fram á sunnudag er Íslandsmeistarar Vals mæta í Víkina. Bæði lið verða án tveggja byrjunarliðsmanna í leiknum. Segja má að komandi helgi geti skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem og í baráttunni um Evrópusæti. Breiðablik mætir KA, liðin sitja í 3. og 4. sæti deildarinnar, á Kópavogsvelli á laugardag. Degi síðar mætast toppliðin tvö Valur og Víkingur. Breiðablik og KA getað þó hoppað upp fyrir Víking í töflunni takist þeim að næla í sigur á laugardag. Einnig eiga bæði lið leik til góða á toppliðin tvö. KA verður án miðvarðarins Dušan Brković í leiknum á Kópavogsvelli þar sem hann fékk rautt spjald gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Dušan Brković verður ekki með KA leiknum á Kópavogsvelli.Vísir/Hulda Margrét Á sunnudeginum vantar töluvert fleiri leikmenn en alls verða fjórir leikmenn í banni. Hjá heimamönnum vantar hægri bakvörðinn Karl Friðleif Gunnarsson sem og miðjumanninn Júlíus Magnússon. Í lið Vals er er miðvörðurinn Rasmus Christiansen í leikbanni sem og miðjumaðurinn Birkir Heimisson. Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður deildarinnar, fór meiddur af velli í 3-0 sigri Víkinga á Fylki og Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði liðsins, harkaði af sér til að klára leikinn. Víkingar gætu því verið án allt að fjögurra byrjunarliðsmanna þegar Íslandsmeistararnir koma í heimsókn. Aðrir sem verða í leikbanni um helgina eru þeir Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Atli Arnarson (HK), Heiðar Ægisson, Eyjólfur Héðinsson (báðir Stjarnan), Aron Kristófer Lárusson, Sindri Snær Magnússon, Wout Droste (allir ÍA) og Arnþór Ingi Kristinsson (KR). Þar sem upp hefur komið smit í herbúðum KR er ekki enn ljóst hvort leikur ÍA og KR fari fram um helgina eður ei. Stórleikir helgarinnar verða hins vegar í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik Breiðabliks og KA hefst klukkan 15.45 en leikurinn sjálfur klukkan 16.15. Á sunnudagskvöld hefst svo upphitun fyrir toppslaginn í Víkinni klukkan 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.15. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Segja má að komandi helgi geti skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem og í baráttunni um Evrópusæti. Breiðablik mætir KA, liðin sitja í 3. og 4. sæti deildarinnar, á Kópavogsvelli á laugardag. Degi síðar mætast toppliðin tvö Valur og Víkingur. Breiðablik og KA getað þó hoppað upp fyrir Víking í töflunni takist þeim að næla í sigur á laugardag. Einnig eiga bæði lið leik til góða á toppliðin tvö. KA verður án miðvarðarins Dušan Brković í leiknum á Kópavogsvelli þar sem hann fékk rautt spjald gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Dušan Brković verður ekki með KA leiknum á Kópavogsvelli.Vísir/Hulda Margrét Á sunnudeginum vantar töluvert fleiri leikmenn en alls verða fjórir leikmenn í banni. Hjá heimamönnum vantar hægri bakvörðinn Karl Friðleif Gunnarsson sem og miðjumanninn Júlíus Magnússon. Í lið Vals er er miðvörðurinn Rasmus Christiansen í leikbanni sem og miðjumaðurinn Birkir Heimisson. Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður deildarinnar, fór meiddur af velli í 3-0 sigri Víkinga á Fylki og Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði liðsins, harkaði af sér til að klára leikinn. Víkingar gætu því verið án allt að fjögurra byrjunarliðsmanna þegar Íslandsmeistararnir koma í heimsókn. Aðrir sem verða í leikbanni um helgina eru þeir Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Atli Arnarson (HK), Heiðar Ægisson, Eyjólfur Héðinsson (báðir Stjarnan), Aron Kristófer Lárusson, Sindri Snær Magnússon, Wout Droste (allir ÍA) og Arnþór Ingi Kristinsson (KR). Þar sem upp hefur komið smit í herbúðum KR er ekki enn ljóst hvort leikur ÍA og KR fari fram um helgina eður ei. Stórleikir helgarinnar verða hins vegar í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik Breiðabliks og KA hefst klukkan 15.45 en leikurinn sjálfur klukkan 16.15. Á sunnudagskvöld hefst svo upphitun fyrir toppslaginn í Víkinni klukkan 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.15. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira