Hvað er að frétta af Sjúkraþjálfunarstofu ríkisins? Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2021 10:31 Um síðustu áramót gerðist sú óhæfa að ráðherra heilbrigðismála setti reglugerð sem svipti nýútskrifaða sjúkraþjálfara með fimm ára háskólanám fullu starfsfrelsi með því að meina þeim aðgang að starfi á stofum með greiðsluþátttöku ríkisins. Þrátt fyrir stjórnarskrárvarinn rétt til að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa, skilyrti ráðherra að sjúkraþjálfarar mættu ekki sinna endurhæfingu sem sjálfstætt starfandi nema að vinna fyrst hjá hinu opinbera í tvö ár í að minnsta kosti 80% starfshlutfalli. Þessir einstaklingar hafa þó hlotið fullt starfsleyfi frá landlækni. Þetta þýðir jafnframt að ólíklegt er að unga fólkið okkar fari til starfa á landsbyggðinni vegna þeirra skilyrða sem í reglugerðinni eru. Á fundi heilbrigðisráðherra með fulltrúa sjúkraþjálfunarnáms við HÍ nokkrum vikum síðar viðurkenndi ráðherra meira að segja að þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin á faglegum grunni. Að þessi aðgerð komi frá ráðherra í flokki sem flaggar jafnréttisstefnu er með ólíkindum. Ráðherrann hefur jú reglugerðarvaldið og ríkisstjórnarflokkarnir hafa þagað þunnu hljóði. Gera má því skóna að þessar aðgerðir hafi verið settar fram til að herða tökin á stofurekendum og neyða stéttina til samninga. Þessi aðferð, að meina nýútskrifuðum fullt starfsfrelsi er sú sama og beitt hefur verið gagnvart talmeinafræðingum og er að mínu mati lúaleg. Að beita nýliðum í stéttinni svona fyrir sig grefur undan vilja framtíðarsjúkraþjálfara til náms og vegur að nýliðun. En hvað mun í raun og veru gerast nú þegar unga fólkið er útskrifað úr háskóla? Með biðlista til staðar á stofum sjúkraþjálfara verður nú boðið upp á beint aðgengi til þessarra ungu sjúkraþjálfara með fullri greiðslu okkar skjólstæðinga og þar með er komið tvöfalt heilbrigðiskerfi í endurhæfingu. Þeir sem geta borgað komast strax að. Kannski er þetta það sem heilbrigðisráðherra vill, það er jú fólginn talsverður sparnaður í þessu fyrir ríkið. Við vitum öll að heilbrigðiskerfið hefur verið undir miklu álagi á undanförnum misserum og má þakka heilbrigðisráðherra fyrir framgöngu í covid málum. Biðlistar í endurhæfingu eru samt sem áður staðreynd og uxu eftir þær ákvarðanir sem ríkisstjórnin tók eftir síðustu kosningar með því að draga úr greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Ömurleg vinnubrögð gagnvart stétt sjúkraþjálfara verða þó ekki afsökuð með covid ástandinu. Það gladdi mig að heyra fjármálaráðherra segja í þætti á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fyrir nokkru að semja þyrfti við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstéttir og að ekki stæði til að reka tannlæknastofu ríkisins eða sjúkraþjálfunarstofu ríkisins. Hann hefur þó með þögn sinni samþykkt framgöngu heilbrigðisráðherra og forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og það virðingarleysi sem sjúkraþjálfun hefur verið sýnd. Atkvæði greidd Sjálfstæðisflokki eru kannski atkvæði greidd Vinstri grænum? Fyrir réttum tveimur árum boðuðu SÍ að sjúkraþjálfun framkvæmd á stofum utan stofnana færi í útboð á evrópska efnahagssvæðinu. Mál þetta var með ólíkindum illa undirbúið og urðu lyktir málsins þær að SÍ hætti við útboðið. Á þessum tímapunkti, eftir ótrúlega framkomu SÍ, töldum við sjúkraþjálfarar ekki ásættanlegt að vera í samstarfi lengur og rammasamningi félagsins við SÍ því sagt upp. Síðan þá hefur heilbrigðisráðherra framlengt greiðsluþátttöku ríkisins endurtekið um nokkurra mánaða skeið í senn, sem þýðir að landsmenn þurfa ekki að greiða allan kostnað þegar þeir sækja sér þjónustu okkar heldur kemur greiðsla frá ríkinu til sjúkraþjálfara áfram rafrænt. Notendur þjónustunnar greiða sinn hlut eins og áður en einnig hafa stofur í mismiklum mæli gripið til þess ráðs að leggja á viðbótargjald til þess að mæta þeim kostnaðarhækkunum sem orðið hafa frá uppsögn samnings. Á þessum tveimur árum hafa landsmenn sem þurfa þjónustu sjúkraþjálfara upplifað óvissu um greiðsluþátttöku á nokkurra mánaða fresti og ekki vitað hvort þeir þurfi að reiða fram fulla greiðslu og sækja síðan rétt sinn gagnvart SÍ eða ekki. Þetta eru sjúkratryggðir einstaklingar minni ég á. Núverandi reglugerð fellur úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Með þessu má færa rök fyrir því að ríkissjóður hafi sparað sér háar fjárhæðir sem almenningur í landinu hefur borið frá því að endurgreiðslur SÍ vegna sjúkraþjálfunar voru frystar haustið 2019. Reynt hefur verið að fá SÍ að samningaborðinu á þessum tíma en framkoma fulltrúa þeirra hefur að mestu einkennst af störukeppni. Ég hvet ráðherra heilbrigðismála að falla frá þessari lúalegu aðferð að vega að starfsfrelsi nýútskrifaðra sjúkraþjálfara nú þegar. Vinnubrögð ráðherrans virðast annars bera þess merki að leynt og ljóst sé stefnt að einni allsherjar Sjúkraþjálfunarstofu ríkisins með fjármálaráðherra sem ábeking. Höfundur er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót gerðist sú óhæfa að ráðherra heilbrigðismála setti reglugerð sem svipti nýútskrifaða sjúkraþjálfara með fimm ára háskólanám fullu starfsfrelsi með því að meina þeim aðgang að starfi á stofum með greiðsluþátttöku ríkisins. Þrátt fyrir stjórnarskrárvarinn rétt til að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa, skilyrti ráðherra að sjúkraþjálfarar mættu ekki sinna endurhæfingu sem sjálfstætt starfandi nema að vinna fyrst hjá hinu opinbera í tvö ár í að minnsta kosti 80% starfshlutfalli. Þessir einstaklingar hafa þó hlotið fullt starfsleyfi frá landlækni. Þetta þýðir jafnframt að ólíklegt er að unga fólkið okkar fari til starfa á landsbyggðinni vegna þeirra skilyrða sem í reglugerðinni eru. Á fundi heilbrigðisráðherra með fulltrúa sjúkraþjálfunarnáms við HÍ nokkrum vikum síðar viðurkenndi ráðherra meira að segja að þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin á faglegum grunni. Að þessi aðgerð komi frá ráðherra í flokki sem flaggar jafnréttisstefnu er með ólíkindum. Ráðherrann hefur jú reglugerðarvaldið og ríkisstjórnarflokkarnir hafa þagað þunnu hljóði. Gera má því skóna að þessar aðgerðir hafi verið settar fram til að herða tökin á stofurekendum og neyða stéttina til samninga. Þessi aðferð, að meina nýútskrifuðum fullt starfsfrelsi er sú sama og beitt hefur verið gagnvart talmeinafræðingum og er að mínu mati lúaleg. Að beita nýliðum í stéttinni svona fyrir sig grefur undan vilja framtíðarsjúkraþjálfara til náms og vegur að nýliðun. En hvað mun í raun og veru gerast nú þegar unga fólkið er útskrifað úr háskóla? Með biðlista til staðar á stofum sjúkraþjálfara verður nú boðið upp á beint aðgengi til þessarra ungu sjúkraþjálfara með fullri greiðslu okkar skjólstæðinga og þar með er komið tvöfalt heilbrigðiskerfi í endurhæfingu. Þeir sem geta borgað komast strax að. Kannski er þetta það sem heilbrigðisráðherra vill, það er jú fólginn talsverður sparnaður í þessu fyrir ríkið. Við vitum öll að heilbrigðiskerfið hefur verið undir miklu álagi á undanförnum misserum og má þakka heilbrigðisráðherra fyrir framgöngu í covid málum. Biðlistar í endurhæfingu eru samt sem áður staðreynd og uxu eftir þær ákvarðanir sem ríkisstjórnin tók eftir síðustu kosningar með því að draga úr greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Ömurleg vinnubrögð gagnvart stétt sjúkraþjálfara verða þó ekki afsökuð með covid ástandinu. Það gladdi mig að heyra fjármálaráðherra segja í þætti á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fyrir nokkru að semja þyrfti við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstéttir og að ekki stæði til að reka tannlæknastofu ríkisins eða sjúkraþjálfunarstofu ríkisins. Hann hefur þó með þögn sinni samþykkt framgöngu heilbrigðisráðherra og forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og það virðingarleysi sem sjúkraþjálfun hefur verið sýnd. Atkvæði greidd Sjálfstæðisflokki eru kannski atkvæði greidd Vinstri grænum? Fyrir réttum tveimur árum boðuðu SÍ að sjúkraþjálfun framkvæmd á stofum utan stofnana færi í útboð á evrópska efnahagssvæðinu. Mál þetta var með ólíkindum illa undirbúið og urðu lyktir málsins þær að SÍ hætti við útboðið. Á þessum tímapunkti, eftir ótrúlega framkomu SÍ, töldum við sjúkraþjálfarar ekki ásættanlegt að vera í samstarfi lengur og rammasamningi félagsins við SÍ því sagt upp. Síðan þá hefur heilbrigðisráðherra framlengt greiðsluþátttöku ríkisins endurtekið um nokkurra mánaða skeið í senn, sem þýðir að landsmenn þurfa ekki að greiða allan kostnað þegar þeir sækja sér þjónustu okkar heldur kemur greiðsla frá ríkinu til sjúkraþjálfara áfram rafrænt. Notendur þjónustunnar greiða sinn hlut eins og áður en einnig hafa stofur í mismiklum mæli gripið til þess ráðs að leggja á viðbótargjald til þess að mæta þeim kostnaðarhækkunum sem orðið hafa frá uppsögn samnings. Á þessum tveimur árum hafa landsmenn sem þurfa þjónustu sjúkraþjálfara upplifað óvissu um greiðsluþátttöku á nokkurra mánaða fresti og ekki vitað hvort þeir þurfi að reiða fram fulla greiðslu og sækja síðan rétt sinn gagnvart SÍ eða ekki. Þetta eru sjúkratryggðir einstaklingar minni ég á. Núverandi reglugerð fellur úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Með þessu má færa rök fyrir því að ríkissjóður hafi sparað sér háar fjárhæðir sem almenningur í landinu hefur borið frá því að endurgreiðslur SÍ vegna sjúkraþjálfunar voru frystar haustið 2019. Reynt hefur verið að fá SÍ að samningaborðinu á þessum tíma en framkoma fulltrúa þeirra hefur að mestu einkennst af störukeppni. Ég hvet ráðherra heilbrigðismála að falla frá þessari lúalegu aðferð að vega að starfsfrelsi nýútskrifaðra sjúkraþjálfara nú þegar. Vinnubrögð ráðherrans virðast annars bera þess merki að leynt og ljóst sé stefnt að einni allsherjar Sjúkraþjálfunarstofu ríkisins með fjármálaráðherra sem ábeking. Höfundur er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun