Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:55 13 eru á gjörgæslu á Landspítalanum í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. „Staðan hjá okkur er mjög þung á gjörgæslunni. Við erum með þrettán sjúklinga inniliggjandi og fimm af þeim eru í öndunarvélum, þannig að við getum sagt að ástandið hér sé vægast sagt þungt hjá okkur,“ segir Ólafur. Þó þrettán séu inniliggjandi er aðeins mannað fyrir tíu sjúklinga. Ólafur segir að allra leiða sé leitað til að fá auka starfsfólk. „Við köllum inn hjúkrunarfræðinga og lækna en það er mikill skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og svæfingalæknum. Við erum að kalla inn og leita annarra leiða annarra leiða til að fá fólk til að aðstoða okkur, til dæmis frá einkastofum, erum í samstarfi við Akureyri og fleira.“ Þá hefur þegar einn sjúklingur verið fluttur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands en sá er ekki covid-smitaður. Slíkir flutningar eru erfiðari og sjúklingar þurfa að vera í sérstökum hylkjum á meðan ferðalaginu stendur. Ólafur segir stöðuna erfiða. „Við ráðum við stöðuna eins og er, en það er bara okkar frábæra starfsfólki að þakka. Staðan er hins vegar mjög þung og það reynir mikið á starfsfólkið okkar og það er þeirra eljusemi að þakka að við ráðum við þetta. En að því sögðu er starfsfólk orðið mjög þreytt, það er búið að vinna mjög mikið en kannski lítið þol eftir hjá okkur,“ segir hann. Það má kannski lítið út af bregða í þessu ástandi? „Já við erum stödd þar,“ segir Ólafur. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sérstaklega í ljósi þess að smit eru mjög mörg og mikið um innlagnir, þannig að ég get ekki annað sagt en að ég sé áhyggjufullur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
„Staðan hjá okkur er mjög þung á gjörgæslunni. Við erum með þrettán sjúklinga inniliggjandi og fimm af þeim eru í öndunarvélum, þannig að við getum sagt að ástandið hér sé vægast sagt þungt hjá okkur,“ segir Ólafur. Þó þrettán séu inniliggjandi er aðeins mannað fyrir tíu sjúklinga. Ólafur segir að allra leiða sé leitað til að fá auka starfsfólk. „Við köllum inn hjúkrunarfræðinga og lækna en það er mikill skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og svæfingalæknum. Við erum að kalla inn og leita annarra leiða annarra leiða til að fá fólk til að aðstoða okkur, til dæmis frá einkastofum, erum í samstarfi við Akureyri og fleira.“ Þá hefur þegar einn sjúklingur verið fluttur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands en sá er ekki covid-smitaður. Slíkir flutningar eru erfiðari og sjúklingar þurfa að vera í sérstökum hylkjum á meðan ferðalaginu stendur. Ólafur segir stöðuna erfiða. „Við ráðum við stöðuna eins og er, en það er bara okkar frábæra starfsfólki að þakka. Staðan er hins vegar mjög þung og það reynir mikið á starfsfólkið okkar og það er þeirra eljusemi að þakka að við ráðum við þetta. En að því sögðu er starfsfólk orðið mjög þreytt, það er búið að vinna mjög mikið en kannski lítið þol eftir hjá okkur,“ segir hann. Það má kannski lítið út af bregða í þessu ástandi? „Já við erum stödd þar,“ segir Ólafur. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sérstaklega í ljósi þess að smit eru mjög mörg og mikið um innlagnir, þannig að ég get ekki annað sagt en að ég sé áhyggjufullur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira