Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 20:17 Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar. Formaður Landverndar segir það þversagnakennt hve lítið sé talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni, í ljósi þess að lofstlagsváin hafi aðeins orðið meiri á undanförnum árum. „Þegar við skoðum stefnunar sjáum við að þetta er ansi mismunandi mikið í hávegum haft,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í samtali við fréttastofu og vísar til fréttar Rúv um að fjögur framboð til alþingiskosninga séu andvíg eða láti sér fátt um finnast um loftslagsmál. Eru það Flokkur fólksins og Miðflokkur, auk Lýðræðisflokssins og Ábyrgrar framtíðar. Björg Eva bendir á að ekki sé minnst á loftslagsmál í stefnu Flokks fólksins. „„Nýtum og njótum“ stóð í stefnu Miðflokksins. Ásamt áformum um að koma á sérlögum til að koma virkjunum af stað. Það eru nokkrir flokkar sem halda að loftslagsmál séu bara orkuskipti. Bara virkja, virkja, virkja og þá verður allt grænt. En það er auðvitað ekki þannig.“ Það sé lítið talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni enn sem komið er. „Þeir mælast með mikið fylgi, flokkar sem leggja á þetta litla áherslu, eins og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Flokkar sem virðast hafa litlar áhyggjur af þróuninni,“ segir Björg Eva og bætir við: „Það er samt skrýtið að þetta skuli vera minna mál í hugum flokkanna núna, þegar þetta er orðið stærra vandamál. Það er ansi skuggalegt. Ár eftir ár nást ekki loftslagsmarkmiðin, það þarf að gera hluti hraðar til að ekki fari illa. Á sama tíma minnkar áherslan, það er ákveðin þversögn í því.“ Hún bendir þó á að kosningabaráttan hafi skollið á hratt. „Kannski er það frekar tilviljanakennt, hver stóru málin eru í þessari kosningabaráttu. Það er miklu auðveldara að ræða mál eins og útlendingamálin, en til dæmis lofstlagsmál sem eru flókin.“ Loftslagsmál Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Flokkur fólksins Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
„Þegar við skoðum stefnunar sjáum við að þetta er ansi mismunandi mikið í hávegum haft,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í samtali við fréttastofu og vísar til fréttar Rúv um að fjögur framboð til alþingiskosninga séu andvíg eða láti sér fátt um finnast um loftslagsmál. Eru það Flokkur fólksins og Miðflokkur, auk Lýðræðisflokssins og Ábyrgrar framtíðar. Björg Eva bendir á að ekki sé minnst á loftslagsmál í stefnu Flokks fólksins. „„Nýtum og njótum“ stóð í stefnu Miðflokksins. Ásamt áformum um að koma á sérlögum til að koma virkjunum af stað. Það eru nokkrir flokkar sem halda að loftslagsmál séu bara orkuskipti. Bara virkja, virkja, virkja og þá verður allt grænt. En það er auðvitað ekki þannig.“ Það sé lítið talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni enn sem komið er. „Þeir mælast með mikið fylgi, flokkar sem leggja á þetta litla áherslu, eins og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Flokkar sem virðast hafa litlar áhyggjur af þróuninni,“ segir Björg Eva og bætir við: „Það er samt skrýtið að þetta skuli vera minna mál í hugum flokkanna núna, þegar þetta er orðið stærra vandamál. Það er ansi skuggalegt. Ár eftir ár nást ekki loftslagsmarkmiðin, það þarf að gera hluti hraðar til að ekki fari illa. Á sama tíma minnkar áherslan, það er ákveðin þversögn í því.“ Hún bendir þó á að kosningabaráttan hafi skollið á hratt. „Kannski er það frekar tilviljanakennt, hver stóru málin eru í þessari kosningabaráttu. Það er miklu auðveldara að ræða mál eins og útlendingamálin, en til dæmis lofstlagsmál sem eru flókin.“
Loftslagsmál Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Flokkur fólksins Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira