Næstum því 47 ár upp á dag síðan Víkingar slógu KR síðast út úr bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 15:01 Það gengur oft mikið á í leikjum Víkinga og KR. Vísir/HAG Víkingur tekur á móti KR í kvöld í lokaleik sextán liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sjö félög eru komin áfram og það ræðst í Víkinni í kvöld hvað verður áttunda liðið. Víkingar eru enn ríkjandi bikarmeistarar. Þeir unnu bikarinn haustið 2019 en bikarkeppnin var ekki kláruð í fyrra vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verða síðan Mjólkurbikarmörkin á dagskrá. Það var mikið fjör þegar þessi lið mættust síðast í bikarleik en þá var boðið upp á sex marka leik og vítaspyrnukeppni. Hér er umfjöllun um leikinn í Vísi og hér er mynd af hetju Víkinga, Páli Björgvinssyni, að skora annað marka sinna.Skjámynd/timarit.is/Vísir Það var aftur á móti enginn leikmaður í þessum liðum fæddur þegar Víkingum tókst að slá slá KR-inga síðast út úr bikarnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þá eins árs og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR ekki búinn að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Síðasti bikarsigur Víkings á KR var nefnilega í átta liða úrslitum bikarkeppninnar 1974. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum 14. ágúst og það eru því bara tveir dagar í það að það verði liðin nákvæmlega 47 ár. Hetja Víkinga í þeim leik var maður sem varð seinna þekktari fyrir afrek sín á handboltavellinum. Páll Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-2 sigri í framlengdum leik og voru þau bæði með skalla. Páll endaði leikinn reyndar á því að fá rauða spjaldið. Frá umfjöllun um leikinn í Tímanum.Skjámynd/timarit.is/Tíminn Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk frá Páli og KR-ingnum Ottó Guðmundssyni. Páll kom Víkingum aftur yfir í framlengingunni og Kári Kaaber jók muninn í 3-1 áður en Ólafur Lárusson minnkað muninn undir lokin. Víkingar og KR hafa mæst tvisvar í bikarnum síðan þá. KR vann 1-0 sigur sextán liða úrslitum 1978 og það þurfti síðan vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegara þegar liðin mættust síðast í bikarleik sem var á Víkingsvellinum 4. júlí 2005. Leikurinn var í sextán liða úrslitum og endaði með 3-3 jafntefli. Davíð Þór Rúnarsson, Egill Atlason og Hörður Sigurjón Bjarnason skoruðu mörk Víkinga en Garðar Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson og Grétar Ólafur Hjartarson mörk KR-ingar sem komust í 2-0 og 3-2 í leiknum. Það þurfti ekki aðeins vítaspyrnukeppni til að fá fram sigurvegar því bæði lið nýttu fjórar af fyrstu fimm spyrnum sínum. Bráðabani tók við og þar skoraði hinn átján ára gamli Gunnar Kristjánsson. Kristján Finnbogason, núverandi aðstoðarþjálfari hjá KR-liðinu, kom mikið við sögu í vítakeppninni. Hann varði tvær vítaspyrnur og skoraði líka úr einni sjálfur. Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0 Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Víkingar eru enn ríkjandi bikarmeistarar. Þeir unnu bikarinn haustið 2019 en bikarkeppnin var ekki kláruð í fyrra vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verða síðan Mjólkurbikarmörkin á dagskrá. Það var mikið fjör þegar þessi lið mættust síðast í bikarleik en þá var boðið upp á sex marka leik og vítaspyrnukeppni. Hér er umfjöllun um leikinn í Vísi og hér er mynd af hetju Víkinga, Páli Björgvinssyni, að skora annað marka sinna.Skjámynd/timarit.is/Vísir Það var aftur á móti enginn leikmaður í þessum liðum fæddur þegar Víkingum tókst að slá slá KR-inga síðast út úr bikarnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þá eins árs og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR ekki búinn að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Síðasti bikarsigur Víkings á KR var nefnilega í átta liða úrslitum bikarkeppninnar 1974. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum 14. ágúst og það eru því bara tveir dagar í það að það verði liðin nákvæmlega 47 ár. Hetja Víkinga í þeim leik var maður sem varð seinna þekktari fyrir afrek sín á handboltavellinum. Páll Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-2 sigri í framlengdum leik og voru þau bæði með skalla. Páll endaði leikinn reyndar á því að fá rauða spjaldið. Frá umfjöllun um leikinn í Tímanum.Skjámynd/timarit.is/Tíminn Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk frá Páli og KR-ingnum Ottó Guðmundssyni. Páll kom Víkingum aftur yfir í framlengingunni og Kári Kaaber jók muninn í 3-1 áður en Ólafur Lárusson minnkað muninn undir lokin. Víkingar og KR hafa mæst tvisvar í bikarnum síðan þá. KR vann 1-0 sigur sextán liða úrslitum 1978 og það þurfti síðan vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegara þegar liðin mættust síðast í bikarleik sem var á Víkingsvellinum 4. júlí 2005. Leikurinn var í sextán liða úrslitum og endaði með 3-3 jafntefli. Davíð Þór Rúnarsson, Egill Atlason og Hörður Sigurjón Bjarnason skoruðu mörk Víkinga en Garðar Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson og Grétar Ólafur Hjartarson mörk KR-ingar sem komust í 2-0 og 3-2 í leiknum. Það þurfti ekki aðeins vítaspyrnukeppni til að fá fram sigurvegar því bæði lið nýttu fjórar af fyrstu fimm spyrnum sínum. Bráðabani tók við og þar skoraði hinn átján ára gamli Gunnar Kristjánsson. Kristján Finnbogason, núverandi aðstoðarþjálfari hjá KR-liðinu, kom mikið við sögu í vítakeppninni. Hann varði tvær vítaspyrnur og skoraði líka úr einni sjálfur. Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0
Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0
Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn