Mitt inntak í ljósi umræðu um íþróttastefnu á Íslandi Guðmundur Sveinn Hafþórsson skrifar 2. ágúst 2021 10:30 Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar. Það er ljóst að ÍSÍ hefur margfaldað stuðning sinn til sérsambanda en hvað þarf meira? Hér eru mínir punktar og ég tel að það sé hægt að kafa töluvert dýpra en bara þá eða dýpra í þá. Fræðsla fyrir íþróttamenn sem og foreldra Það þarf að kenna markmiðasetningu snemma, kenna þarf íþróttamönnum að setja sér markmið til langs tíma og að takast á við svekkjandi tímabil, meiðsli og annað sem getur hnökrað ferlinu. Kenna þeim að það sem er í símanum er ekki lífið. Það þarf að kenna foreldrum hvað þarf til, til að ná árangri: næring, svefn, skjátími, leyfa þjálfurum að vera þjálfarar, foreldrar eiga að vera foreldrar, styrkjandi og stuðningur, mikilvægi æfinga og tímabils (hvenær er best að fara í bústaðaferð/skíðaferð). Framhaldsskólar Það er staðreynd að krakkar sem eru í íþróttum standa sig oftast nær nokkuð vel í skóla en eftir að framhaldsskólum var breytt í þrjú ár í stað fjögurra ára varð álagið töluvert meira á unglinga. Ég myndi vilja sjá samninga við 2 – 3 framhaldsskóla þar sem unnið er með íþróttamönnum sem vilja skara fram úr, þau sem velja þá leið að ætla sér árangur. Fjögurra ára nám, einingar fyrir íþróttaiðkun, fá að mæta síðar í skólann, fá liðkandi meðferð varðandi mætingu þegar kemur að keppnum. Íþróttamaður þarf að skila inn æfingaálagi, þarf að fylgja reglum eins og að vera ekki í áfengi eða tóbaki (vera fyrirmynd), verður að stunda skólann eftir bestu getu. Íþróttamiðstöð (fyrir íþróttamenn frá framtíðarhópum upp í afreksstarf) Sérsambönd gefa út nafnalista af íþróttamönnum sem eru í landsliðsverkefnum. Íþróttamenn hafa þá aðgengi að sálfræðing, læknum, næringafræðingi, sjúkraþjálfurum. Samstarf við HÍ og HR Samstarf sem felur í sér rannsóknir og mælingar á íþróttamönnum á ýmsum sviðum svo sem líkamlegt atgervi, andleg þjálfun, svefn, næring og annað. Aukinn stuðning við íþróttafélög Eins þarf meiri pening inn í félögin þannig að hægt sé að bæta þjálfun og umgjörð í kringum íþróttafólkið. Þegar kemur að þjálfun unglinga og fullorðinna getur einn afreksþjálfari ekki vitað allt. Hann veit margt en hann kann ekki allt. Að geta haft styrktarþjálfara, aðgengi að sjúkraþjálfara, fá inn næringafræðinga og sálfræðinga myndi allt hjálpa. Nú liggur fyrir frumvarp um launasjóð fyrir afreksmenn sem er stórkostleg bæting og skref fram á við en við þurfum að hugsa stærra og fara út fyrir boxið til að sjá bættan árangur. Allur heimurinn er að verða betri og við viljum fylgja með. Hugsum stærra, gerum betur, förum alla leið! Höfundur er yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar. Það er ljóst að ÍSÍ hefur margfaldað stuðning sinn til sérsambanda en hvað þarf meira? Hér eru mínir punktar og ég tel að það sé hægt að kafa töluvert dýpra en bara þá eða dýpra í þá. Fræðsla fyrir íþróttamenn sem og foreldra Það þarf að kenna markmiðasetningu snemma, kenna þarf íþróttamönnum að setja sér markmið til langs tíma og að takast á við svekkjandi tímabil, meiðsli og annað sem getur hnökrað ferlinu. Kenna þeim að það sem er í símanum er ekki lífið. Það þarf að kenna foreldrum hvað þarf til, til að ná árangri: næring, svefn, skjátími, leyfa þjálfurum að vera þjálfarar, foreldrar eiga að vera foreldrar, styrkjandi og stuðningur, mikilvægi æfinga og tímabils (hvenær er best að fara í bústaðaferð/skíðaferð). Framhaldsskólar Það er staðreynd að krakkar sem eru í íþróttum standa sig oftast nær nokkuð vel í skóla en eftir að framhaldsskólum var breytt í þrjú ár í stað fjögurra ára varð álagið töluvert meira á unglinga. Ég myndi vilja sjá samninga við 2 – 3 framhaldsskóla þar sem unnið er með íþróttamönnum sem vilja skara fram úr, þau sem velja þá leið að ætla sér árangur. Fjögurra ára nám, einingar fyrir íþróttaiðkun, fá að mæta síðar í skólann, fá liðkandi meðferð varðandi mætingu þegar kemur að keppnum. Íþróttamaður þarf að skila inn æfingaálagi, þarf að fylgja reglum eins og að vera ekki í áfengi eða tóbaki (vera fyrirmynd), verður að stunda skólann eftir bestu getu. Íþróttamiðstöð (fyrir íþróttamenn frá framtíðarhópum upp í afreksstarf) Sérsambönd gefa út nafnalista af íþróttamönnum sem eru í landsliðsverkefnum. Íþróttamenn hafa þá aðgengi að sálfræðing, læknum, næringafræðingi, sjúkraþjálfurum. Samstarf við HÍ og HR Samstarf sem felur í sér rannsóknir og mælingar á íþróttamönnum á ýmsum sviðum svo sem líkamlegt atgervi, andleg þjálfun, svefn, næring og annað. Aukinn stuðning við íþróttafélög Eins þarf meiri pening inn í félögin þannig að hægt sé að bæta þjálfun og umgjörð í kringum íþróttafólkið. Þegar kemur að þjálfun unglinga og fullorðinna getur einn afreksþjálfari ekki vitað allt. Hann veit margt en hann kann ekki allt. Að geta haft styrktarþjálfara, aðgengi að sjúkraþjálfara, fá inn næringafræðinga og sálfræðinga myndi allt hjálpa. Nú liggur fyrir frumvarp um launasjóð fyrir afreksmenn sem er stórkostleg bæting og skref fram á við en við þurfum að hugsa stærra og fara út fyrir boxið til að sjá bættan árangur. Allur heimurinn er að verða betri og við viljum fylgja með. Hugsum stærra, gerum betur, förum alla leið! Höfundur er yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun