Steingrímur J. hefur lengi átt milljónir í Marel Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 10:47 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur fjallað um, úr pontu Alþingis, mikilvægi þess að hagsmunaskráning þingmanna liggi fyrir. Hins vegar varð gáleysi þess valdandi að hann gleymdi að færa hlutabréfaeign sína í Marel til bókar þar til nýlega. vísir/vilhelm Forseti Alþingis segir að það sé vegna athugunarleysis að hann hafi ekki tíundað þetta í hagsmunaskráningu fyrr en nýlega. Kjarninn hefur að undanförnu verið að fara yfir hlutafjáreign ýmissa þeirra sem eru í áhrifastöðum og gætu þannig teflt hæfi sínu í háska. Í dag greinir miðillinn frá því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, meðal annars fjármála- og sjávarútvegsráðherra er sá þingmaður sem á verðmætastan hlut í skráðu félagi á Íslandi. Eign Steingríms nemur 7.900 hlutum í Marel sem leggja sig á sjö milljónir að teknu tilliti til þess á hvað hlutabréfin eru metin í dag. Í svari til Kjarnans vill Steingrímur ekki gera mikið úr málinu, hann hafi átt „lítils háttar hlut í Marel í áraraðir“ allt frá því það var sprotafyrirtæki og hann vildi styðja. „Þar kom að mér bar að færa það inn í hagsmunaskráningu mín sem þingmanns. Á því varð reyndar nokkur dráttur sökum athuganarleysis af minni hálfu, en sem nú hefur verið úr bætt fyrir nokkru,“ segir Steingrímur í svari til Kjarnans. Spurt um hæfi? Vísir hafði þetta mál til athugunar í gær og sendi þá á Steingrím fyrirspurn sem hann hefur ekki enn svarað. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel? Hagsmunaskráning mikilvæg að mati Steingríms sjálfs Í Kjarnanum er það rakið að Steingrímur hefur látið til sín taka í umræðu um mál er varða hagsmunaskráninguna og mikilvægi hennar meðal annars í kjölfar Panamaskalanna. Svandís Svavarsdóttir nú heilbrigðisráðherra hóf þá umræðu og óskaði eftir svörum við tilteknum spurningum sem snúa að hagsmunaskráningu. Þá fór Steingrímur í pontu og sagði að ef upp kæmu „rökstuddar grunsemdir um brot á réttri skráningu þá verður að taka það til alvarlegrar skoðunar, rannsaka það, því að annars væru reglurnar merkingarlausar — ef það gerðist ekkert — ef fyrir lægi að þingmenn, ég tala nú ekki um ráðherrar, hefðu ekki sinnt réttri skráningu. Þessar reglur eru í eðli sínu lágmarksreglur. Það liggur í hlutarins eðli.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kauphöllin Vinstri græn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Kjarninn hefur að undanförnu verið að fara yfir hlutafjáreign ýmissa þeirra sem eru í áhrifastöðum og gætu þannig teflt hæfi sínu í háska. Í dag greinir miðillinn frá því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, meðal annars fjármála- og sjávarútvegsráðherra er sá þingmaður sem á verðmætastan hlut í skráðu félagi á Íslandi. Eign Steingríms nemur 7.900 hlutum í Marel sem leggja sig á sjö milljónir að teknu tilliti til þess á hvað hlutabréfin eru metin í dag. Í svari til Kjarnans vill Steingrímur ekki gera mikið úr málinu, hann hafi átt „lítils háttar hlut í Marel í áraraðir“ allt frá því það var sprotafyrirtæki og hann vildi styðja. „Þar kom að mér bar að færa það inn í hagsmunaskráningu mín sem þingmanns. Á því varð reyndar nokkur dráttur sökum athuganarleysis af minni hálfu, en sem nú hefur verið úr bætt fyrir nokkru,“ segir Steingrímur í svari til Kjarnans. Spurt um hæfi? Vísir hafði þetta mál til athugunar í gær og sendi þá á Steingrím fyrirspurn sem hann hefur ekki enn svarað. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel? Hagsmunaskráning mikilvæg að mati Steingríms sjálfs Í Kjarnanum er það rakið að Steingrímur hefur látið til sín taka í umræðu um mál er varða hagsmunaskráninguna og mikilvægi hennar meðal annars í kjölfar Panamaskalanna. Svandís Svavarsdóttir nú heilbrigðisráðherra hóf þá umræðu og óskaði eftir svörum við tilteknum spurningum sem snúa að hagsmunaskráningu. Þá fór Steingrímur í pontu og sagði að ef upp kæmu „rökstuddar grunsemdir um brot á réttri skráningu þá verður að taka það til alvarlegrar skoðunar, rannsaka það, því að annars væru reglurnar merkingarlausar — ef það gerðist ekkert — ef fyrir lægi að þingmenn, ég tala nú ekki um ráðherrar, hefðu ekki sinnt réttri skráningu. Þessar reglur eru í eðli sínu lágmarksreglur. Það liggur í hlutarins eðli.“
Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel?
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kauphöllin Vinstri græn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira