Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2021 09:23 Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Hanna Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. Í tilkynningu frá Jóni Þór kemur fram að Jón Þór telji að kanna þurfi hvort úrskurðurinn, sem lýtur að samtali tveggja lögreglumanna á Þorláksmessu, standist lög og reglur. Jón Þór telur fréttaflutning af málinu gefa fullt tilefni til þess að nefndin taki úrskurð nefndarinnar fyrir á opnum fundi. Í tilkynningunni eru þá lagðar fram fjórar ástæður fyrir því að Jón Þór telur að taka eigi málið fyrir á opnum fundi: „1. Nefndin telur samtal lögreglumannanna ámælisvert, en ekki virðist hafa komið fram í fjölmiðlum nákvæmlega hvað það er við orð lögreglumanna sem sé ámælisvert. Ljóst er þó að þarna fer fram tveggja manna tal sem getur ekki haft áhrif á það mál sem upprunalega var tilkynnt um, þ.e. fréttatilkynningu frá lögreglu daginn eftir. 2. Komið hefur fram í fjölmiðlum að hvorugur lögreglumannanna kom nokkuð nálægt því að semja fréttatilkynninguna sem send var út að morgni aðfangadags og þetta samtal því ekki hluti af framkvæmd, starfsaðferðum eða verklagi lögreglu. 3. Samtal lögreglumannanna fer fram í einrúmi þar sem almenningur heyrir ekki til þeirra og því ljóst að ekki var kvartað til NEL vegna samtalsins. Það kemur einungis í ljós þegar myndbandsupptökur eru skoðaðar síðar. 4. NEL virðist ekki gera greinarmun á því að lögreglumenn hafi skoðanir og að þeir gæti fyllstu hlutlægni í störfum sínum, eins og kveðið er á um í 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga. Verður þó með engu móti séð að þetta einkasamtal hafi haft áhrif á vettvangi, því ekki var kvartað yfir framkomu þessara tveggja lögreglumanna.“ Það er mat Jóns Þórs að kanna þurfi hvort úrskurður nefndarinnar standist lögreglulög, lög um persónuvernd og verklagsreglur lögreglu um notkun búkmyndavéla. Þá telur hann mikilvægt að fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sé opinn, svo hægt sé að vitna í orð gesta. Það er í tilkynningunni sögð forsenda þess að eftirlitshlutverk Alþingis virki. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Alþingi Tengdar fréttir Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29. júní 2021 13:20 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í tilkynningu frá Jóni Þór kemur fram að Jón Þór telji að kanna þurfi hvort úrskurðurinn, sem lýtur að samtali tveggja lögreglumanna á Þorláksmessu, standist lög og reglur. Jón Þór telur fréttaflutning af málinu gefa fullt tilefni til þess að nefndin taki úrskurð nefndarinnar fyrir á opnum fundi. Í tilkynningunni eru þá lagðar fram fjórar ástæður fyrir því að Jón Þór telur að taka eigi málið fyrir á opnum fundi: „1. Nefndin telur samtal lögreglumannanna ámælisvert, en ekki virðist hafa komið fram í fjölmiðlum nákvæmlega hvað það er við orð lögreglumanna sem sé ámælisvert. Ljóst er þó að þarna fer fram tveggja manna tal sem getur ekki haft áhrif á það mál sem upprunalega var tilkynnt um, þ.e. fréttatilkynningu frá lögreglu daginn eftir. 2. Komið hefur fram í fjölmiðlum að hvorugur lögreglumannanna kom nokkuð nálægt því að semja fréttatilkynninguna sem send var út að morgni aðfangadags og þetta samtal því ekki hluti af framkvæmd, starfsaðferðum eða verklagi lögreglu. 3. Samtal lögreglumannanna fer fram í einrúmi þar sem almenningur heyrir ekki til þeirra og því ljóst að ekki var kvartað til NEL vegna samtalsins. Það kemur einungis í ljós þegar myndbandsupptökur eru skoðaðar síðar. 4. NEL virðist ekki gera greinarmun á því að lögreglumenn hafi skoðanir og að þeir gæti fyllstu hlutlægni í störfum sínum, eins og kveðið er á um í 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga. Verður þó með engu móti séð að þetta einkasamtal hafi haft áhrif á vettvangi, því ekki var kvartað yfir framkomu þessara tveggja lögreglumanna.“ Það er mat Jóns Þórs að kanna þurfi hvort úrskurður nefndarinnar standist lögreglulög, lög um persónuvernd og verklagsreglur lögreglu um notkun búkmyndavéla. Þá telur hann mikilvægt að fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sé opinn, svo hægt sé að vitna í orð gesta. Það er í tilkynningunni sögð forsenda þess að eftirlitshlutverk Alþingis virki.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Alþingi Tengdar fréttir Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29. júní 2021 13:20 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31
Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29. júní 2021 13:20
Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00